Morgunblaðið - 02.04.2020, Page 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020
áhersla á birtu og hljóðvist og mis-
munandi verkefni starfsmanna.
Bergþóra Þorkelsdóttir sagði af
þessu tilefni að þetta væri stór dag-
ur fyrir Vegagerðina enda hefði
verið stefnt að því lengi að komast í
nýtt húsnæði. Helgi S. Gunnarsson
sagði að allt að 100 manns yrðu í
vinnu við þetta verkefni þegar mest
yrði. Undirbúningur hafi staðið yfir
og framkvæmdir hefjist strax. Ætl-
unin sé að vinna verkið hratt og
ljúka því á 12 mánuðum. Veirufar-
aldurinn kann mögulega að valda
einhverri röskun á verkinu.
Sem fyrr segir hefur Vegagerðin
verið með starfsemi í Borgartúninu
í tæp 80 ár. Húsið Borgartún 5 og
verkstæðisbyggingarnar risu 1942
og var þá grófstarfsemin flutt af
Klapparstíg 2 (lóðin á móti timbur-
verkstæðinu Völundi). Árið 1964
fluttu skrifstofurnar af Laugavegi
114 í Borgartún.
Borgartún 7 er skráð 7.480 fer-
metrar og Borgartún 5 er 2.707 fer-
metrar. Húsin eru í eigu ríkissjóðs
Íslands.
Sólrún Jóna Böðvarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Ríkiseigna, upplýsir
að í 6. grein fjárlaga undanfarin ár
hefur verið til staðar heimild til að
selja Borgartún 5-7. Fjármála- og
efnahagsráðuneytið fer með hin
formlegu eignarráð fyrir hönd rík-
issjóðs og tekur ákvarðanir um
kaup og sölu á eignum ríkisins á
grundvelli fjárlagaheimildarinnar.
„Gert er ráð fyrir að tekin verði
heildstæð ákvörðun um eignirnar og
reitinn nú þegar fyrir liggur að
Vegagerðin muni flytja úr húsnæð-
inu á næsta ári. Til greina kemur að
selja eignirnar á almennum markaði
ef markaaðstæður eru réttar. Þá
kemur það einnig til skoðunar að
byggja upp heildstætt og nútíma-
legt stofnanaumhverfi á reitnum
með samræmdu tækniumhverfi,“
segir Sólrún Jóna.
Vegagerðin flytur í Garðabæinn
Leigir endurbætt húsnæði á Suðurhrauni 3 Höfuðstöðvar hafa verið í Borgartúní í nær 80 ár
Mynd/Reginn
Eftir uppbyggingu Svona mun húsið líta út eftir niðurrif og endurbætur. Mestmegnis verður um nýsmíði að ræða.
Morgunblaðið/sisi
Suðurhraun 3 Svona lítur húsið út í dag. Það verður byggt upp frá grunni.
Morgunblaðið/Ófeigur
Borgartúnið Þarna hefur Vegagerðin verið með starfsemi sína í tæp 80 ár.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Vegagerðin er ríkisfyrirtæki sem
allir landsmenn þekkja. Stofnunin
hefur allt frá upphafi haft höfuð-
stöðvar í Reykjavík og jafnan
tengd Borgartúni 5-7 enda verið
þar með starfsemi í tæp 80 ár, eða
allt frá árinu 1942. En nú verða
sögulegar breytingar því Vega-
gerðin mun á næstu misserum
flytja í Suðurhraun 3 í Garðabæ.
Það hafði staðið til í langan tíma
að finna nýtt húsnæði fyrir Vega-
gerðina en í kjölfar bankahrunsins
2008 voru slík áform lögð til hliðar.
Það var svo árið 2018 að Fram-
kvæmdasýsla ríkisins auglýsti eftir
húsnæði fyrir Vegagerðina. Meðal
þeirra sem skiluðu tilboði var fast-
eignafélagið Reginn sem bauð Suð-
urhraun 3. Varð niðurstaðan eftir
talsverða skoðun að semja við
fyrirtækið.
Það var svo hinn 13. mars síðast-
liðinn að Bergþóra Þorkelsdóttir,
forstjóri Vegagerðarinnar, og Helgi
S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf.,
skrifuðu undir samkomulag um
byggingu nýrra höfuðstöðva Vega-
gerðarinnar við Suðurhraun í
Garðabæ. Reginn mun byggja hús-
næðið og eiga en Vegagerðin leigja
til langs tíma. Eldra húsnæði í Suð-
urhrauni verður nýtt að einhverju
leyti en mestmegnis er um nýsmíði
að ræða. Alls er um að ræða 6.000
fermetra skrifstofu- og geymslu-
húsnæði. Þá er 9.000 fermetra úti-
svæði á lóðinni.
Með nýjum höfuðstöðvum verður
starfsemi Vegagerðarinnar á höf-
uðborgarsvæðinu sameinuð á einn
stað en hún er nú á þremur stöð-
um; í Borgartúni, Vesturvör í
Kópavogi og í Hringhellu í Hafn-
arfirði.
Húsnæðið í Borgartúni er gamalt
og hentar illa fyrir starfsemi Vega-
gerðarinnar, að því er fram kemur í
frétt á heimasíðu fyrirtækisins.
Nýja húsnæðið taki fullt mið af
þörfum Vegagerðarinnar. Þar muni
allir vinna í opnu rými, lögð verði
Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKLALAUSNIR.IS
Fagmennska og þjónusta
ASSA ABLOY á heima hjá okkur - Lyklasmíði og vörur
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Kjörnefnd í
Laugalands-
prestakalli í
Eyjafirði hefur
kosið séra Jó-
hönnu Gísladótt-
ur til að vera
sóknarprestur
og hefur biskup
Íslands, sr.
Agnes M. Sigurð-
ardóttir, staðfest
ráðningu hennar.
Sr. Jóhanna hefur verið settur
sóknarprestur í Laugalands-
prestakalli í Eyjafjarðar- og Þing-
eyjarprófastsdæmi frá 1. apríl
2019.
Í Laugalandsprestakalli eru sex
sóknir, hver með sína sóknarkirkju,
þ.e. Grundarsókn, Hólasókn í Eyja-
firði, Kaupangssókn, Munkaþver-
ársókn, Möðruvallasókn og Saur-
bæjarsókn. Í prestakallinu eru
rúmlega 1.000 íbúar.
Séra Jóhanna fæddist í Reykjavík
árið 1983 og ólst þar upp. Hún hef-
ur lokið námi í guðfræði og sál-
gæslu og hefur starfað fyrir þjóð-
kirkjuna í rúman áratug.
Jóhanna hóf störf sem æskulýðs-
fulltrúi Langholtskirkju árið 2012
og var vígð þangað sem prestur ár-
ið 2015. Hún er gift Guðmundi
Bragasyni, vél- og orkutæknifræð-
ingi. Saman eiga þau þrjú börn.
sisi@mbl.is
Valin í embætti
prests á Laugalandi
í Eyjafirði
Jóhanna
Gísladóttir