Morgunblaðið - 02.04.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 02.04.2020, Síða 22
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta ár kemst í sögubækurnar,“ skrifaði Sverrir Arnar Friðþjófsson, læknakandidat hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Borg- arnesi með myndum sem hann setti á Insta- gram. Þær sýna samstarfsfólk hans í varn- arbúningum og við sýnatökur vegna kórónuveirunnar. Sverrir segir að hann hafi hlakkað til kandidatsársins og reiknað með að það yrði töluverð áskorun. Það sem af er hefur árið farið langt fram úr því sem Sverrir bjóst við og þar vegur kórónuveirufaraldurinn þyngst. Sýni tekin úti á bílastæði Sverrir sagði að fólk hefði samband við heilsugæsluna fyndi það til einhverra ein- kenna. Læknar og hjúkrunarfræðingar tala við fólkið og ákveða framhaldið. Þeir sem ástæða þykir til að skoða nánar eru boðaðir til sýnatöku. „Þá myndast hér röð af bílum. Við vitum hverjum við eigum von á og erum búin að und- irbúa okkur og prenta út límmiða með upplýs- ingum um hvern og einn,“ sagði Sverrir. Tekið er stroksýni hjá þeim sem hafa væg einkenni þar sem þeir sitja í bíl sínum utan við heilsu- gæsluna. Ef fólk er farið að sýna meiri ein- kenni og á t.d. í öndunarerfiðleikum er bæði tekið stroksýni og gerð skoðun. Hún fer fram í sérstöku einangruðu rými sem var útbúið í heilsugæslustöðinni. Þar er allt er vandlega sprittað og hreinsað á milli skoðana. Landsmenn eru orðnir vanir því að sjá myndir af heilbrigðisstarfsfólki í sóttvarn- arbúningum eða hlífðarfatnaði. Sverrir sagði að það væri ekki sama hvernig menn umgengj- ust þennan fatnað. Mikilvægt að fara rétt að „Það er mjög mikilvægt að fara rétt að. Ekki síst þegar farið er úr búningnum. Það þarf að gera það skref fyrir skref svo maður smiti ekki sjálfan sig hafi maður komið nálægt ein- staklingi sem er sýktur af COVID-19. Þá er orðin smithætta af ytra byrði búningsins,“ sagði Sverrir. Hann sagði að það gæti orðið töluvert heitt inni í gallanum og þá væri kostur að það hefði verið fremur svalt úti undanfarið þegar sýnin hafa verið tekin. Búningnum til- heyra hlífðargrímur sem Sverri þykja ekki sérlega þægilegar. Innan við þær eru gleraugu og á getur komið móða. Svo eru grímur fyrir öndunarfærunum sem geta sigið aðeins. Þá má ekki láta undan freistingunni að lagfæra grím- una með hanskaklæddum höndunum. Það er alveg bannað. Venjulega eru þrír starfsmenn við sýnatök- una hverju sinni. Læknir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðarmaður sem oft er hjúkrunarfræð- ingur, sjúkraliði eða sjúkraflutningamaður. Sýnin eru svo send til greiningar hjá Landspít- alanum í Reykjavík. Haft er samband við alla sem gefa sýni og þeir látnir vita um niður- stöður greiningarinnar. Ef greinist smit fer í gang ferli og haft er samband við rakningar- teymi sem rekur smitið. Mjög lærdómsríkur tími „Ég hef lært mjög mikið af þessu,“ sagði Sverrir. Það hefur verið mjög lærdómsríkt að vinna með samstarfsfólki sem er allt fagmenn í fremstu röð, bæði læknar, hjúkrunarfræð- ingar, sjúkraflutningamenn og aðrar heil- brigðisstéttir. „Það er margt að koma í ljós núna,“ sagði Sverrir. Eitt af því er hvernig kórónuveiru- faraldurinn hefur haft áhrif á marga aðra en þá sem hafa smitast. Til dæmis hafa sumir ver- ið skyndilega gripnir miklum kvíða, fólk sem hefur ekki glímt við kvíða áður. Þá gott að geta rætt við það og róað. Sverrir sagði að það hefði verið mjög lær- dómsríkt fyrir sig, borgarbúann, að fá vinna í Borgarnesi og kynnast muninum á borginni og landsbyggðinni. „Ég hef mikið verið að velta fyrir mér sér- námi í heimilislækningum og reynslan af því að starfa hér hefur frekar styrkt mig í þeim hugleiðingum en hitt,“ sagði Sverrir. „Þetta ár kemst í sögubækurnar“  Ungur læknakandidat gefur innsýn í starfið á heilsugæslustöð úti á landi í kórónuveirufaraldri  Faraldurinn hefur áhrif á fleiri en smitaða Biðin Þeir sem koma í sýnatöku aka inn á bílastæði á bak við heilsugæslustöðina. Tilbúin Hjúkrunarfræðingur á leiðinni út með tilbúið sýnatökuglas og pinna í hendi. Sýnataka Flestir sitja í bílnum á meðan sýni eru tekin. Sumir eru kallaðir inn til skoðunar. Sóttvörn Sérstakt einangrað rými er fyrir skoðun á þeim sem sýna meiri einkenni. Ljósmyndir/Sverrir Arnar Skýrslugerð Hverju sýni fylgir skýrsla um ástand sýnisgjafans og önnur atriði. Búningur Hetta, gleraugu, gríma, galli, svunta og vettlingar til varnar smiti. Ljósmynd/Tanja Sól Valdimarsdóttir Læknakandidat Sverrir Arnar Friðjófsson kveðst hafa lært mikið á því að starfa í Borgarnesi. VIÐ TENGJUMÞIG KORTA býður uppá örugga greiðsluþjónustu og hagkvæm uppgjör. Posar, greiðslusíður, áskriftagreiðslur eða boðgreiðslur. Greiðslumiðlun er okkar fag. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.