Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 Heiðmörk Þessir hlaupagarpar, bæði þeir tvífættu og sá ferfætti, létu ekki smá snjómuggu á sig fá þegar þeir hlupu sér til heilsubótar eftir göngustígum í skóginum í útivistarparadísinni. Árni Sæberg Geðheilbrigðismál hafa lengi borið skarðan hlut frá borði þegar kemur að fjármögnun innan heil- brigðiskerfisins. Umfang málaflokksins er nú áætl- að þriðjungur af heildar- kerfinu en fjárveitingar hafa ekki verið í takti við umfangið. Áætlað er að um 11% af heildarút- gjöldum hins opinbera til heilbrigðismála fari til geðheilbrigðismála. Geðhjálp hefur ítrekað bent stjórnvöldum á þessa staðreynd. Núverandi heilbrigðis- og félagsmálaráðherra hafa sýnt mála- flokknum skilning og sett í hann auk- in framlög og virkjað samráð en bet- ur má ef duga skal. Afleiðingar af ofangreindu sjást m.a. í tölum Tryggingastofnunar um örorku en samkvæmt þeim voru ör- orkulífeyrisþegar af völdum geðrask- ana árið 1990 samtals 2.522 eða 30% af heildarfjölda örorkulífeyrisþega. Nú þrjátíu árum síðar eru þeir 7.262 eða 37% af heildarfjölda. Þá eru þeir 2.063 sem eru á endurhæfingarlífeyri ekki taldir með en stór hluti þeirra er vegna geðraskanna. Þetta er aukning um 188% á þrjátíu árum. Lands- mönnum hefur á sama tímabili fjölg- að um 43%. Þróun á tölum um geð- raskanir, alvarlegar sem vægar, svo sem kvíða og þunglyndi. Þegar horft er til barna yngri en 18 ára kemur í ljós að um 11% drengja eru með ein- hverja greiningu og 5,5% stúlkna. Þetta er 100% hærri tölur en í Noregi sem er í 2. sæti yfir fjölda greininga barna á Norðurlöndunum á eftir Ís- landi. Í Svíþjóð eru 0,6% drengja með greiningu og 0,4% stúlkna, sjá mynd. Nú er alvarleg staða í samfélaginu vegna COVID-19-faraldursins. Margir eru einangraðir og dregið hefur stórlega úr þjónustu og úrræð- um fyrir fólk sem er að glíma við geð- rænar áskoranir þar sem heilu úr- ræðin hafa neyðst til að loka vegna samkomubanns. Kvíði, einmanaleiki og ótti er eitthvað sem æ fleiri tengja við á þessum tímum en viðkvæmustu hóparnir eru í sérstaklega erfiðri stöðu. Það er mat Geðhjálpar að þetta ástand eigi aðeins eftir að versna eftir því sem samkomubann og lokanir úr- ræða og þjónustu vara lengur og efna- hagslegir erfiðleikar sem óumdeilan- lega munu fylgja taka við. Það er á tímum sem þessum sem ríður á að gera allt sem hægt er svo afleiðingar þeirrar væntanlegu geðheilbrigðis- áskorunar, sem þessi faraldur getur orðið, valdi ekki samfélagslegum erf- iðleikum langt inn í framtíðina. Lönd um allan heim eru að beina aukinni athygli að geðheilbrigði, ekki aðeins viðkvæmra hópa heldur alls almennings. Yfirvöld víða eru þannig farin að bregðast við ástandinu ásamt því að leggja á ráðin um hvernig taka eigi á mögulegri aukningu í eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu er farald- urinn rénar. Íslensk stjórnvöld þurfa að slást í þennan hóp og bregðast við án tafar. Æskilegt væri að kalla strax saman lykil haghafa í kerfinu, einhverskonar „Geðráð“, og bæta við þá geðheil- brigðisstefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum sem þegar er í gildi. Móta þarf aðgerðir og laga fjár- veitingar að ástandinu og hvernig það er líklegast til að þróast til skemmri og lengri tíma. Tryggja þarf að í slíkri vinnu verði fulltrúar notenda hafðir með í ráðum. Það er skynsamlegt að vinna með orsakir núna og draga þannig úr mögulegum afleiðingum viðbragðsleysis síðar. Nú er ekki tími til að draga saman seglin heldur nýta tækifærið til að gefa í og hugsa til framtíðar. Ef ekki verður brugðist við núna með skynsamlegum hætti er hætta á að við stöndum eftir með ástand sem erfitt verður að vinna úr. Efnahags- lífið mun fyrr eða síðar fara í gang aftur en það, líkt og samfélagið allt, hvílir á geðheilsu þjóðarinnar. Gleymum ekki geðheilsu í björg- unarpökkunum. Fjárfestum í inn- viðum með því að leggja fjármuni í geðheilsu. Malbikun bílastæða er allra góðra gjalda verð en góð geð- heilsa er undirstaða allra samfélaga. Eftir Grím Atlason »Ef ekki verður brugðist við núna með skynsamlegum hætti er hætta á að við stöndum eftir með ástand sem erfitt verður að vinna úr. Grímur Atlason Höfundur er framkvæmdastjóri Geð- hjálpar og skrifar fyrir hönd stjórnar samtakanna. Geðheilbrigði á tímum óvissu Undanfarnar vikur hefur hugtakið „falskt öryggi“ heyrst ítrekað í umræðunni um nýju kórónuveiruna. Okkur hefur t.d. verið sagt að notkun gríma valdi fölsku öryggi því þær verji okkur ekki sem skyldi. Í því samhengi er þó sjaldnast komið inn á að vörnin snýst ekki einvörðungu um að verja þig heldur einnig um að verja aðra fyrir þér. Einkennalausir hafa nefnilega verið að smita og því er einn liður í að hemja útbreiðslu veir- unnar einmitt að passa upp á að þú smitir ekki aðra. Hugsunarháttur sem reynst hefur vel í löndum á borð við Suður-Kóreu þar sem tekist hef- ur að halda veirusmitun niðri á undraverðan hátt. Við erum í stríði Í upphafi var því haldið fram að veiran smitaðist ekki á milli manna en nú vitum við betur. Það er ekki langt síðan íslenskur embættismaður sagði á blaðamanna- fundi að talið væri að einkennalausir smit- uðu ekki en sú álykt- un var jafnframt röng. Daglega þarf að uppfæra smit- áætlun sem unnin er af Háskóla Ís- lands í samvinnu við landlækni og Landspítala því daginn eftir eru töl- urnar hættar að stemma. Stað- reyndin er nefnilega sú að ekki einu sinni færustu vísindamenn vita hvernig þessi saga endar og öll er- um við að læra, dag frá degi. Við er- um í stríði við vágest sem gegnir ekki tilkynningaskyldu. Enginn með öll svörin Fyrir mér felst falskt öryggi nefnilega ekki í því að bera grímu af virðingu við aðra. Frá mínum bæj- ardyrum séð er falska öryggið ein- skorðaðra við að ganga út frá ein- hverju sem vísu í baráttunni við nýjan vágest og láta eins og óþarft sé að leggja sig enn betur fram við að auka öryggi sitt og sinna. Um leið og við hættum að treysta á heil- brigða skynsemi og hlýðum í blindni á möntrur embættismanna, þá er voðinn vís. Það er enginn í heiminum sem hefur öll svörin, hvorki íslenskir sérfræðingar né erlendir og því eig- um við að stíga varlega til jarðar. Stöndum saman Vitanlega erum við öll að reyna okkar besta og sumum fellur betur að treysta á orð embættismanna en að rannsaka hlutina sjálf. Það er ekkert athugavert við það en við skulum ekki heldur skjóta þá niður sem eru áhyggjufullir og leggja í slíkar rannsóknir sem byggjast á fræðilegum grunni. Það eru vís- indamenn um allan heim að rann- saka veiruna og því meiri upplýs- ingar sem við höfum, þeim mun betur stöndum við að vígi. Ekki öll lönd fara eins að í sinni baráttu en allir eru þó að stefna að sama mark- miði og því eigum við að læra hvert af öðru. Það er margt „best“ á Ís- landi en útbreiðslulíkön fyrir óþekkta stórhættulega veirusýkingu verða það ólíklega og því er engin skömm að því að fylgjast með hvað aðrir eru að prófa. Stöndum saman sem þjóð og sem heimur og þá fer þetta eins vel og unnt er. Sýnum samkennd Að lokum langar mig að minna á samkenndina. Snúum bökum saman, sýnum samkennd og verum dugleg að hringja í aldraða eða veikburða ættingja sem komast ekki út og fá litlar sem engar heimsóknir. Sýnum samkennd þegar foreldri treystir sér ekki til að senda barnið sitt í skólann. Sýnum samkennd þegar einhver segist vera hræddur, það er eðlilegt að óttast og okkar hlutverk er að hlusta og hughreysta, ekki gera lítið úr tilfinningum viðkom- andi. Stöndum saman, virðum hvert annað, vonum og trúum á það besta og stoppum þessa hræðilegu veiru – við erum öll í sama bátnum. Þetta stríð komum við til með að vinna. Falskt öryggi Eftir Guðmund Franklín Jónsson » Stöndum saman, virðum hvert annað, vonum og trúum á það besta og stoppum þessa hræðilegu veiru – við er- um öll í sama bátnum. Guðmundur Franklín Jónsson Höfundur er viðskipta- og hagfræðingur. gundi.jonsson@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.