Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Þetta er einhver mikilvægasta heim- ildasöfnun safnsins frá upphafi. Efnið snertir alla landsmenn á óvenjulegan og áþreifanlegan hátt,“ segir Ágúst Ólafur Georgsson, sérfræðingur þjóðháttasafns Þjóðminjasafnsins, um spurningakönnun safnins um lífið á dögum kórónuveirunnar, en hún er að fara af stað á netinu. Vonast Ágúst til að könnunin verði orðin aðgengileg í lok vikunnar. Ágúst hvetur til þess að sem flestir taki þátt í könnuninni og greini frá reynslu sinni. „Við teljum að það sé afar mikilvægt að safna upplýsingum beint frá fólki, um reynslu þess og upplifanir, á þessum afar sérstæðu tímum. Ef vel tekst til væntum við þess að fá einstakt efni í hendurnar þar sem faraldurinn er í fullum gangi,“ segir hann. Ágúst segir að þær frásagnir sem berast safninu verði varðveittar fyrir framtíðina í menningarsögulega gagnagrunninum Sarpi og verði öll- um opnar, jafnt fræðimönnum sem öðrum. Nafnleyndar verði gætt eins og alltaf nema heimildarmaður kjósi annað. „Spurningaskránni verður svarað á netinu,“ segir Ágúst, „og gerum við okkur vonir um að sem flestir vilji vera með.“ Samtals eru sextán spurningar í könnuninni. Meðal annars er spurt um helstu áhrif faraldursins á fjöl- skyldu- eða einkalíf þátttakenda, hvaða áhrif faraldurinn hefur á um- gengni við annað fólk, tómstundir, ferðalög, þátttöku í félagsstarfi o.fl. Spurt er hvort þátttakendur eigi eða hafi átt ættingja eða vini á sjúkra- stofnum sem þeir hafi ekki fengið að heimsækja eftir að faraldurinn braust út. Ennfremur um áhrif far- aldursins á andlega líðan. Þá eru þátttakendur beðnir að lýsa and- rúmsloftinu í þjóðfélaginu eftir að faraldurinn fór af stað og forvitnast er um sögusagnir eða flökkusögur sem þeir þekkja og tengjast faraldr- inum. Nánar í lok vikunnar á vef Þjóð- minjasafnsins, thjodminjasafn.is. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Könnun Safnið hefur staðið fyrir þjóðháttakönnun í 60 ár, en könnunin nú er hin mikilvægasta frá upphafi. Könnunin snertir alla þjóðina  „Mikilvægasta heimildasöfnun okkar frá upphafi,“ segir Þjóðminjasafnið Guðni Einarsson Ómar Friðriksson Jóhann Ólafsson Þórunn Kristjánsdóttir Mikill ágreiningur er nú innan innan forystu Alþýðusambands Íslands (ASÍ) um hvort koma eigi til móts við atvinnurekendur vegna hækkandi launakostnaðar í þeim erfiðleikum sem nú ganga yfir, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði af sér í gær sem 1. varaforseti ASÍ og vék úr miðstjórn til að mótmæla því að miðstjórnin hafnaði tillögu um að skerða mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði tímabundið. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði sig úr miðstjórn ASÍ á mánudaginn var af sömu ástæðu. Harpa Sævarsdótt- ir, varaformaður VR, sagði svo af sér sem miðstjórnarmaður í gær. Hún kvaðst vera sammála þeim Vilhjálmi og Ragnari um að grípa yrði til að- gerða. VR er stærsta aðildarfélag ASÍ. „Ég harma úrsagnir úr miðstjórn ASÍ enda er samstaða hreyfinga launafólks ein af grunnforsendum þess að staðinn sé vörður um kjör al- mennings,“ sagði Drífa Snædal, for- seti ASÍ, á Facebook í gær. Samkvæmt heimildum eru margir innan verkalýðshreyfingarinnar sömu skoðunar og þeir Vilhjálmur og Ragnar Þór og vilja að komið verði til móts við atvinnulífið. Launa- hækkun samkvæmt lífskjarasamn- ingi sem tók gildi í gær er sögð vera mjög íþyngjandi nú þegar kreppir mikið að. Sú hugmynd var m.a. rædd að framlag atvinnurekenda í lífeyris- sjóði yrði lækkað tímabundið úr 11,5% í 8% en launahækkunin 1. apr- íl látin halda sér. Miðstjórn ASÍ hafnaði þeirri leið í gær. Höfnun þýðir fleiri uppsagnir Samtök atvinnulífsins (SA) óskuðu eftir því við ASÍ að leitað yrði leiða til að draga tímabundið úr launa- kostnaði fyrirtækja. Óformlegar við- ræður fóru fram og sendi SA form- legt erindi til samninganefndar ASÍ 30. mars. SA fengu það svar í gær að verkalýðshreyfingin léði ekki máls á tímabundinni lækkun launakostnað- ar, að sögn SA. „Niðurstaða ASÍ veldur SA mikl- um vonbrigðum. Launahækkunin 1. apríl stuðlar að fleiri uppsögnum starfsfólks en annars hefði orðið. Tímabundin lækkun mótframlags í lífeyrissjóði hefði mildað verulega höggið sem fyrirtækin verða fyrir vegna launahækkunarinnar ofan á gjörbreytta efnahagsstöðu,“ sagði í yfirlýsingu SA. Afarkostir Gagnrýni SA var svarað í ályktun miðstjórnar ASÍ í gær sem sagði hana bæði ranga og villandi. Aldrei hefði staðið á samninganefnd ASÍ að eiga samtal við atvinnurekendur og stjórnvöld um sameiginlegar lausnir. „Þeim afarkostum sem Samtök at- vinnulífsins stilltu upp gagnvart samninganefnd ASÍ var hins vegar hafnað af miklum meirihluta nefnd- arinnar eftir breitt samráð við bak- land innan verkalýðshreyfingarinn- ar,“ sagði í ályktuninni. Forystumenn í verkalýðshreyf- ingunni á almennum markaði eru sagðir vera tregir til að fresta launa- hækkunum. Sagt er að margir innan hreyfingarinnar óttist að opinberir starfsmenn fáist ekki til að taka þátt í þeim aðgerðum sem nú hafa verið ræddar. Það gæti endað með því að launþegar á almennum markaði bæru einir byrðarnar. Mikill ágreiningur innan ASÍ  Fyrsti varaforseti ASÍ sagði af sér  Formaður og varaformaður VR hættu í miðstjórn  Forseti ASÍ harmar úrsagnir úr miðstjórn  SA óskuðu eftir því að dregið yrði úr launakostnaði fyrirtækja Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur í samráði við sóttvarnalækni og almannavarna- deild ríkislögreglustjóra ákveðið að herða aðgerðir gegn kórónuveiru- smiti í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði en smit greindist í Bolung- arvík í vikunni og grunur er um fleiri. Sett hefur verið samkomubann sem miðast við fimm manns og leik- og grunnskólum í Bolungarvík og á Ísafirði var lokað í gærmorgun. Þessi ákvörðun tekur að svo stöddu ekki til Suðureyrar, Flat- eyrar, Þingeyrar eða Súðavíkur. Sex staðfest kórónuveirusmit hafa komið upp á Vestfjörðum og 151 er í sóttkví. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bolungarvík Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar á Vestfjörðum. Hertar aðgerðir á Vestfjörðum Stangveiðitímabilið hófst í norðangarra og frosti í gær en veiði í nokkrum helstu sjó- birtingsánum, og fáeinum silungsám og -vötnum til, hefst ætíð 1. apríl. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður reyndu veiðimenn að setja í fiska og nokkrir vænir tóku. Urriði sem tók Black Ghost-flugu Jó- hannesar Hinrikssonar í Ytri-Rangá vakti athygli; hnausþykkur og þungur. 81 cm á lengd og vó rúm 15 pund. „Hann negldi fluguna og viðureignin var mögnuð,“ sagði Jóhannes í samtali við Sporðaköst á mbl.is. Á sjóbirtingsslóð í Vestur-Skaftafells- sýslu var kropp og til að mynda veiddust stórir og vel haldnir birtingar í Eldvatni í Meðallandi. Og þá var fjör hjá hjónunum Stefáni Sigurðssyni og Hörpu Hlín Þórð- ardóttur sem veiddu í Leirá í Leirársveit og voru komin með 20 birtinga upp úr miðjum degi, sá stærsti 82 cm. Urriðaboltar í kuldanum  Stangveiðitímabilið hófst í gær  Kuldi gerði veiðimönn- um erfitt fyrir  Margir birtingar tóku flugu í Leirá Ágætisbyrjun Jóhannes Hinriksson með urriðann væna sem hann fékk í Ytri-Rangá, 81 cm og 7,6 kg. Fiskinum var sleppt eftir myndatöku. Heilsaðu upp á Maríu á blarapril.is Hún er einhverf og hefur frá ýmsu að segja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.