Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 J örðin okkar er ein kúla núna með engum landa- mærum! Eða hvað? Þar sem ég er alin upp á eyju eins og við flest sem lesum og kunnum íslensku hafa mér alltaf fundist landamæri svo ónátt- úruleg og jafnvel óeðlileg fyrirbæri, enda hafa þau oft færst til með blóð- ugum fórnum. Samtökin No bord- ers hafa lengi barist fyrir mannúðlegri móttöku flóttafólks hér á landi og fyrir það ber að þakka, enda nafn samtak- anna mjög táknrænt. Yfir sum landa- mæri virðast allir komast sem vilja á meðan önnur landa- mæri eru lokuð ákveðnu fólki en ekki öðru. Þrátt fyrir stór- kostlegt starf Sam- einuðu Þjóðanna í yfir 70 ár, barnasáttmála þeirra og mannrétt- indayfirlýsingu virða aðildarþjóðirnar því miður alls ekki í mörgum tilfellum þessa sáttmála. Svo gerist það í upphafi ársins 2020 að lífvera skýst upp á yfirborðið sem virðir engin landamæri. Þetta náttúrulega fyr- irbæri kórónuveiran sér hvorki landamæri né landamæraverði. Hún leikur bara lausum hala og smeygir sér inn í líkama fólks al- veg óboðin. Viðbrögð okkar allra við þessum vágesti eru hreint út sagt stórkost- leg. Það hefur sætt undrum að fylgj- ast með teyminu Ölmu, Víði og Þórólfi, sem eru orðin heimilisvinir okkar allra og fyrirmyndir í yfir- vegaðri upplýsingagjöf. Hafið þökk og hrós fyrir, elsku góða fólk, sem hafið á mörgum undanförnum dögum fengið mig til að klökkna yfir manngæsku ykkar og fag- mennsku. Hinn 16. mars sl. gekk í garð hið svokallaða samkomubann hér á landi eins og víða annars staðar í heiminum og síðan var hert á því 24. mars. Þetta þýddi að samdæg- urs voru felldar niður messur og fermingar á þeim tíma sem sam- komubannið er í gildi. En hvað gerðist þá? Lagðist starf kirkjunnar niður? Aldeilis ekki! Ef til vill hef ég aldrei séð annan eins sköpunarkraft í kirkjunni og þessa daga sem liðnir eru frá samkomubanni. Nýjar leiðir hafa verið fundnar til að koma því öfl- uga safnaðarstarfi sem unnið er í öllum kirkjum landsins til alls heimsins, án landamæra. Gamalt máltæki segir: Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokk- uð gott. Það er hverju orði sannara. Auk þess sem hið öfluga starf kirkjunn- ar er nú orðið sýnilegt má ekki gleymast hvað græna jörðin okkar hefur gott af því að flugferðum hef- ur fækkað og bílaumferð dregist saman. Við erum að hefja nýjan lífsstíl, ekki í einangrun eða sóttkví heldur með því að hugsa betur um umhverfið og hvert annað. Mikið sem það verður nú dásamlegt að fara að geta faðmað börnin sín og barnabörnin aftur, að ég tali nú ekki um vini sína og samstarfs- fólk. Guð hefur kallað okkur til samfélags hvert við annað og þótt við ef til vill hittum ekki hvert annað í hópi eða fáum að snertast nú um stundir hafa ef til vill samskipti okkar aldrei verið eins mikil. Sem dæmi má taka að nú tala ég daglega við mömmu mína, sem er á öldrunardeild, en áð- ur talaði ég við hana oft, en ekki daglega. Ég er í meira sam- bandi við barnabörnin mín og nú með mynda- vél, sem við gerðum ekki áður. Og ég fylgist með daglegu starfi safnaðanna betur en áður. Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Gleymum ekki þessum mikilvægu orðum sem Jesús sagði og við köllum Litlu Biblíuna. Mun- um að Guð elskar okkur og vill mæta okkur í þessu neyðarástandi. Leitum til Guðs og biðjum að hann taki burt ótta okkar og erfiðleika. Biðjum fyrir þeim sem eru veikir af veirunni og þeim sem eru hræddir við að veikjast. Hugsum svo um það sem mun breytast varanlega í lífi okkar eftir að öllu þessu lýkur. Hvað getum við gert til að við vöknum til með- vitundar um að við lifum öll á sömu jarðarkúlunni, sem okkur ber að vernda? Hugsum um hvað landa- mæri eru fánýt þegar við viljum komast yfir þau á eins auðveldan hátt og veiran. Hugsum hvernig við getum hagað vinnu okkar á hagkvæmari hátt en að við þurfum að aka langar vegalengdir eða fljúga yfir hálfan hnöttinn til að sinna erindum sem við getum sinnt á veraldravefnum. Hugsum um það hvernig mann- kynið, sem allt er skapað af góðum Guði, getur lifað í friði og kærleika hvert með öðru núna þegar allir vilja hjálpast að. Ég bið landsmönnum öllum, já heimsbyggðinni allri, Guðs bless- unar á komandi tímum og um alla framtíð. Kirkjan til fólksins Morgunblaðið/Ómar Hólar í Hjaltadal. Jörðin, veiran og Guð Hugvekja Solveig Lára Guðmundsdóttir Höfundur er vígslubiskup á Hólum. holabiskup@kirkjan.is Solveig Lára Guðmundsdóttir Nýjar leiðir hafa verið fundnar til að koma því öfluga safnaðarstarfi sem unnið er í öllum kirkjum landsins til alls heimsins, án landamæra. Það er hlutverk Al- þingis, löggjafarvalds- ins og ráðherranna í umboði þess að móta þjóðfélaginu stefnu í mikilvægum málum til skemmri og lengri tíma. Það er síðan framkvæmdavaldsins að framkvæma hana. Þessi venja stendur styrkum fótum í stjórnskipun landsins og að baki henni liggja auk þess margháttuð fræðileg rök svo sem um almenn viðmið sem talin eru heppileg for- senda stefnumótunar en ekki þröng sjón- armið fagaðila enda þótt nú á dögum þekk- ingarþjóðfélags sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að stjórnmálamenn hafi sérfræðinga sér til ráð- gjafar. Sóttvarnastýring Þetta er rifjað upp í ljósi þess hvernig opinber ákvarðanataka um sóttvarnastýringu á sér stað nú um stundir. Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki komið að henni eins og þó er gert víðast erlendis, til dæmis í Danmörku, sem býr við hliðstætt stjórnkerfi og hér er. Efast má um að sóttvarnayfirvöld hafi lýðræðislegt umboð til að taka jafn afdrifaríkar ákvarðanir og þau hafa gert og til jafn langs tíma og raunin er á, jafnvel þótt þau hafi lög- reglu sér við hlið. Ákvarðanir fram- kvæmdavaldsins um samkomubann hafa hingað til miðast við einstakar samkomur. En nú er annað og meira á ferðinni og raunar erum við ekki bara að tala um langt samkomubann, heldur koma til álita margháttuð félagsleg, menningarleg og efnahagsleg sjón- armið þegar vélað er um jafn mikla breytingu á högum almennings og um ræðir – jafnvel sjónarmið um hamingju eða óhamingju, auk lífs og dauða – sem ekki verður fallist á að fagaðilar á heilbrigðissviði og lög- regla taki án samráðs við aðra sem málið varð- ar. Því kallar sá sem þetta skrifar eftir að rétt lýðræðisleg málsferli séu viðhöfð og stjórn- málin taki forystuna. Íþrótta- og skólastarf Brottfall úr fram- haldsskólum er svo mik- ið að það á sér ekki hlið- stæðu. Fræðimenn hafa greint margar ástæður þess og er upplausn í skólastarfi, til dæmis vegna verkfalla, ein þeirra. Enn mikilvæg- ara er að unglingar hverfi ekki frá íþrótta- starfi sem hefur meiri áhrif á heilbrigði ungu kynslóðarinnar en flest annað. Samkomubannið kemur sér því afleitlega fyrir þessa hópa. Munu þeir leiðast út í annað lífsmynstur en þeir voru í fyrir, munu þeir koma aftur til íþróttastarfs eða skólastarfs eftir aðgerðaleysi í margar vikur? Hvern má kalla til ábyrgðar ef heil kynslóð hverfur frá heilbrigðu líferni og spillir lífi sínu vegna upplausnar samkomubanns- ins? Íþróttaþjálfurum, skólakennurum, sálfræðingum og öðrum sem starfa með börnum og unglingum er þetta ljóst. Þeir þegja þó þunnu hljóði – enda hefur múgæsingin í samfélag- inu snúist gegn stjórnmálaafskiptum og stutt víðtækt vald sóttvarna- yfirvalda. Heppilegt gæti verið, þar sem flensan tekur langan tíma, að skóla- og íþróttastarf héldist gangandi, líka leikskólastarf, enda eru börn síst í smithættu. Slík opnum myndi gera atvinnulífinu auðveldara fyrir, en það er nú nánast á hliðinni. Ágætt er að starfsfólk vinni heima í bili en þá þurfa börnin að vera í skóla. Hér er bara tekið eitt dæmi um áhrif langvarandi samkomubanns og sennilega það alvarlegasta, en fé- lagslegi kostnaðurinn vegna aðgerð- anna gæti orðið gríðarlegur. Spyrja má hvaða aðkomu réttmætir ráð- gjafar stjórnmálanna eiga að ákvörð- unum; félagsfræðingar, sálfræðingar, íþróttafræðingar, geðlæknar, kirkj- unnar þjónar og allir aðrir sem hafa með velferð barna- og unglinga og annarra viðkvæmra hópa að gera. Aðgerðir sem ekki stefna að því að hlífa börnum og unglingum eru ekki góðar aðgerðir. Það er dýrmætasti hópurinn í þjóðfélaginu – ef við vilj- um forgangsraða. Markmið aðgerða Verulega óljóst er hver markmið sóttvarnayfirvalda eru. Hvenær á hjarðónæmi að verða náð? Og hvað má það taka langan tíma? Er mögu- legt að komast hjá því að mynda hjarðónæmi eða gýs annars faraldur upp aftur og aftur? Enginn sem stendur í alþjóðlegum samskiptum eða ætlar sér að ferðast á næstu misserum vill sleppa við veiruna. Hún er forsenda þess að menn geti um frjálst höfuð strokið. En mark- miðin liggja ekki fyrir – umræðurnar í sjónvarpinu eru eins og á netinu – talað er um smáatriði út í hörgul, vonandi þó ekki í sama tilgangi og á netinu; að villa um fyrir heildarsýn eða yfirstæðum atriðum. Spurningin um hjarðónæmi er samt grundvall- aratriði til þess að skilja hvernig bregðast á við. Sjónarhorn Landspítalans Þær gríðarlega umfangsmiklu að- gerðir sem gripið hefur verið til virð- ast teknar á forsendum Landspítal- ans – og raunar einkum við það miðað að hann hafi undan. En á hann að þjóna þjóðinni eða hún honum? Stjórnsýslufræðingar hafa frá upp- hafi mótmælt því að hér sé eitt þjóð- arsjúkrahús, enda þótt það sé minna en sjúkrahús nágrannaríkjanna, vegna þess að ein stofnun kemst í kúgunaraðstöðu gagnvart ríkisvald- inu og þar með þjóðinni. Þetta á bæði við faglega eins og nú hefur sýnt sig, en ekki síður fjárhagslega þar sem ekki er hægt að bera saman kostnað við læknisverk milli spítala. Komið hefur fram að sóttvarna- yfirvöld hafa varaáætlanir ef gjör- gæslan fyllist – það er líka nákvæm- lega það sem þau eiga að gera. Lýðræði og sóttvarnir Eftir Hauk Arnþórsson » Geta sótt- varnayfir- völd borið lýð- ræðislega ábyrgð á stór- felldum og lang- varandi stjórn- arákvörðunum og byggt þær einvörðungu á eigin fagsjónar- miðum? Haukur Arnþórsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur. haukura@haukura.is Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Birting minningargreina Samkomubann og óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu hafa leitt til þess að útfarir eru nú með breyttu sniði. Morgunblaðið hefur brugðist við með því að rýmka reglur um birtingu á minningargreinum. Minningargreinasíður blaðsins standa opnar öllum þeim sem vilja minnast ástvina eða sýna aðstandendum samúð og samhug. Í ljósi aðstæðna hefur verið slakað á fyrri verklagsreglum hvað varðar útfarir í kyrrþey. Ekkert er því til fyrirstöðu að birta minningargreinar sama dag og útför einstaklings er gerð hvort sem hún er háð fjöldatakmörkunum eða gerð í kyrrþey. Starfsfólk greinadeildar Morgunblaðsins er boðið og búið að aðstoða þá sem hafa spurningar um ritun minningargreina eða hvernig skuli senda þær til blaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.