Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 áhersla á birtu og hljóðvist og mis- munandi verkefni starfsmanna. Bergþóra Þorkelsdóttir sagði af þessu tilefni að þetta væri stór dag- ur fyrir Vegagerðina enda hefði verið stefnt að því lengi að komast í nýtt húsnæði. Helgi S. Gunnarsson sagði að allt að 100 manns yrðu í vinnu við þetta verkefni þegar mest yrði. Undirbúningur hafi staðið yfir og framkvæmdir hefjist strax. Ætl- unin sé að vinna verkið hratt og ljúka því á 12 mánuðum. Veirufar- aldurinn kann mögulega að valda einhverri röskun á verkinu. Sem fyrr segir hefur Vegagerðin verið með starfsemi í Borgartúninu í tæp 80 ár. Húsið Borgartún 5 og verkstæðisbyggingarnar risu 1942 og var þá grófstarfsemin flutt af Klapparstíg 2 (lóðin á móti timbur- verkstæðinu Völundi). Árið 1964 fluttu skrifstofurnar af Laugavegi 114 í Borgartún. Borgartún 7 er skráð 7.480 fer- metrar og Borgartún 5 er 2.707 fer- metrar. Húsin eru í eigu ríkissjóðs Íslands. Sólrún Jóna Böðvarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ríkiseigna, upplýsir að í 6. grein fjárlaga undanfarin ár hefur verið til staðar heimild til að selja Borgartún 5-7. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með hin formlegu eignarráð fyrir hönd rík- issjóðs og tekur ákvarðanir um kaup og sölu á eignum ríkisins á grundvelli fjárlagaheimildarinnar. „Gert er ráð fyrir að tekin verði heildstæð ákvörðun um eignirnar og reitinn nú þegar fyrir liggur að Vegagerðin muni flytja úr húsnæð- inu á næsta ári. Til greina kemur að selja eignirnar á almennum markaði ef markaaðstæður eru réttar. Þá kemur það einnig til skoðunar að byggja upp heildstætt og nútíma- legt stofnanaumhverfi á reitnum með samræmdu tækniumhverfi,“ segir Sólrún Jóna. Vegagerðin flytur í Garðabæinn  Leigir endurbætt húsnæði á Suðurhrauni 3  Höfuðstöðvar hafa verið í Borgartúní í nær 80 ár Mynd/Reginn Eftir uppbyggingu Svona mun húsið líta út eftir niðurrif og endurbætur. Mestmegnis verður um nýsmíði að ræða. Morgunblaðið/sisi Suðurhraun 3 Svona lítur húsið út í dag. Það verður byggt upp frá grunni. Morgunblaðið/Ófeigur Borgartúnið Þarna hefur Vegagerðin verið með starfsemi sína í tæp 80 ár. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin er ríkisfyrirtæki sem allir landsmenn þekkja. Stofnunin hefur allt frá upphafi haft höfuð- stöðvar í Reykjavík og jafnan tengd Borgartúni 5-7 enda verið þar með starfsemi í tæp 80 ár, eða allt frá árinu 1942. En nú verða sögulegar breytingar því Vega- gerðin mun á næstu misserum flytja í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Það hafði staðið til í langan tíma að finna nýtt húsnæði fyrir Vega- gerðina en í kjölfar bankahrunsins 2008 voru slík áform lögð til hliðar. Það var svo árið 2018 að Fram- kvæmdasýsla ríkisins auglýsti eftir húsnæði fyrir Vegagerðina. Meðal þeirra sem skiluðu tilboði var fast- eignafélagið Reginn sem bauð Suð- urhraun 3. Varð niðurstaðan eftir talsverða skoðun að semja við fyrirtækið. Það var svo hinn 13. mars síðast- liðinn að Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf., skrifuðu undir samkomulag um byggingu nýrra höfuðstöðva Vega- gerðarinnar við Suðurhraun í Garðabæ. Reginn mun byggja hús- næðið og eiga en Vegagerðin leigja til langs tíma. Eldra húsnæði í Suð- urhrauni verður nýtt að einhverju leyti en mestmegnis er um nýsmíði að ræða. Alls er um að ræða 6.000 fermetra skrifstofu- og geymslu- húsnæði. Þá er 9.000 fermetra úti- svæði á lóðinni. Með nýjum höfuðstöðvum verður starfsemi Vegagerðarinnar á höf- uðborgarsvæðinu sameinuð á einn stað en hún er nú á þremur stöð- um; í Borgartúni, Vesturvör í Kópavogi og í Hringhellu í Hafn- arfirði. Húsnæðið í Borgartúni er gamalt og hentar illa fyrir starfsemi Vega- gerðarinnar, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu fyrirtækisins. Nýja húsnæðið taki fullt mið af þörfum Vegagerðarinnar. Þar muni allir vinna í opnu rými, lögð verði Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKLALAUSNIR.IS Fagmennska og þjónusta ASSA ABLOY á heima hjá okkur - Lyklasmíði og vörur Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Kjörnefnd í Laugalands- prestakalli í Eyjafirði hefur kosið séra Jó- hönnu Gísladótt- ur til að vera sóknarprestur og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurð- ardóttir, staðfest ráðningu hennar. Sr. Jóhanna hefur verið settur sóknarprestur í Laugalands- prestakalli í Eyjafjarðar- og Þing- eyjarprófastsdæmi frá 1. apríl 2019. Í Laugalandsprestakalli eru sex sóknir, hver með sína sóknarkirkju, þ.e. Grundarsókn, Hólasókn í Eyja- firði, Kaupangssókn, Munkaþver- ársókn, Möðruvallasókn og Saur- bæjarsókn. Í prestakallinu eru rúmlega 1.000 íbúar. Séra Jóhanna fæddist í Reykjavík árið 1983 og ólst þar upp. Hún hef- ur lokið námi í guðfræði og sál- gæslu og hefur starfað fyrir þjóð- kirkjuna í rúman áratug. Jóhanna hóf störf sem æskulýðs- fulltrúi Langholtskirkju árið 2012 og var vígð þangað sem prestur ár- ið 2015. Hún er gift Guðmundi Bragasyni, vél- og orkutæknifræð- ingi. Saman eiga þau þrjú börn. sisi@mbl.is Valin í embætti prests á Laugalandi í Eyjafirði Jóhanna Gísladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.