Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2020, Page 29
þegar ég vann í fyrsta skipti með
Led Zeppelin árið 1979. Ég var ung-
ur að árum og þótti mikið til þeirra
kappa koma. Robert Plant kom upp
að mér og spurði: „Kanntu að taka
Robert Plant-mynd?“ Síðan ýtti
hann í bringuna á mér og sagði mjög
kvikindislega: „Snöggt.“ Ég var að
taka myndir fyrir tímaritið Sounds
og tók myndina. Ég var á hinn bóg-
inn svo taugaóstyrkur að ég tók
myndina hans Plants en ekki mína.
Ég fór að hans vilja og útkoman var
ákaflega óspennandi. Strax á eftir
hugsaði ég með mér: Þetta verður í
fyrsta og síðasta skipti sem ég læt
segja mér fyrir verkum og við það
hef ég staðið. Ég var svo bláeygur að
ég gaf eftir. Látið menn aldrei kom-
ast upp með þetta, því þá verður
portrettið ykkar drepleiðinlegt.“
Fall er fararheill og Halfin átti
eftir að mynda Plant og félaga
margoft. Í viðtalinu kemur meira að
segja fram að hápunktur ferilsins
hafi verið þegar fræg mynd hans af
Jimmy Page, gítarleikara Zeppelin,
var sýnd í þjóðarportrettagalleríinu
í Lundúnum.
Hundfúlt með Spice Girls
Lágpunkturinn var aftur á móti að
fylgja Spice Girls eftir á fyrsta tón-
leikaferðalagi stúlknabandsins um
Bandaríkin. „Bandið var allt í lagi,
það voru allir hinir sem voru í kring-
um það.“
Halfin á að baki fjölmargar ljós-
myndir af málmgoðunum í Metal-
lica.
„Ég myndaði Metallica fyrst árið
1984. Trymbillinn þeirra, Lars Ul-
rich, hringdi án afláts í mig en ég
vék mér alltaf undan. Ég hafði séð
myndir af honum og sá bara ein-
hvern danskan gaur sem leit út eins
og fábjáni. Þá hringdi umboðs-
maðurinn þeirra, Peter Mensch, og
sagði mér að hætta að haga mér eins
og drulluháleistur. „Farðu til San
Francisco og myndaðu nýja bandið
mitt.“
Halfin gegndi því og það varð upp-
hafið að samstarfi sem staðið hefur
fram á þennan dag. „Eina ástæðan
fyrir því að Metallica vildi fá mig var
sú að ég var ljósmyndari Iron
Maiden. Í þeirra huga skipti Led
Zeppelin engu máli en annað gilti
um Iron Maiden. Metallica vildi ljós-
myndarann þeirra og við höfum unn-
ið saman allar götur síðan. Þeir
mega eiga að þeir eru mjög meðvit-
aðir um það hverjir þeir eru, hvað
þeir gera og hvernig þeir vilja láta
mynda sig. En á sama tíma eru þeir
mjög opnir fyrir því að prófa eitt-
hvað nýtt.“
Af öðrum böndum sem Halfin hef-
ur unnið með má nefna AC/DC,
UFO, Rush, Journey, Black
Sabbath, Def Leppard, Mötley
Crüe, Van Halen og Kiss.
Slappið af og bíðið!
Auk þess að taka kynningarmyndir
og myndir fyrir plötuumslög hefur
Halfin myndað mikið á tónleikum
gegnum tíðina. Í viðtalinu kveðst
hann iðulega stefna að því að sýna
fólki eitthvað sem það annars myndi
ekki sjá. Og að búa til mynd sem er í
senn óvenjuleg og spennandi;
þannig að þeir sem voru á staðnum
sjái eitthvað alveg sérstakt.
„Margir sem mynda tónleika eiga
það til að fara á taugum, sem þýðir
að ekkert kemur út úr því. Slappið af
og bíðið. Hugsið um það sem þið er-
uð að gera – það lærði ég af Fin
Costello. Mér finnst ekkert erfitt að
ná alvöru myndum á tónleikum,
vegna þess að ég veit hvað ég er að
gera – hef gert þetta svo lengi. Nú til
dags vilja mörg bönd sjálf stjórna
öllu og banna fyrir vikið ljósmynd-
ara á tónleikum sínum. Eigi að síður
finnst þeim allt í lagi, eftir að hafa
hent fagmönnunum út, að leyfa
hverjum sem er að taka ömurlegar
myndir eða taka tónleikana upp á
símann sinn.“
Halfin tilgreinir uppáhalds-
myndina sína í viðtalinu, en hún er af
James Hetfield, söngvara og gítar-
leikara Metallica, á tónleikum í
Belgíu sumarið 1993, þegar túrnum
vegna Svörtu plötunnar var að ljúka.
Henni náði Halfin á hárréttu augna-
bliki í ljósaskiptunum. Fimm mín-
útum síðar hefði verið orðið dimmt
og myndin orðið allt önnur. Myndin,
sem er svart-hvít í anda plötunnar
frægu, þykir lýsa sambandinu sem
Metallica á við sína hörðustu aðdá-
endur mjög vel en það er engu líkara
en að múgurinn vilji toga söngvar-
ann niður af sviðinu til sín.
Réttnefnd negla!
Kristinn Benediktsson tók þessa
mynd af Robert Plant í Laugardals-
höll löngu áður en samstarf
söngvarans og Ross Halfins hófst.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
22.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
ANDLÁT Jason Rainey, stofnandi
og fyrrverandi gítarleikari banda-
ríska þrassbandsins Sacred Reich,
lést í byrjun vikunnar, 53 ára að
aldri. Talið er að banamein hans
hafi verið hjartaáfall. Rainey var
látinn fara úr bandinu á síðasta ári
og var sú skýring gefin að hann
réði ekki lengur við verkefnið
vegna vanheilsu. Sjálfur virkaði
hann ósáttur og sendi sínum gömlu
félögum tóninn á samfélagsmiðlum.
Frægasta plata Sacred Reich, The
American Way, kom út 1990.
Gítaristinn Jason Rainey látinn
Rainey var 53 ára þegar hann lést.
BÓKSALA 11.-17. MARS
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Bláleiftur Ann Cleeves
2 Hvítt haf Roy Jacobsen
3 Glæpur við fæðingu Trevor Noah
4 Andlitslausa konan Jónína Leósdóttir
5 Ennþá ég Jojo Moyes
6 Litlar konur Louisa May Alcott
7 Brúin yfir Tangagötuna Eiríkur Örn Norðdahl
8 Blekkingaleikur Kristina Ohlsson
9 Fórnarlamb 2117 Jussi Adler-Olsen
10
Konan sem datt upp
stigann
Inga Dagný Eydal
1 Kötturinn sem átti milljón líf Yoko Sano
2 Dularfulla símahvarfið Brynhildur Þórarinsdóttir
3 Tinni – ferðin til tunglsins Hergé
4
Georg og magnaða
mixtúran
Roald Dahl
5 Hulduheimar 8 – sykursæta Rosie Banks
6
Orri óstöðvandi
– hefnd glæponanna
Bjarni Fritzson
7
Náðu forskoti
– verkefnabók fyrir 5-6 ára
Jo Cambers
8
Geitungurinn 1
Árni Árnason / Halldór
Baldursson
9 Leikskólalögin okkar Jón Ólafsson og fleiri
10 Kepler 62 – leyndarmálið Bjørn Sortland
Allar bækur
Barnabækur
Mín fyrsta minning tengd bókum
og lestri er pabbi minn að lesa
fyrir systur mína og mig Róbinson
Krúsó í sumarhúsi sem við áttum
á Borgarfirði eystra.
Nú um 25 árum
seinna man ég enn
þá nokkurn veginn
um hvað hún er en
er eflaust búinn að
blanda söguþræð-
inum eitthvað sam-
an við kvikmyndina
Cast Away með Tom Hanks.
Sú bók sem hafði mest áhrif á
mig fram eftir aldri er Bróðir
minn Ljónshjarta. Bókin fæst við
líf og dauða og dílar við allskonar
siðferðislegar spurningar. Þetta
er besta bók Astrid Lindgren og
það er ekkert smá.
Á meðan ég var mjög óharðn-
aður unglingur, og ég var það
lengi fram eftir
aldri, þá voru Bert
bækurnar í uppá-
haldi. Stirð sam-
skipti Bert við
pabba sinn, hálf-
vitalegir vinir hans
og öll þau vanda-
mál sem fylgja því að vera á erf-
iðum aldri voru snilldarlega fram-
sett í dagbókum hans.
Nú þegar ég er orðinn þrítugur
og rétt rúmlega og orðinn nær
pabba Berts í aldri en honum
sjálfum þá strengdi ég áramóta-
heit fyrir um ári. Það var ekki
frumlegt og líklega hefur þriðji
hver Íslendingur á mínum aldri
strengt sama heit: Lesa fleiri bæk-
ur og horfa minna á sjónvarp.
Ég horfði samt rosalega mikið á
sjónvarp allt síðasta ár, það er
varla sería á Netflix sem ég hef
ekki séð og ætli ég hafi ekki náð
að horfa á svona tvo beina
íþróttaviðburði á dag að með-
altali. Einhvern veginn fann ég þó
tíma til að lesa nokkrar bækur
(spoiler: leslistinn var ekkert
mjög frumlegur).
Þær sem eru mér
efstar í minni eru:
Kokkáll – fersk.
Skjáskot – sniðug.
Sapiens – mjáhh jú
jú góð en hæglesin.
Um tímann og
vatnið – skyldulest-
ur.
Svartar fjaðrir eftir Davíð Stef-
ánsson er lesin nokkrum sinnum
á hverju ári. Áttu eftir að lesa
hana? Gerðu sjálfum þér þá
greiða og farðu inn á einhverja
vefverslun (vil ekki bera ábyrgð á
því að senda þig út á meðal al-
mennings í þessu ástandi) og fjár-
festu í henni.
Að lokum. Sá höfundur sem ég
hef lesið mest síðustu tvö ár og á
allar bækurnar eftir er Jónas
Reynir Gunnarsson. Skáldsögur
hans, Krossfiskar og Millilending,
eru báðar góðar en mér finnst
ljóðabókin Stór olíuskip hans
besta verk.
Næst á dagskrá er svo að lesa
fleiri Murakami bækur því, jú, öll
breytumst við í foreldra okkar.
Bless og takk – ekkert snakk.
DAGUR SKÍRNIR ER AÐ LESA
Fersk, sniðug, hæglesin
Dagur Skírnir
Óðinsson er
hægri bak-
vörður og liðs-
stjóri UMFB.
SÉRÞRIF
og almenn ræsting
– heildarlausnir
Hafðu samband og við gerum
fyrir þig þarfagreiningu og
tilboð í þjónustu án allra
skuldbindinga.
Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
ICQC 2020-2022