Morgunblaðið - 02.04.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.04.2020, Qupperneq 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 OPNUNARTÍMAR UM PÁSKANA Páskaopnun allra Vínbúða á vinbudin.is Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU, AKUREYRI, SELFOSSI OG REYKJANESBÆ VÍNBÚÐIRNAR SKÍRDAGUR 9. APRÍL LOKAÐ FÖSTUDAGURINN LANGI 10. APRÍL LOKAÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 11-18 PÁSKADAGUR 12. APRÍL LOKAÐ ANNAR Í PÁSKUM 13. APRÍL LOKAÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 11-19 DALVEGUR, SKEIFAN OG SKÚTUVOGUR 10-20 ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 11-18 DALVEGUR, SKEIFAN OG SKÚTUVOGUR 10-20 MÁNUDAGUR 6. APRÍL 11-18 DALVEGUR, SKEIFAN OG SKÚTUVOGUR 10-20 Við hvetjum viðskiptavini til að sýna aðgát og draga úr smithættu eins og kostur er. · Verslum utan annatíma · Munum 2ja metra regluna · Nýtum snertilausar greiðslur SÝNUM SKYNSEMI OG FYRIRHYGGJU Í dag, fimmtudaginn 2. apríl, hefst innritun í leikskóla í Reykjavík vegna plássa sem losna í haust þegar elstu leikskólabörnin byrja í grunn- skóla. Foreldrar fá boð um vistun í gegnum innritunarkerfið Völu. Við innritun í leikskólana verður byrjað á börnum sem fædd eru í febrúar 2019 eða fyrr, þ.e. börn sem verða orðin 18 mánaða 1. september nk. ásamt yngri börnum sem njóta forgangs. Í frétt á vef borgarinnar kemur fram að börn verða innrituð í kenni- töluröð og tekið verði tillit til óska foreldra um leikskóla. Barnafjöldi sé mismikill í hverfum borgarinnar og því þurfi stundum að bjóða for- eldrum dvöl fyrir barn í öðrum leik- skóla en þeir hefðu helst kosið. Áætlað er að börn, sem boðin verður leikskóladvöl í þessari innritun, geti hafið leikskólagöngu sína eftir að grunnskólar hefja störf að hausti og ráðið hefur verið í lausar stöður leik- skólanna. sisi@mbl.is Innritun hefst í dag í leikskólana Morgunblaðið/Eggert Tilboð á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur tóku nær undantekningarlaust mið af því há- marksverði sem ráðherra hafði sett. Mikil ójafnvægi var á mark- aðnum, bændur vildu kaupa tæpar 10 milljónir lítra en til sölu komu aðeins 586 þúsund lítrar sem seld- ust allir á 185 krónur lítrinn sem er hámarksverðið. Tilboðsmarkaður atvinnuvega- ráðuneytisins var sá fyrsti eftir að ákveðið var að halda kvótakerfinu áfram. Á undanförnum árum hefur innlausnarvirði kvóta sem skipt hefur um hendur verið ákveðið fyr- irfram og var trappað smám saman niður. Það var komið niður í um 100 krónur á síðasta ári og hækkar því verulega nú. „Þetta hefst nákvæmlega eins og ég bjóst við,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúa- bænda. Ráðherra hefur heimild til að ákveða að hámarksverð á inn- lausnarmarkaði verði þrefalt það verð sem bændur fá fyrir mjólk- urlítrann hjá mjólkursamlagi. Að ósk samtakanna var hámarksverð sett við tvöfalt afurðastöðvaverð, en ráðherra ákvað að láta það gilda fyrir þennan eina tilboðsmarkað. Arnar segir vitað að fleiri vilji selja kvóta en bíði með það að bjóða hann til sölu í von um að verðið hækki á næsta markaði. Þess vegna sé mikilvægt að hámarksverðið sé sett til lengri tíma því þá muni markaðurinn ná jafnvægi með tím- anum. helgi@mbl.is Allir buðu hámarks- verð í kvóta Morgunblaðið/Hari Kýr Margir vilja auka framleiðsluna en fá ekki að kaupa nema lítið. Að tillögu Ásmundar Einars Daða- sonar, félags- og barnamálaráð- herra, hafa Vinnumálastofnun og stjórn Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga gert sam- komulag við Bændasamtök Íslands um fjárstuðning vegna afleysinga- þjónustu fyrir bændur sem veikjast af kórónuveirunni sem veldur CO- VID-19-sjúkdómnum og geta af þeim sökum ekki sinnt bústörfum. Samkomulagið er afturvirkt til 15. mars og gildir til og með 31. maí. Samkvæmt því geta bændur sem veikjast af COVID-19 ráðið til sín starfsfólk tímabundið sem verktaka til að sinna afleysingum, að hámarki í 14 daga. Bændur fá afleysingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.