Morgunblaðið - 02.04.2020, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell gæða lofthreinsitæki
Hreint loft - betri heilsa
Loftmengun er hættuleg heilsu og
lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki
eru góð við myglu-gróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt
að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum.
Verð kr.
18.890
Verð kr.
49.920
Verð kr.
35.850Verð kr.15.960
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
V
ið erum miklar vinkon-
ur við Svana, enda höf-
um við fylgst að í tutt-
ugu ár,“ segir
Bergþóra Þorkels-
dóttir sem steig nýlega á bak 24
vetra hryssunni sinni, Svanhildi frá
Stuðlum, eftir fimm ára hlé, en
hryssan hefur verið í folaldseign.
„Nú er hún ekki fylfull svo ég
ætla að ríða henni eitthvað í sum-
ar. Þetta var stór stund að koma
aftur á bak og hryssunni fannst
þetta voða gaman. Þessi aldni
höfðingi er einn af hestum fortíðar,
stórskörungur sem lýtur mann-
inum ekki nema hæfilega. Slík
hross eru lítið fyrir fimm kílómetra
reiðtúra í kringum hesthús, þau
fara ekki að slakna fyrr en eftir tíu
til fimmtán kílómetra. Þetta er allt
í rykkjum og kippum í of stuttum
túrum,“ segir Begga og hlær.
Svana var tekin inn í hesthús í
byrjun nóvember og verður í dekri
fram á vor.
„Hún er í sæmilegu standi, er
fín og flott með sitt sjötta folald
sem fer undan í vor. Hún fékk
forðum hitasóttina og hefur verið
viðkvæm eftir það og fóðrast illa á
útigangi, ég hef því alltaf tekið
hana snemma inn á haustin. Hún
hefur rúmt um sig, fær gott kjarn-
fóður að eigin vali og reglubundið
bað. Hún er orðin prinsessa sem
fær sér meðferð og þá sjáum við
nýja hlið á þessari skapstóru meri,
hún kann því vel að vera inni og
láta dúlla við sig. Hún er alltaf í
miklum samskiptum við manninn,
hún tjáir sig mikið og fyrir vikið er
maður hrifnari af henni. Í gamla
daga þegar hún var orðin virkilega
reið af því hún fékk ekki að þjóta
áfram, þá sneri hún hausnum og
beit í ístaðið hjá knapanum. Maður
er alveg klár á hvað henni finnst
um hlutina, en hún fer samt aldrei
gegn manninum.“
Fékk hryssuna óvænt að gjöf
Svana var fimm vetra þegar
Begga eignaðist hana fyrir 20 ár-
um.
„Ég er alin upp í gamaldags
reiðmennsku þar sem var riðið
mikið og farið víða. Þegar ég fór til
náms í Danmörku þá losaði ég mig
við hestana og þegar við fluttum
heim vorum við með lítil börn og
enginn tími fyrir hestamennsku.
Þegar yngri stelpan var orðin
stálpuð þá tók ég einn hest á hús
sem ég hafði átt, öldung sem átti
að fá einn höfðingjavetur. Mað-
urinn minn, Auðunn Hermannsson,
varð svo hrifinn af þessum öldungi
að við fórum að velta fyrir okkur
að kaupa reiðhross og fara út í
hestamennsku. Þessi meri var þá
til sölu og ég var ægilega hrifin af
henni. Auðunn keypti hana af Páli
Stefánssyni dýralækni og gaf mér
hana óvænt. Hún er því fyrsta
hross okkar hjóna í okkar sameig-
inlegu hestamennsku,“ segir Begga
og bætir við að hryssan hafi fengið
nafnið Svanhildur hjá Páli, eftir
tengdamóður hans, því hryssan
fæddist á afmælisdegi hennar.
„Við höfum alltaf kallað hana
Svönu.“
Spýttist áfram á tölti og skeiði
Begga segir að Svana komi úr
nokkuð háskalegri ræktun, hún er
undan Gáska og móðurfaðir er
Ófeigur frá Hvanneyri.
„Að henni standa því þó nokkrar
sprengjuættir, enda var merin
óstjórnlega viljug og mikið
afkastahross. Hún var ekki alltaf
mjög sveigjanleg og með óþægi-
lega stífan vilja, en ég var aldrei
hrædd á henni, hún var alltaf
örugg með manninn og aldrei nein
ótugt í henni.
Þegar ég fékk hana í hendurnar
hafði ég ekki vit á að halda áfram
með tamninguna á henni, heldur
spýttist ég áfram um Flóann á tölti
og skeiði, og fannst það frábært.
Það var ekki mikil yfirvegun í
þessari reið, hún var ung og fjörug
og ég var til í vitleysu. Hún hefur
alltaf verið þessi mikli afkastahest-
ur, ganggóð og vígaleg en ekkert
endilega góð á hægu. Ég get feng-
ið að ráða hvort ég sé stopp eða á
ferð og í hvaða átt við förum, en
ekki endilega hraðanum,“ segir
Begga og hlær og bætir við að
Svana sé hæfileikarík svo það end-
aði með að þau fóru í að láta hana
eiga folöld.
„Hún hefur skilað okkur sex fol-
öldum og við eigum fjórar merar á
lífi undan henni.“
Ruddist yfir viðbjóðs ótæti
Begga segir Svönu hafa verið
hennar ferðahest og í því hlutverki
hafi hún verið algerlega óbilandi.
„Eitt sinn reið ég henni og ann-
arri meri 70 kílómetra dagleið,
þetta var á leið heim í lok hesta-
ferðar og allt orðið uppgefið, nema
Svana, á henni var engan bilbug að
finna, hún átti nóg eftir. Annað eft-
irminnilegt atvik er þar sem Auð-
unn var á baki henni í rekstri og
við vorum að ríða upp Kringlumýri
og misstum stóðið þar sem var svo
grýtt að það náði enginn að eiga
við það. Auðunn hleypti þá Svönu
og ég horfði á eftir þeim þar sem
hún ruddist yfir þetta viðbjóðs
ótæti og náði að fara fram fyrir
stóðið. Það var alltaf ofboðslegur
hugur í henni og hún var svo fót-
viss og mikil týpa. Önnur af mörg-
um góðum minningum sem ég á
frá stundum okkur Svönu saman
er þegar við eitt sinn riðum á Hof-
mannaflöt rétt við Þingvelli, þá
vorum við nokkur í forreiðinni vel
ríðandi og þeir ruku til skiptis hjá
okkur reiðskjótarnir. Þá var ég á
Svönu á syngjandi ferð á undan
stóðinu. Alveg dýrlegar stundir.“
Í líkamsrækt til að ráða við
Ein af merunum undan Svönu er
tamin og er faðirinn hinn eftirsótti
Stáli.
„Hún er hæfileikaríkari en
mamma hennar og ofboðslega fim,
en það er sama sístemið, maður
fær fyrst virkilega góða upplifun á
henni í reið eftir tíu kílómetra,“
segir Bergþóra og hlær og bætir
við að báðar þessar merar hafi haft
mikil áhrif á sig.
„Þegar ég eignaðist Svönu og
fann hversu mikill fjörhestur hún
var áttaði ég mig á að maður getur
ekki riðið slíkum hesti nema maður
sé með gott líkamlegt jafnvægi og
góðan styrk í skrokknum. Ég
ákvað að fara í líkamsrækt til að
vera í nógu góðu formi til að geta
riðið henni. Þegar ég svo fór að
ríða dóttur hennar, þá var ég orðin
eldri og kjarkminni og lét því
temja hana mjög vel og fór varlega
af stað. Þá fór ég aftur í líkams-
rækt með það að markmiði að hafa
líkamlega færni til að ráða við
hana. Mín líkamsrækt er því af-
skaplega praktísk nálgun og þess-
ar mæðgur hafa haldið mér
hraustri.“
Hestar halda uppi geðheilsu
Þegar Begga er spurð að því
hvort hún ætli að leyfa Svönu að
lifa í nokkur ár í viðbót, svarar
hún því játandi.
„Ég ætla að eiga hana eitthvað
áfram, mér finnst gaman að hafa
hana í húsinu, hún er svo skemmti-
leg, heilsar manni og ætlast til
ákveðinnar þjónustu af manni og
nýtur þess að láta dekra við sig.
Við erum komin með lítið barna-
barn sem er mjög hrifið af hestum
og ég treysti Svönu best fyrir
barninu, set það stundum inn í
stíuna til hennar. Hryssan virðist
skynja að það þurfi að fara varlega
í kringum lítið barn, hún býr yfir
þessari næmni,“ segir Begga og
bætir við að þó Svana hafi stund-
um tekið á í gegnum tíðina, þá hafi
hún átt sína bestu og erfiðustu
spretti á henni.
„Nú á þessum kórónutímum
þegar ekkert má fara eða gera, þá
er frábært að hafa hesta á húsi til
að geta gleymt sér með. Það held-
ur geðheilsunni alveg uppi hjá
manni. Hestarnir grípa mann.“
Stórskörungur með óstjórnlegan vilja
Ekki er algengt að hross nái 24 ára aldri og séu í það
góðu formi að hægt sé að ríða út á þeim. Svana er úr
háskalegri ræktun og fagnar háum aldri með því að
leyfa eiganda sínum að setjast á bak og taka sprettinn.
„Á henni hef ég átt mína bestu og erfiðustu spretti.“
Aldinn höfðingi Svana til í slaginn, á leið í reiðtúr með eiganda sínum Bergþóru fyrir nokkrum dögum.
Gróandinn Bergþóra heimsækir Svönu og folald hennar, Rausn, í haganum.