Morgunblaðið - 02.04.2020, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020
Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Þú finnur
gæðin!
Skoðaðu úrvalið
í netverslun
isleifur.is
skólum Edinborgar og Glasgow,
Gray‘s School of Art, í Aberdeen, og
úr Háskóla hálandanna og eyjanna.
Koma víðsvegar að úr Skotlandi.
Með sýningarskránni fylgja einn-
ig stuttar umsagnir fulltrúa val-
nefndarinnar. Setja þeir verkin í
samhengi við hugmyndir um vald-
eflingu kvenna, umhverfismál, al-
þjóðavæðingu og önnur mál sem
hafa verið ofarlega á baugi í um-
ræðunni. Ekki er ósennilegt að á
næstu sýningu verði tekin fyrir verk
sem endurspegla einangrun, ótta,
dauðann og aðrar hliðar kórónu-
veirufaraldursins. Tíðarandinn
hefur tekið byltur að undanförnu.
Eins og úr verki Bacon
Þegar verk nýliðanna eru skoðuð
má velta fyrir sér fyrirmyndunum.
Breski listmálarinn Francis Ba-
con stillti viðfangsefnum sínum
gjarnan upp í einföldu og einlitu
rými. Notaði beinar línur til að sýna
hæð, lengd og breidd rýmisins.
Síðar tók sporgöngumaður hans
Damien Hirst við keflinu og reri á
sömu mið en með dýrum, lifandi og
dauðum, í glerkössum.
Þessi saga rifjast upp þegar
gengið er að verkum Hugos Harris
á sýningunni í Edinborg.
Bacon notaði kjötskrokka sem
fyrirmyndir í fyrstu verkum sínum,
skapaði þannig óhugnað í sínum sér-
staka myndheimi. Harris mótar
ofurraunsæjar vaxmyndir af tætt-
um manneskjum sem eru rifnar á
hol; stundum eru aðeins líkams-
hlutar sýndir.
Vonlítil barátta mannsins
Þetta eru athyglisverð verk. Með-
al þeirra er Lean II (sjá myndina
hér á síðunni) en þar reynir mað-
urinn að halda sér í kalt stálið. Virð-
ist eiga sér litla von. Enn hryllilegra
er verkið Crouch en það sýnir neðri
hluta mannslíkamans rifinn á hol.
Saman mynda verkin sterka heild.
Með þeim fylgja tvö málverk eftir
Harris af manneskjum sem reyna
að styðja sig við stól og þrífót. Við
sjáum ekki andlitin á þeim. Vitum
þó að þau virðast vera að falla. Eitt-
hvað er úr lagi gengið. Eitthvað er
ósagt.
Vaxið kemur hér vel út sem efni-
viður. Fleiri listamenn hafa unnið
vel úr vaxinu síðustu ár. Má þar
nefna Urs Fischer og vaxverk hans
Dasha sem sýnt var í Gagosian-
galleríinu í London 2018.
Maður og náttúra
Við einn sýningarvegginn voru
fjórtán stór ljósmyndaverk í tvö-
faldri röð, sjö og sjö saman, sem
mynda heild (sjá efstu myndina á
síðu 34 í Morgunblaðinu í dag).
Verkið er eftir Ruby Pluhar en
ljósmyndirnar eru teknar í náttúru
Skotlands og unnar í samvinnu við
Ellu, vin og samstarfskonu Pluhar.
Unnið er með tengsl manns og nátt-
úru sem renna saman í eitt. Einna
athyglisverðust er ljósmyndin fyrir
miðju í efri röðinni. Myndinni er
snúið á hvolf svo úr verður óvenju-
legt portrett sem er í senn lands-
Skoska akademían sýnir úrvalið
Konunglega skoska listaakademían sýndi nýverið úrval verka eftir nýútskrifaða myndlistarmenn
Listamennirnir vinna með ólíkar frásagnarleiðir en margir hafa náð góðu valdi á listsköpun sinni
Morgunblaðið/Baldur
Frá 2019 Lean II, verk Hugos Harris, er hluti af vaxmyndaröð listamannsins. Verurnar eru naktar og við það að falla eða klofna. Það skapar spennu.
Frá 2019 Verk Harris, Crouch, á þrífætinum, ásamt myndum eftir listamanninn. Spenna einkennir verkin.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Konunglega listaakademían í Skot-
landi sýndi á dögunum úrval af
verkum nýliða í myndlist.
Sýningin fór að þessu sinni fram
15. febrúar til 11. mars. Valdir voru
57 nýútskrifaðir nemendur úr fimm
listaháskólum en útskriftarsýningar
í fyrra voru lagðar til grundvallar.
Jafnframt voru verk fimm ungra
arkitekta sýnd en um þau verður
ekki fjallað að þessu sinni.
Sýningin var haldin í safni aka-
demíunnar en það er í hjarta Edin-
borgar við Prinsessustræti.
Þegar sýningin var skoðuð í lok
febrúar hafði kórónuveiran ekki
greinst í Skotlandi. Lífið gekk því
sinn vanagang.
Athygli vakti að margir nýliðanna
hafa náð góðu valdi á list sinni.
Skotar hafa átt marga vel mennt-
aða listmálara. Akademía þeirra var
stofnuð árið 1826, eða um 60 árum
eftir að Konunglega listaakademían
var stofnuð í London.
Fulltrúar allra forma
Mikill metnaður er lagður í sýn-
inguna. Með henni fylgdi um
hundrað síðna sýningarskrá með
upplýsingum um nemendurna og
hugmyndir þeirra. Boðið er upp á að
komast í samband við nýliðana en
slíkt er arfur frá gamalli tíð. Margir
hafa eigin vefsíður og eru jafnvel
komnir á skrið með sölu verka.
Sýningarstjóri var að þessu sinni
prófessor Lennox Dunbar en hann
hafði tvisvar áður komið að valinu.
Dunbar skrifar inngang að sýn-
ingarskránni og lýsir þar aðferða-
fræðinni. Hann hafi kosið að hafa
með sér yngra fólk í valnefndinni og
svo eldra og reyndara. Hafa jafn-
framt bæði fulltrúa akademíunnar
og þá sem hafi ekki komið að valinu
áður og jafnvægi milli kynjanna. Við
valið á listamönnum sé reynt að
velja fulltrúa allra myndlistarforma
víðsvegar frá Skotlandi.
Val sem þetta er auðvitað alltaf
huglægt. Á hinn bóginn er löng hefð
er fyrir slíkum sýningum í myndlist.
Veitt voru verðlaun í hinum ýmsu
flokkum en líta má á þau sem hvatn-
ingarverðlaun.
Endurspeglar tíðarandann
Nemendurnir útskrifuðust frá
Duncan of Jordanstone College of
Art & Design, í Dundee, Listahá-
SJÁ SÍÐU 34