Morgunblaðið - 02.04.2020, Side 36

Morgunblaðið - 02.04.2020, Side 36
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ferðskrifstofur og talsmenn þeirra, eiga nú í viðræðum við ráð- herra ferðamála um lausnir hvað varðar endurgreiðslur á ferðum til sinna viðskiptavina, en samkvæmt Evrópureglugerð um pakkaferðir ber ferðaskrifstofum að endur- greiða viðskiptavinum sínum innan 14 daga 100% kostnaðar ef ferð er aflýst. Þar sem nú liggur fyrir að engar ferðir verði farnar í apríl er ljóst að fjöldi manns getur krafið ferðaskrifstofur um endurgreiðslu á grunni þessara reglna. Vandi ferðaskrifstofanna liggur meðal annars í því að þær eru nú þegar búnar að greiða sínum birgjum fyr- irfram, flugfélögum, hótelum o.s.frv., og því geta endurgreiðslur með skömmum tímafresti þurrkað allt lausafé upp í fyrirtækjunum. Endurgreiðslur frá birgjum geta tekið mislangan tíma, eða verið engar, og fer það eftir viðskipta- samningum við hvern og einn. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstof- unnar Úrvals-Útsýnar, og Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, og formaður ferðaskrif- stofunefndar Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segja Morgunblaðinu að tíminn sé að renna út. Staðan sé al- varleg. Nágrannalöndin, eins og Noregur og Bretland, hafi nú þegar tekið af skarið í þessum efnum, og stefna á að lengja endurgreiðslu- tímabilið upp í allt að fjóra mánuði. Er það krafa íslensku ferðaskrif- stofanna að sama leið verði farin hér á landi, og horft er til 60 daga. Ásberg segir að reglugerðin sem kveður á um endugreiðsluna, hafi á engan hátt gert ráð fyrir þeim að- stæðum sem nú eru uppi í heim- inum. Það sé m.a. ástæðan fyrir því að nokkur lönd, eins og Danmörk, Noregur, Frakkland, Belgía og Ítalía, hafi þegar tekið af skarið, og lengt endurgreiðslutímabilið, þvert á reglurnar. „Nú eru komin upp ólög, sem eru bæði neikvæð fyrir ferðaskrifstofur og neytendur. Báðir tapa ef ferðaskrifstofan fer í þrot vegna þessa,“ útskýrir Ás- berg. Hann segir að þó að gjaldþrota- trygging, sem ferðaskrifstofum ber að hafa lögum samkvæmt, greiði á endanum tjón viðskiptavina, þá get- ur slíkt ferli tekið langan tíma. „Við erum til dæmis með 800 milljóna króna tryggingu fyrir gjaldþroti, sem dugar vel í okkar tilfelli. Við erum hinsvegar komin í var, og munum komast í gegnum þetta, en það eru ekki allir í jafn góðri stöðu.“ Ferðaskrifstofur mikilvægar Ásberg segir að mikilvægt sé að halda ferðaskrifstofum alþjóðlega í rekstri, því alheimsferðaþjónusta fari að svo stórum hluta fram í gegnum þær. „Ef þær hætta rekstri vegna þessa, þá gæti upp- risa ferðaþjónustunnar eftir farald- urinn, tekið mun lengri tíma.“ Ásberg segir stöðuna graf- alvarlega, og nefnir dæmi af tveim- ur minni ferðaskrifstofum hér á landi sem standi frammi fyrir rekstrarerfiðleikum vegna regln- anna. „Þessir aðilar eru með veð í eigin fasteign fyrir gjaldþrota- tryggingunni, þannig að þeir horfa fram á að missa heimili sín ofan á allt annað.“ Spurður um stöðuna í hans eigin rekstri hjá Nordic Visitor segir Ás- berg að vandamálið sem við blasi sé að svo til engar bókanir séu að ber- ast. Fyrirtækið verði því nánast tekjulaust á meðan. „Það er enginn ferðamaður að koma hingað til lands á okkar vegum næstu tvo mánuðina, og nýjar bókanir fyrir sumarið hafa hrunið um 80% miðað við sama tíma í fyrra. Staðan hefur því miður bara versnað og versnað, og hún getur eiginlega ekki versnað meira. Spurningin er bara hve lengi við verðum á botninum.“ Ásberg segir að lokum að það muni birta til og ferðþjónustan rísa upp aftur. Ákveðin hætta sé þó á að hlutirnir verði ekki komnir í fyrra horf aftur fyrr en eftir 12-18 mán- uði. „Yngri markhópar verða fljót- ari af stað. Markaðssetning á Ís- landi, lágt gengi krónu og ímynd Íslands sem öruggur áfangastaður mun hjálpa.“ Engar bókanir í sumar Þórunn segir að allar ferðir séu áfram í sölu hjá Úrvali-Útsýn, en ferðir í apríl falli niður. „Sumarið er í sölu, en við erum ekki að sjá nein- ar bókanir eins og staðan er í dag. Fólk veit ekki hvernig málin þróast á áfangastöðum eins og Spáni. Við erum þakklát þeim viðskiptavinum sem hafa bókað og greitt inn á ferð- ir, og hafa gefið okkur leyfi til að breyta ferðum án breytingagjalds, og flytja ferðir fram á sumarið.“ Hún segir að viðskiptavinir hafi sýnt þolinmæði og skilning á að- stæðum. „Við erum öll í þessu sam- an,“ ítrekar Þórunn. Um vanda ferðaskrifstofunnar vegna stutts endurgreiðslutíma vegna pakkaferða, þá gagnrýnir hún að Icelandair, hafi engu svarað, varðandi hvenær flugfélagið geti endurgreitt ferðaskrifstofunni það fé sem Úrval-Útsýn var búið að reiða af hendi til þeirra. „Okkar staða er gríðarlega erfið ef Iceland- air endurgreiðir okkur seint og illa. Við erum ekki Seðlabanki Íslands, og þurfum að fá greitt til að geta endurgreitt okkar viðskiptavinum. Við þurfum að fá svör frá þeim. Er- lend flugfélög og birgjar svara þó okkar fyrirspurnum, og eyða með því óvissu,“ segir Þórunn, en hún segir að svörin sem þau fái erlendis frá séu um 4-10 vikna endur- greiðslufrest. „Það að íslenska flug- félagið skuli leyfa sér að svara engu er alveg forkastanlegt.“ Aðspurð segist Þórunn telja að um leið og yfirvöld gefi grænt ljós, hér og í útlöndum, fari ferða- mennskan hratt af stað á ný. Vilja 60 daga frest á endurgreiðslum  Tíminn að renna út hjá ferðaskrifstofum  Engar ferðir framundan  80% hrun í bókunum í sumar  Gagnrýna Icelalandair fyrir að svara engu  Ferðaskrifstofur mikilvægar í upprisu eftir veiru Morgunblaðið/Ómar Túristar Hrun hefur orðið í bókunum til Íslands frá sama tíma í fyrra. Þórunn Reynisdóttir Ásberg Jónsson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íslenskur áliðnaður hefur sjaldan eða aldrei staðið frammi fyrir jafn krefjandi markaðsaðstæðum. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur eftir- spurnin hrunið og við það safnast upp miklar birgðir. Áður en faraldurinn breiddist út til Evrópu var mikil umræða um rekstrarvanda álversins í Straums- vík. Til skoðunar var að loka álverinu vegna taprekstrar árum saman. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda (Samál), segir ekki hægt að útiloka að dregið verði enn frekar úr álframleiðslu á Íslandi vegna erfiðra aðstæðna. Erfið glíma við faraldurinn Álverð hefur hrunið og hefur ekki verið lægra í fjögur ár. „Skilyrði á mörkuðum eru gríðar- lega erfið. Eftirspurn hefur dregist verulega saman. Þar munar mest um lokanir og samdrátt í bílafram- leiðslu, en þar virðist Evrópa ætla að verða verst úti. Um 36% alls áls sem notað er í Evrópu fer í samgöngu- iðnaðinn. Þá fer um 30% í byggingar og mannvirki. Það gefur augaleið að rík þörf er áfram fyrir ál í umbúðum, en í þær fara um 17% áls í Evrópu og eru þær m.a. notaðar til þess að ein- angra og lengja endingartíma mat- væla, drykkja, lyfja og lækninga- vara. Fyrirtæki sem áframvinna ál hafa verið að loka í Evrópu og það hefur lamandi áhrif á eftirspurnina. Nánast allt það ál sem framleitt er á Íslandi er flutt á markað á megin- landi Evrópu og hefur þróunin þar því veruleg áhrif á framleiðsluna hér heima. Fyrirséð er að vandamál geti skapast í aðfangakeðju álvera, t.d. vegna lokunar fyrirtækja og tak- markana í flutningum. Mér er þó ekki kunnugt um að slík vandamál séu þegar komin upp,“ segir Pétur. Meiri birgðir en eftir hrunið Greiningarfyrirtækið CRU áætli að birgðir af áli muni nema um sex milljónum tonna, nema gripið verði til aðgerða til að draga úr fram- leiðslu. Til samanburðar hafi birgð- irnar numið um fjórum milljónum tonna eftir fjármálakreppuna 2008. „Þá var heimsframleiðslan að vísu minni, þannig að þetta er svipað hlutfall. Í grein Financial Times [um álmarkaðinn í vikunni] var rætt um lokun álvera í Evrópu og Eyjaálfu og var Ísland og Nýja-Sjáland nefnt í því samhengi,“ segir Pétur. Eftir miklar verðlækkanir að undanförnu megi ætla að stór hluti álvera í heim- inum sé rekinn með tapi. „Greinendur á markaði hafa spáð frekari lækkunum á álverði. Það hjálpar þó eitthvað til að aðföng á borð við súrál hafa einnig lækkað í verði. Þá hefur gengislækkun krón- unnar haft jákvæð áhrif á innlendan kostnað álvera,“ segir Pétur. Dregið úr framleiðslunni Vert sé að hafa í huga að sam- keppnisstaða íslensks áliðnaðar hafi verið slæm áður en kreppan hófst. „Á þessum fordæmalausu tímum er mikilvægt sem aldrei fyrr að standa vörð um samkeppnishæfni ís- lensks orkusækins iðnaðar. Það ligg- ur fyrir að ekki er framleitt á fullum afköstum í Straumsvík, en Ísal hefur bent á að orkuverðið sé ekki sam- keppnishæft. Ekki er heldur fram- leitt á fullum afköstum hjá Norður- áli, en samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu er það vegna þess að ekki er í boði orka á samkeppnis- hæfu verði. Þetta hefur ekki einung- is í för með sér tap fyrir álverin og orkufyrirtækin, heldur verður þjóð- arbúið af miklum gjaldeyristekjum. Það hlýtur að vera verkefnið að tryggja orkusæknum iðnaði á Ís- landi sjálfbærar rekstrarforsendur til þess að hann haldi áfram að blómgast hér á landi. Sú staða sem komin er upp í viðskiptalífinu er for- dæmalaus og getur haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar. Íslenskur áliðnað- ur er þar auðvitað ekki undanskilinn og skapast hefur mikil óvissa á mörkuðum. Ég hef hins vegar þá trú að áliðnaður á Íslandi eigi framtíðina fyrir sér ef rekstrarforsendur eru sjálfbærar til framtíðar og sam- keppnishæfnin treyst,“ segir Pétur. Álverin í miklum vanda  Íslenskur áliðnaður hefur sjaldan verið í jafn þröngri stöðu  Álverð hrynur  Samhliða hefur skapast mikið offramboð vegna mikillar röskunar á iðnaði Markaðsverð á áli í Kauphöllinni í London* Frá 1. mars 2019 til 31. mars 2020, bandaríkjadalir á tonn 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 2019 2020 mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars *Heimild: The London Metal Exchange (LME) 1.890 1.489 36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 2. apríl 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 141.38 142.06 141.72 Sterlingspund 174.77 175.61 175.19 Kanadadalur 99.37 99.95 99.66 Dönsk króna 20.736 20.858 20.797 Norsk króna 13.517 13.597 13.557 Sænsk króna 13.972 14.054 14.013 Svissn. franki 146.4 147.22 146.81 Japanskt jen 1.3019 1.3095 1.3057 SDR 192.94 194.08 193.51 Evra 154.87 155.73 155.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.5855 Hrávöruverð Gull 1604.65 ($/únsa) Ál 1495.0 ($/tonn) LME Hráolía 23.0 ($/fatið) Brent ● Fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því við Bankasýslu ríkisins að hún horfi fram hjá kröfum um ávöxtun og arðgreiðslur á þessu ári. Þá vill ráð- herra að stofnunin komi þessum skila- boðum áfram til stjórna fjármálafyr- irtækja í eigu ríkisins en það er t.a.m. 100% eigandi að Íslandsbanka og á nærri allt hlutafé Landsbankans. Eru tilmælin lögð fram að sögn ráðu- neytisins vegna aðstæðna sem komnar eru upp vegna útbreiðslu kórónuveir- unnar. Samkvæmt eigendastefnu ríkisins fyr- ir fjármálafyrirtæki segir að Bankasýsl- unni sé ætlað að hámarka langtíma- virði fyrir ríkissjóð að teknu tilliti til áhættu. Á grunni stefnunnar setur Bankasýslan fram, eftir atvikum, form- lega eða óformlega arðsemiskröfu á eig- ið fé viðkomandi fyrirtækja. Í samræmi við þau tilmæli gera stjórnir fyrirtækj- anna áætlanir um arðgreiðslur til lengri tíma og árlegar tillögur um arðgreiðslur sem lagðar eru fyrir hluthafafundi. Leggi ekki áherslu á ávöxtun og arð á árinu STUTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.