Morgunblaðið - 31.03.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 31.03.2020, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2020 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: Kærleikans vinir! Það verður nú yf- irleitt allt eitthvað svo miklu betra þar sem þið komið við og leggið lið. Því við þurfum him- nesk hjörtu fyllt ástríðu og köllun, andagift og krafti, kærleikans hugsjón með von og trú á lífið til að tala samstöðu og kjark inn í harðan heim. Þess vegna getur þín fagra nær- vera verið eins og faðmlag Guðs. Fegurðin er himneskt lífsins leynd- armál. Í gegnum hana geislar Guðs um sálirnar leika. Friðurinn sem við sækjumst eftir Þegar allt kemur til alls held ég að innri friður skipti okkur nánast öllu máli. Því þannig öðlumst við jafnvægi og vellíðan sem við stöðugt leitum að og sækjumst eftir. Ég held að leiðin að því markmiði og mikilvægasta vegferðin að eigin vellíðan sé að temja sér hugarfar fyr- irgefningar. Að lifa í þakklæti. Bera virðingu fyrir fólki, vera tillitssamur, jákvæður, kurteis, uppörvandi og hvetjandi. Og að temja sér listina að hlusta á fólk og gefa sig ekki út fyrir að vita alltaf allt best og þurfa ekki alltaf að eiga síðasta orðið. Baktala ekki og dæma ekki. Vera sáttfús, um- hyggjusamur og umburðarlyndur. Leitast við að sjá fólk með hjartanu. Því að friðarins faðm- ur breiðist yfir þegar við tökum að sjá og hlusta með hjartanu. Þá umhyggjan dýpkar og kærleikurinn vex. Kærleikurinn er Guðs gjöf Leyndardómur gjaf- ar Guðs er kærleik- urinn. Kærleikurinn sem sér í þér eilífðar verðmæti. Kærleik- urinn sem veitir frið sem enginn skilur en gott er að fá að meðtaka, hvíla í og njóta. Kjarni kærleikans er hjarta Guðs sem breytir refsingu í fyrirgefningu, sundurlyndi í samstöðu og dauða í eilíft líf. Með kærleiks-, samstöðu- og frið- arkveðju. Lifi lífið! Leyndardómur kærleikans Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Við þurfum hjörtu fyllt kærleikans hugsjón, ástríðu og köll- un, andagift, krafti og trú á lífið til að tala sam- stöðu og kjark inn í harðan heim Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða sem voru búnir að koma leyf- isveitingarkerfinu í uppnám, með um 70% eldissvæða, létu skipa sig í starfshóp sem fékk það verkefni að gera stefnumótun fyrir fisk- eldi. Eitt af verkefnum þeirra var að koma á tæknilegum hindrunum til að tryggja að þeir gætu haldið eldissvæð- um jafnvel án þess að nýta þau í fjölmörg ár eða greiða af þeim auð- lindagjald. Fulltrúar Lands- sambands fiskeld- isstöðva Það var augljóst frá upphafi að stjórnar- formennirnir voru að huga fyrst og fremst að hag sinna fyrirtækja í sinni vinnu í stefnumót- unarhópnum. Stjórnar- formennirnir tveir voru í umboði Landssambands fiskeldisstöðva en stjórn félagsins frétti lítið hvað var að gerst fyrr en undir lokin þegar búið var að leggja línurnar að mestu. Hér vakna margar áleitnar spurningar um vinnubrögð og hvaða reglur eiga að gilda um samstarf félaga innan samtaka. Takmarka heimildir Framleiðsluheimildir fyrir sjókvía- eldi voru takmarkaðar árið 2014 þeg- ar tekin var sú ákvörðun að fara út í að gera burðaþolsmat og meta þann- ig lífrænt burðarþol fjarða. Til að tak- marka eldi á frjóum eldislaxi var ákveðið árið 2019 að styðjast við áhættumat erfðablöndunar, verkfæri sem ekki er notað í öðrum löndum. Það sem er athyglisvert er að á Ís- landi er áhættumat erfðablöndunar notað til að verja sértæka hagsmuni ákveðinna aðila en það tengist lítið umhverfisvernd en um það verður fjallað seinna. Setja hindranir og verja svæði Til að tryggja hags- muni Arnarlax og Fisk- eldis Austfjarða þurfti því að setja hindranir til að hægt væri að halda svæðum sem voru í um- sóknarferli og þar sem ekki var heimilt að vera með eldi á frjóum laxi skv. áhættumati erfða- blöndunar. Þannig var búið um hnútana að hægt verður að halda eldissvæðum fyrir ófrjó- an lax a.m.k. í fimm ár án þess að nýta svæðið til eldis eða greiða af því auðlindagjald. Það sem er umhugsunarvert er að áhættumat erfða- blöndunar virðist vera sniðið fyrir Arnarlax, en það tryggir því fyrir- tæki mestu framleiðslu- heimildirnar fyrir eldi á frjóum laxi komi svo í ljós að eldi á ófrjóum laxi sé óraunhæfur kostur. Ófrjóir laxar Það er mjög óljóst hvenær eldi á ófrjóum laxi getur orðið fýsilegur val- kostur til framleiðslu á eldislaxi. Unnið hefur verið að þróun á fram- leiðslu á ófrjóum eldislaxi í áratugi og eftir ákveðna bjartsýni á tímabili í Noregi þar sem eldi var reynt, á iðn- aðarskala, hefur það því sem næst lagst af vegna margskonar vanda- mála. Þessi mikla áhersla og ofurtrú á eldi á ófrjóum eldislaxi virðist því í dag vera séríslenskt fyrirbrigði. Áður en hægt verður að hefja samkeppn- ishæft eldi á ófrjóum laxi á eftir að leysa fjölmörg líffræðileg viðfangs- efni og einnig er mikil óvissa um við- brögð markaðarins, hvort neytendur leggi sér til munns eldislax sem búið er að gera ónáttúrulegar breytingar á. Afgreiðsla Alþingis Það er með hreinum ólíkindum að þær tillögur sem lagðar eru fram í stefnumótunarskýrslunni hafi því sem næst verið teknar upp óbreyttar í fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með heimild til að blokkera eldissvæði í a.m.k. fimm ár með það að yfirskini að það eigi að hefja eldi á ófrjóum laxi. Engin breyting var gerð á þessu í með- höndlun Alþingis á frumvarpinu. Meiri líkur eru á en minni að ekki verði búið að þróa samkeppnishæft eldi á ófrjóum laxi eftir fimm ár. Munu þá áhrif ákveðinna hags- munaaðila vera það mikil að heimild til að blokkera eldissvæði verður framlengd eða breytt? Væntingar um fjárhagslegan ávinning Eins og staðan er í dag er regn- bogasilungseldi mun fýsilegri val- kostur en eldi á ófrjóum laxi, en báðir kostirnir koma í veg fyrir erfðablönd- un við villtan íslenskan lax. Ástæðan fyrir því að ófrjóir laxar eru valdir af stefnumótunarhópnum frekar en regnbogasilungur er augljóslega sú að gera laxeldisfyrirtækjum stjórn- arformannanna kleift að helga sér svæði í ákveðið árabil undir því yf- irskini að fyrirhugað sé að ala þar ófrjóan eldislax. Með síðan von um að endurskoðað áhættumat erfðablönd- unar gefi rýmri heimildir fyrir eldi á frjóum laxi geti viðkomandi aðilar fengið breytt sínum leyfum til aukn- ingar heimilda til eldis á frjóum laxi. Þar með ná þau að koma í veg fyrir, allavega tímabundið, frekari upp- byggingu regnbogasilungseldis eða eldi annarra tegunda, halda sínum svæðum og jafnvel án greiðslu auð- lindagjalda. Næstu skref hagsmunaaðila Mikill þrýstingur mun verða um að auka framleiðsluheimildir á frjóum laxi. Bent verður á að laxeldi á Ís- landi er í alþjóðlegri samkeppni við stór og öflug laxeldisfyrirtæki erlend- is sem eru eingöngu með eldi á frjó- um laxi. Sértæk álög að skylda lax- eldisfyrirtæki á ákveðnum svæðum að vera eingöngu með eldi á ófrjóum laxi leiðir til þess að fyrirtækin verða ekki samkeppnishæf á alþjóðlegum mörkuðum þegar markaðsverð á eld- islaxi lækkar. Hagsmunaaðilar hafa hafið umræður um að fá auknar framleiðsluheimildir á ófrjóum eld- islaxi með vafasömum tillögum um mótvægisaðgerðir. Áhættumat erfða- blöndunar og mótvægisaðgerðir eins og best þekkjast erlendis mun verða tekið fyrir í seinni greinum. Tryggja sér eldissvæði með óraunhæfum ófrjóum eldislaxi Eftir Valdimar Inga Gunnarsson »Koma á tæknilegum hindrunum til að tryggja að þeir gætu haldið eldissvæðum jafnvel án þess að nýta þau í fjölmörg ár eða greiða af þeim auðlindagjald Valdimar Ingi Gunnarsson Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og hefur m.a. unnið við ýmis mál tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár. valdimar@sjavarutvegur.is Einsemd hjá mið- aldra og eldra fólki en nokkuð útbreidd. Um það bil sjö af tíu körl- um og fjórar af tíu konum, sem ekki búa með maka, eiga eng- an að til að deila erf- iðum tilfinningum með. Erfiðar tilfinn- ingar eru hér skil- greindar sem ótti við sjúkdóma og dauða, kvíði, þunglyndi og vonleysi. Fólk sem býr í sambúð deilir þó oftast flestu með maka sínum. Konur í sambúð eiga líka oft trún- aðarvini sem þær deila flestu með, en langt frá því allar. Um helmingur miðaldra og eldri kvenna, sem lifa í sambúð, deila fáum eða engum áhyggjum með öðrum en maka sínum. Hjá körlum er hlutfallið hærra. Rúmlega átta af tíu körlum í sambúð deila erfiðum tilfinningum aðeins með maka sínum. Höfum þetta hugfast þegar við sláum á þráðinn. Munum að það er alls ekki sjálfgefið að fólk vilji tala um erfið mál. Verum ekki uppá- þrengjandi. Fólk velur sjálft hvenær og hvort það vill deila erfiðum til- finningum með öðrum. Fyrsta skrefið er samt að vera í sambandi, jafn- vel þótt umræðuefnið sé bara jarðskjálftar, efna- hagsmál og veðurfar. Eftir Ásgeir R. Helgason Ásgeir R Helgason » Á tímum sóttkvía og samkomubanna er rétt að hafa í huga þá til- finningalegu einangrun sem margir búa við. Höfum samband en virðum persónumörk. Höfundur er dósent í sálfræði við HR og sérfræðingur hjá Krabbameins- félagi Íslands. Einsemd ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.