Morgunblaðið - 31.03.2020, Page 6

Morgunblaðið - 31.03.2020, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni.is Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými. Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. – sjö viftur í einni Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB) Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Undanfarnar vikur hafa verið mjög erfiðar en nú er allt kapp lagt á að reyna að þjónusta nemendur eins og hægt er í mjög breyttu og nýju umhverfi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjóra- félags Íslands, í samtali við Morg- unblaðið. Samkomubann tók gildi á Íslandi 16. mars síðastliðinn vegna mikillar útbreiðslu kórónuveiru. Á sama tíma var framhaldsskólum og há- skólum lokað og tekin upp fjar- kennsla. Leik- og grunnskólum er enn haldið opnum þótt þar sé starf- ið takmarkað og í verulega breyttri mynd. Þorsteinn segir skólastjórnendur grunnskóla hafa rætt hvort betra væri að loka þeim skólum einnig. Það sé þó lögð höfuðáhersla á að fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis og yfirvalda í faraldrinum. „Markmið grunnskóla númer eitt er að standa sig í að halda úti því skipulagi sem farið er fram á við okkur þó aðupp hafi komið að- stæður þar sem verulega hefur orð- ið að bregða út af, til dæmis með lokunum skóla vegna útbreiðslu á smiti,“ segir hann og bendir á að staða skóla og kennslufyrirkomulag sé mjög misjafnt. „Það er í raun allt í gangi,“ bendir hann á. Þá segir Þorsteinn stjórnendur skóla leggja mikla áherslu á velferð og tengsl við nemendur. „Þegar skólastarf er orðið mjög takmarkað og nemendur eru ýmist heima eða í staðbundnu námi, þá skiptir þetta atriði, það er að halda tengslunum sterkum, mjög miklu máli.“ Ekki mætt frá samkomubanni Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakenn- ara, segir mikinn hug vera í sínum félagsmönnum. Staðan sé þó afar snúin og óvissan mikil. „Þó að kennarastarfið sé fjöl- breytt og engir tveir dagar eins þá er skipulag skólastarfs mjög niður- njörvað og ákveðið með löngum fyrirvara. Fyrir grunnskólakennara er þessi áskorun því rosaleg og óvissan um framhaldið afar lýjandi. En ég held að kennarar séu að bregðast við með öllum sínum ráð- um,“ segir hún. Þorgerður Laufey segir sum börn ekki hafa mætt í skólann frá því að samkomubann tók gildi, einkum börn innflytjenda. Er þetta áhyggjuefni, að hennar mati. „Foreldrar erlendra barna hafa í stórum stíl tekið börn sín úr skól- unum. Oft á tíðum er þessi hópur að fylgjast með fréttum frá sínu heimalandi og þar er brugðist öðru- vísi við en hér,“ segir hún. Sigurður Sigurjónsson er for- maður Félags stjórnenda leikskóla. Hann segir stöðuna almennt góða og að stjórnendur og starfsfólk leikskóla geri sér vel grein fyrir erfiðri stöðu skólakerfisins. Sumir séu þó hræddir um eigin heilsu. „Það má ekki gleyma því að þessi stétt er ekki sú yngsta. Sumir eru hræddir um sjálfa sig og sína fjölskyldu. Kennarar eru innan um nemendur og foreldra sem koma með börn sín í skólana,“ segir hann, en Morgunblaðið hefur áður greint frá áhyggjum leikskólastjóra sem segja smithættu fylgja komum foreldra inn á leikskólana. Guðjón Hreinn Hauksson, for- maður Félags framhaldsskólakenn- ara, segir kennara nú reyna að sinna vinnu sinni að heiman. „Þetta ástand hittir fólk þó á ýmsa vegu og nemendur og kennarar eiga misauðvelt með þetta. Sums staðar gengur þetta vel en annars staðar eru nemendur að hverfa.“ Morgunblaðið/Hari Menntun Kennarar reyna nú að halda úti fjarkennslu en óttast er að hópur nemenda missi tengsl sín við skólann. Reynt að þjónusta nem- endur í breyttu umhverfi  Innflytjendur taka börn sín úr skólum vegna veirunnar Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Samdráttur í sölu á bensíni og dísel- olíu frá því samkomubann var sett á er á bilinu 10-12%, að sögn Eggerts Þór Kristóferssonar forstjóra Festis sem meðal annars rekur N1. Þegar samkomubann tók gildi, sem meðal annars stöðvaði hefðbundið starf í framhalds- og háskólum, hafi strax hægst mikið á umferð og þar með sölu og svo enn frekar þegar ferða- þjónustan í landinu því sem næst lagðist niður. Nokkrar vikur enn „Umferð á götunum hér í borginni hefur dregist mikið saman og út á landi sjást varla bílaleigubílar eða rútur,“ segir Eggert. „Þá er sjávar- útvegurinn í lágdeyðu vegna minni sölu á afurðum erlendis, sem aftur leiðir til þess að færri flutningabílar með fisk eru á ferðinni og sala á eld- neyti á báta og skip hefur dregist saman. Hér helst allt í hendur og þetta ástand verður viðvarandi nokkrar vikur enn. Þar koma áhrif af stöðu mála í Bretlandi og Bandaríkj- unum, mikilvægustu viðskiptalönd- um Íslendinga, sterk fram.“ Áhrifa kórónuveirunnar gætir sums staðar enn ekki jafn sterkt úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu. Í því samhengi bendir Eggert á að sölu- og stöðvanet N1 úti á landi sé sterkt og sala þar hafi dregist minna saman en í borginni. Það mildi áhrif- in í rekstri fyrirtækisins. Hjá Olís hefur sala á eldsneyti dregist mikið saman á allra síðustu vikum og segir Jón Ólafur Halldórs- son forstjóri fyrirtæksins það vera sem spegilmynd af umferðartölum Vegagerðarinnar. Þannig hefur um- ferðin á hringveginum að undan- förnu dregist saman um að jafnaði fjórðung frá meðaltali og í meira en 40% þar sem mest er. Á höfuðborg- arsvæðinu sé samdrátturinn um 15% Algengt útsöluverð á bensíni á sjálfsafgreiðslustöðvum þeim sem olíufélögin starfrækja á suðurhluta höfuðborgarsvæðins var í gær 194 kr. en gjarnan tæplega 222 kr. á þjónustustöðvum í Reykjavík. Félag íslenskra bifreiðaeigenda bendir hins vegar á að verð eldsneytis á Ís- landi hafi lækkað mun minna en á er- lendum mörkuðum. Mikið framboð af eldsneyti sé nú á heimsmarkaði á sama tíma og eftirspurn gefi eftir vegna lokunar landa í faraldri kór- ónuveirunnar. Fylgst með heimsmarkaði Eggert Þór Kristófersson hjá N1 vekur athygli á því að frá miðjum janúar síðastliðnum til líðandi stund- ar hafi eldneytisverð hjá fyrirtækinu lækkað um nærri 17%. Á sama tíma gefi gengi íslensku krónunnar eftir, sem sé sterkur áhrifaþáttur í allri verðþróun og vinni gegn meiri lækk- unum. Það nefnir Jón Ólafur hjá Olís einnig, segir grannt fylgst með stöðu mála á heimsmarkaði og verð hér verði lækkað myndist eitthvert svig- rúm til slíks. Mikill samdráttur í sölu eldsneytis  Minni umferð endurspeglast í sölutölum olíufélaganna  Ferðaþjónusta hefur nær lagst af og sjávar- útvegur í lágdeyðu  Minni sala olíu á báta og skip  Veiking krónu vinnur gegn verðlækkunum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eldsneyti Fyllt á bensíntankinn hjá N1 í Mosfellsbæ í hádeginu í gær. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hef- ur haldið áfram að dragast saman á seinustu dögum og vikum marsmán- aðar. Nýjar tölur Vegagerðarinnar sem birtar voru í gær, sýna að um- ferðin hefur minnkað um 21% í mars frá því sem var í sama mánuði í fyrra og jafngildir það 0,7 prósenta sam- drætti dag hvern. „Samdrátturinn heldur því áfram að aukast eftir því sem samkomubann er hert og það lengist í því. Samdrátt- urinn í samfélaginu í heild endur- speglast í umferðinni,“ segir í umfjöll- un Vegagerðarinnar. Umferðartölur um þrjú lykilmælisnið á höfuðborg- arsvæðinu, sem sýna samanlagðan fjölda bíla, eftir síðustu viku liggja fyrir og bera með sér að umferðin hefur dregist saman jafnt og þétt eft- ir að samkomubann var sett á. Umferðin dregst langmest saman á Hafnarfjarðarvegi Fallið í umferð ökutækja er mikið eftir að veirufaraldurinn tók að breið- ast út á seinustu tveimur vikum mars- mánaðar. Tölur um uppsafnaða um- ferð yfir þessi þrjú lykilmælisnið frá 1. til 29. mars sýna að tæplega milljón færri bílar fóru þar um í mánuðinum en í marsmánuði í fyrra eða um 3,9 milljónir bíla í mánuðinum sem er að líða en rúmlega 4,9 milljónir ferða voru í marsmánuði á seinasta ári. Umferðin hefur dregist langmest saman um Hafnarfjarðarveg. Á hin- um tveimur mælisniðunum, á Reykjanesbraut og Vesturlandsvegi, er samdrátturinn svipaður. ,,Það er ef til vill rannsóknarefni hvers vegna umferð á Hafnarfjarðarveginum dregst miklu meira saman en á hinum tveimur sniðunum. Vegagerðin hefur í augnablikinu ekki haldbæra skýr- ingu á þessum mikla mun á sam- drætti á Hafnarfjarðarvegi annars- vegar og hinum tveimur sniðunum hins vegar,“ segir í umfjöllun Vega- gerðarinnar. Umferð minnk- aði mikið í mars  Tæplega milljón færri bílferðir í mars Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gatnamót Bílaumferðin dróst saman um 21% í marsmánuði. Skannaðu kóðann til að lesa KÓRÓNUVEIRUFARALDUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.