Morgunblaðið - 05.03.2020, Síða 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020
V E R S L U N S N O R R A B R A U T 5 6 · 1 0 5 R E Y K J A V Í K · F E L D U R . I S
Ásýningunni Ljósvaki sýnasamstarfskonurnar SirraSigrún Sigurðardóttir ogSelma Hreggviðsdóttir í
annað sinn verk úr listrannsóknar-
verkefni þeirra um íslenska silfur-
bergið. Sýningarstaðurinn BERG
Contemporary er alþjóðlegt faglegt
sölugallerí sem kynnir og selur list
þrettán listamanna. BERG býður
svo annað slagið öðrum listamönn-
um að sýna og er sýning Sirru og
Selmu hluti af því framtaki.
Sýningin samanstendur af nokkr-
um þáttum. Mest áberandi eru inn-
rammaðar ljósmyndir af silfur-
bergskristöllum sem listamennirnir
gerðu. Samtals eru fimm stærri og
níu minni gráir málmrammar með
myndum sem eru allar mjög svip-
aðar eða jafnvel næstum eins.
Silfurbergskristallinn svífur í
miðjum rammanum og lítill eða vart
merkjanlegur munur er á stærð
kristalla á milli ramma. Allir eru
þeir óreglulegir að lögun en byggðir
upp úr sömu mynstureiningum.
Myndirnar eru frekar flatar með
svartan bakgrunn þannig að enginn
skuggi myndast. Ein mynd sker sig
úr og á henni má líta nær full-
komlega pússaða silfurbergskúlu.
Þegar gengið er inn í innra rými
kemur í ljós að myndin sýnir mjög
stækkaða mynd af raunverulegri
kúlu sem er þar staðsett undir gler-
þaki á svörtum bakgrunni á hvítum
stöpli og er ekki nema um 3 sentí-
metrar að ummáli. Samkvæmt sýn-
ingartexta er kúlan fengin að láni
frá Náttúrufræðistofnun Íslands og
er mikið undrahandverk. Allir krist-
allarnir eru ræktaðir af listamönn-
unum sjálfum nema þessi kúla og
kristall á mynd við hlið hennar.
Kúlan er reyndar eina silfurbergið
sem er á sýningunni. Annað silfur-
berg er einungis sýnt á ljós-
myndum.
Aðrar ljósmyndir á sýningunni
eru plexiglersprentanir af völdum
myndum úr safni bandaríska vís-
indamannsins Frank K. Mazdab
sem rannsakað hefur mismunandi
bergtegundir með því að nota
skautað ljós sem aðferð. Þær eru
paraðar saman, dökk mynd og hvít,
og sýnir hvað gerist sjónrænt en
þekkingin á því að skauta ljós er
sprottin út frá rannsóknum á
einstökum eiginleikum silfur-
bergskristalla. Hið sjónræna verður
eins og kort sem sérfræðingar geta
lesið í.
Sjónræn tilraun
Þrjú vídeóverk eru sýnd á stórum
flatskjáum á gólfinu. Litasamsetn-
ing vídeóanna er sama og sýning-
arinnar í heild þar sem grátónar,
hvítt og svart eru ríkjandi og engir
aðrir litir fá að brjótast fram nema
þeir sem skautun ljóss framkallar.
Vídeóið í fremsta sal sýnir silfur-
bergsglitur í verki Guðmundar frá
Miðdal og Guðjóns Samúelssonar í
þakhvelfingu anddyris aðalbygg-
ingar Háskóla Íslands. Vídeóverkin
tvö í innri sal sýna það sem virðist
við fyrstu sýn vera nákvæm
þrívíddarendurgerð af salnum en
við nánari athugun kemur í ljós
munur. Mest áberandi er að búið er
að skipta út borgarlandslaginu sem
er útsýni frá gluggum salarins fyrir
útsýni frá námunni á Helgustöðum
þaðan sem silfurbergið var numið
fyrr á öldum. Vídeóin kallast á og
eru sjónræn tilraun listamannanna
sjálfra á staðnum og undirstrika
notkun silfurbergs í sjónrænum til-
raunum vísindamanna fyrr á öldum
en í sýningartexta kemur fram að
listrannsóknin er unnin í samstarfi
við Leó Kristjánsson jarðeðlisfræð-
ing og sérfræðing í hlutverki hins
íslenska silfurbergs í þróun vísinda
og tækni í heiminum. Vídeóin sýna
einmitt hið sérstaka tvöfalda ljós-
brot íslenska silfurbergsins sem
leiddi til ýmissa uppgötvana.
Óneitanlega kemur upp í huga
gagnrýnið listrannsóknarverk Otob-
ang Nkanga um glitursteinefnið
mica sem flutt var í stórum stíl frá
heimahögum hennar í Namibíu til
Evrópu þar sem það var notað til að
grípa sólaljósið og endurvarpa birtu
guðs af kirkjuturnum álfunnar. Í
allri framsetningu og útfærslu í
verkum Otobang hefur listrannsókn
hennar verið staðsett í stærra sam-
tali eftirnýlendufræðanna um hrá-
efnisnám, dreifingu og notkun og
var það sýnt á söfnum víða um lönd
og kom Otobang rækilega á kortið.
Nú síðast vann hún til verðlauna á
Feneyjatvíæringnum fyrir frumlega
greiningu á nýlenduvegferð Murano
Feneyjaglersins og þýðingu þess í
samtímanum.
Upphafning og hrifning
Allt sem er til sýnis á Ljósvaka er
mjög faglega unnið. Prentað er á
efni sem tryggja að ljósmyndirnar
endast og þrívíddartæknin í vídeó-
unum er tiltölulega nýleg. Það er
áhrifamikið og traustvekjandi líkt
og orðið vísindi og vekur upp hug-
hrif nýsköpunar og andar jafnvel
ferskleika. Það er gott að hafa í
huga að þetta er ekki innsetning á
safni heldur erum við að gægjast
inn í listmarkaðinn og hann hefur
sína eigin rökvísi og viðmið. Það
vantar að staðsetja listrannsóknina
og verkin í hinu stóra samtali sem
drífur samtímalistumræðuna áfram,
líkt og gert var í útfærslu verka og í
greiningartexta á verkum Otobang.
Texti Ljósvaka einkennist af upp-
hafningu og hrifningu á hinum ein-
stöku eiginleikum hins séríslenska
silfurbergs sem leiddi til uppfinn-
inga og vísindaframfara og hversu
merkilegt listamönnunum finnst
framlag Íslands vera til menningar-
sögunnar vegna þessa. Minnst er
örstutt á að það hafi verið fyrir til-
verknað danskra kaupmanna á 17.
öld að silfurbergskristallar hafi
komist í hendur á evrópskum vís-
indamönnum á sínum tíma en ekki
útskýrt frekar. Ekki er farið út í
það að greina samfélagslega eða
pólitíska merkingu silfurbergsnáms,
dreifingar og notkunar eða setja í
samhengi við nýlendutíma almennt
og staðsetningu íslensku nýlend-
unnar í þeirri keðju. Ekki er heldur
leitast við að tengja verkið samtím-
anum og varpa nýju ljósi á hann á
gagn-rýninn hátt. Vísindaframfarir
eru ekki til í tómarúmi hlutleysis,
hvorki þá né í samtíma. Það er efni
hér á ferð sem gefur tilefni til að
staðsetja verk Selmu og Sirru í
gagn-rýnu samtali alþjóðlegu lista-
senunnar. Það kæmi ekki á óvart ef
í næsta verki eða framsetningu á
verkum úr listrannsókninni yrði
tekið stærra skref í þá átt.
Fagmennska „Allt sem er til sýnis á Ljósvaka er mjög faglega unnið. Prentað er á efni sem
tryggja að ljósmyndirnar endast og þrívíddartæknin í vídeóunum er tiltölulega nýleg.“
BERG Contemporary
Ljósvaki – Selma Hreggviðsdóttir og
Sirra Sigrún Sigurðardóttir
bbbmn
Höfundar sýningartexta: Kristján
Leósson og Kristína Aðalsteinsdóttir.
BERG Contemporary, Klapparstíg 16.
Sýningin stendur til 21. mars 2020.
Opið þriðjudaga til fimmtudaga 11-17 og
laugardaga 13-17.
HULDA RÓS
GUÐNADÓTTIR
MYNDLIST
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ljósmyndir „Silfurbergskristallinn svífur í miðjum rammanum og lítill eða vart merkjanlegur munur er á stærð kristalla á milli ramma,“ skrifar rýnir.
Einstök „Ein mynd sker sig úr og á henni má líta nær
fullkomlega pússaða silfurbergskúlu.“
Allt er ljóst!