Morgunblaðið - 02.04.2020, Qupperneq 12
Skítamórall Hljómsveitin vinsæla
sem starfað hefur með hléum í 30 ár.
Hljómsveitin Skítamórall fagnar um
þessar mundir 30 ára starfsafmæli
með nýju lagi og tónleikum í Eldborg-
arsal Hörpu sem verða annað kvöld í
Hörpu og útvarpað á Rás 2 – og sjón-
varpað á RÚV 2. Þetta er forsmekkur
tónleika sem áttu að vera 9. maí en
hefur nú verið seinkað til 16. júní. Nú
ætlar hljómsveitin hins vegar að
máta sig við Eldborg í Hörpu – rétt
eins og landsmenn fá að kynnast en
talið verður í og tónleikarnir hefjst
klukkan 21.10.
Skítamórall með tónleika
Ómar í Eldborg
Plokktímabilið 2020 er formlega haf-
ið. Minnt er á þetta í fréttatilkynn-
ingu að samkomubann sé upplagður
tími til að taka til hendi. Plokkinu
fylgi frábær útivera og hreyfing um
leið og við finnum tilgang með störf-
um okkar, sjáum árangur, eflum nú-
vitund og gerum umhverfinu og sam-
félaginu okkar gott. Plokkið kostar
ekkert og krefjist einskis nema rusla-
poka.
„Alls staðar um landið eru öfl-
ugustu plokkararnir okkar þó löngu
byrjaðir og hægt er að fylgjast með
afrekum þeirra í þágu umhverfisins
og samfélagsins, segir í tilkynningu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Plokkdagur Hreint og fagurt land er
sameiginlegt verkefni Íslendinga.
Umhverfismál
Plokk er gott
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020
SMÁRALIND OG LAUGAVEGUR 91
Drifter GV
Nú kr. 14.995.-
Kr. 29.990.-
Silver
Nú kr. 9.995.-
Kr. 19.990.-
50%
50%
Janet og Justin
Nú kr. 8.495.-
Kr. 16.990.-
50% 50% 50%
Mía og Már
Nú kr. 7.495.-
Kr. 14.990.-
Mía og Már
Nú kr. 9.495.-
18.990.-Kr.
50%
50%
arri Barnastærðir
ú kr. 2.495.-
4.990.-
Garri Barnastærðir
Nú kr. 1.375.-
Kr. 2.795.-
G
N
Kr.
VORDAGAR
Vefverslun
icewear.is
frí heimsendi
ng50%
AFSLÁTTUR
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Aðstæður í þjóðfélaginu erudæmalausar, en úr þeimhefur samt spilast ótrú-lega vel og þá ekki síst í
skólastarfi,“ segir Andrea Anna
Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá
Menntamálastofnun. „Við fundum
hins vegar þörfina á auknu aðgengi
að námsefni á rafrænu formi og er-
um nú að svara því kalli. Kenn-
arastéttin og skólasamfélagið eiga
hrós skilið fyrir hve fljótt þau
brugðust við ástandinu. Þá er gam-
an að finna og upplifa áhuga og
vilja foreldra á því að skólastarfið
gengi upp og börnin fái sína
fræðslu þó að með breyttum brag
sé. Við trúum því að Fræðslugáttin
geti verið verkfærakista fyrir
kennara, foreldra og börnin en svo
er þar líka að finna allskonar fróð-
leik sem allir geta nýtt sér.“
Ferðalög og Silfur Egils
Viðbragð Menntamálastofn-
unar við kórónuveirunni og marg-
víslegum afleiðingum hennar var
að opna á netinu svonefnda
Fræðslugátt, brunn námsefnis sem
sækja má í núna þegar skólastarf í
landinu er miklum takmörkunum
háð. Öðru fremur er vefurinn fyrir
kennara en foreldrar og nemendur
eiga líka að geta fundið þar efni
sem hentað getur fyrir heimanám
og verkefni daglegs lífs á meðan
samkomubann varir.
Á vefnum er að finna rafrænt
námsefni Menntamálastofnunar.
Opnað hefur verið fyrir fræðslu-
myndir og má þar meðal annars
nefna Ferðalok sem er heimilda-
þáttaröð um Íslendingasögurnar
og sannleiksgildi þeirra frá sjón-
arhóli fornleifafræði og bók-
mennta. Farið er yfir valda atburði
úr Íslendingasögunum og þeir
tengdir við fornminjar og sam-
félag. Í einum þættinum segir með-
al annars frá silfri Egils Skalla-
grímssonar, sem svo margir hafa
leitað að eins og sögur er um frá
fyrri öldum. Að auki er Egilssögu
að finna á rafbókarformi á fræðslu-
gáttinni. Þá hefur mikið kapp verið
lagt í að setja inn rafbækur og
fræðsluefni sem áður var á læstu
svæði. Einnig er aðgengilegt ým-
islegt hljóðefni sem áður var ein-
göngu á læstu svæði fyrir kennara.
Þá hafa erlend forlög heimilað birt-
ingu á ýmsu efni sem áður var ekki
aðgengilegt.
Skila þekkingu og reynslu
„Já, ég trúi því að skólastarf í
landinu muni breytast talsvert því
ýmsar ráðstafanir sem gripið hefur
verið til undanfarið vegna kórónu-
faraldursins skilar okkur bæði
þekkingu og reynslu,“ segir Andr-
ea Anna. „Ég get séð fyrir mér að
kennarar nýti sér námsefni á fjöl-
breyttari máta – og að samþætting
námsgreina aukist svo sem í sam-
félagsfögum og tungumálum og svo
kannski í náttúrufræði, stærðfræði
og íslensku. Hér hjá Menntamála-
stofnun er námsefni unnið í sam-
ræmi við aðalnámskrá og leitað
hugmynda víða frá svo sem hjá
kennurum um hvernig efnið skuli
vera. Í náinni framtíð finnst mér
hins vegar sennilegt að kennarar
muni fara mun frjálsari leiðir en
tíðkast hefur hingað til við að miðla
efni til nemenda og tileinki sér fjöl-
breyttari aðferðir við kennsluna.“
Skóli er samfélag
Samskipti í skólastarfi yfir
netið hafa alltaf verið að aukast og
þau munu aukast að fenginni
reynslu nú, segir Andrea Anna, þó
svo að aldrei komi neitt í staðinn
fyrir að nemendur mæti á morgn-
ana, hitti kennarann sinn og önnur
börn og eigi jákvæð og lifandi sam-
skipti, því eins og segir í Háva-
málum er maður manns gaman.
„Skóli er öðru fremur sam-
félag – ekki hús. Starfið í skólunum
hefur líka breyst í samræmi við að
fjölskyldugerðir eru aðrar og fjöl-
breyttari nú en var fyrr á árum.
Bakgrunnur fólks er fjölbreyttari,
skólar eru án aðgreiningar og nem-
endur eru mjög mismunandi á vegi
staddir. Mestu skiptir samt að við
missum aldrei trúna á getu þeirra
til að læra, heldur sköpum hverjum
og einum skilyrði við hæfi og að-
stæður til að afla sér þekkingar.
Slíkt er enda leiðarljós okkar með
Fræðslugáttinni.“
Fræðslugátt
opnuð á tíma
veirunnar
Námsefni fyrir alla í boði Menntamálastofnunar.
Netlausnir nútímans. Verkfærakista fyrir kennara,
foreldra og börnin. Skólastarf mun breytast.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mennt Trúum að Fræðslugáttin geti verið verkfærakista fyrir kennara, for-
eldra og börnin, segir Andrea Anna Guðjónsdóttir hjá Menntamálastofnun
Morgunblaðið/Eggert
Börn Skólastarf er með breyttum brag. Framhaldið ætti að skýrast fljót-
lega, en flestir hlakka væntanlega til að mæta aftur í skólann og hitta vini.
Nú á tímum kórónuveiru og
samkomubanns stunda margir úti-
veru og í Reykjavík eru margar
gönguleiðir, sem eru fjölfarnar þessa
dagana. Í Elliðaárdal hefur verið ið-
andi líf að undanförnu og þar hefur
mátt sjá fjarvinnufólk, skokkara,
hundafólk með voffa sína, foreldra
með börn sem hafa tekið sér hlé frá
heimaskóla og svo mætti áfram telja.
Þá eru margir í Fossvogsdal, Heið-
mörk og sumir ganga á Úlfarsfell og
Esjuna. Önnur áhugaverð svæði eru
til dæmis Nauthólsvík, Klambratún,
Geldinganes, Rauðavatnssvæðið og
nágrenni Reynisvatns í Grafarholti.
Þá skokka margir á stígunum sem við
ströndina.
Landlæknir hefur skilgreint leiðir
að vellíðan sem byggjast á niður-
stöðum rannsókna á því hvað skiptir
mestu máli fyrir vellíðan okkar.
Hreyfing er ein af þessum fimm leið-
um en útivistarsvæði eru kjörin að
nýta til líkamsræktar. Gott göngu-
stígakerfi eykur lífsgæði, hvetur til
útivistar og stuðlar að bættri lýð-
heilsu, segir í frétt frá borginni.
Útivist er margra meina bót í innveru kórónutímans
Fjarvinnufólk, skokkarar og for-
eldrar með börnin sín á ferðinni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hlaup Hreyfing er mikilvæg, bæði fyrir líkamann en ekki síður sálina.