Morgunblaðið - 02.04.2020, Page 46
46 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020
Greinarhöfundur hóf
störf á vettvangi end-
urskoðunar árið 1969
og fékk löggildingu ár-
ið 1975. Strax í upphafi
var manni gert ljóst að
einn mikilvægasti þátt-
ur fagsins væri þær
áritanir sem við gæfum
verkum okkar að lok-
inni þeirri vinnu, sem
að baki væri. Áritunin
væri sá vitnisburður, sem við gæfum
viðkomandi reikningsskilum, og frá
því mætti engan afslátt gefa.
Síðan eru liðnir margir áratugir
og að mínu viti hefur mikilvægi árit-
ana síst minnkað. Áritanir hafa tekið
á sig breytta mynd, verið í sífelldri
þróun og endurskoðun. En eitt hefur
þó ekki breyst. Það er mikilvægi
þessa þáttar, þ.e. áritunarinnar, og
það hefur endurtekið komið fram, að
þetta sé í reynd mikilvægasti hluti
ársreikningsins, a.m.k.
séð frá sjónarhóli end-
urskoðandans. Þetta
hefur framvarðasveit
stéttarinnar ævinlega
viljað að öllum les-
endum ársreikninga sé
alveg ljóst og lagt
mikla vinnu í að kynna,
bæði út á við og inn á
við.
En hvers vegna er
ég að nefna þetta hér?
Jú, ástæðan er sú, að
sl. haust urðu lands-
menn vitni að því að stórt fjárfest-
ingafélag, a.m.k. á íslenskan mæli-
kvarða, þurfti að færa eignir sínar
niður um gríðarlegar fjárhæðir,
milljarða, örfáum mánuðum eftir
síðasta ársuppgjör. Ekki var hægt
að kenna „hruni“ um núna. Nánast
allir fréttamiðlar landsins loguðu
stafna á milli yfir þessum fréttum.
Tekin voru viðtöl við fjölda ein-
staklinga sem að málinu komu, þá
sem töpuðu fé og alls kyns sérfræð-
inga. Stór orð voru látin falla um, að
eitthvað „kriminelt“ kynni að vera á
ferðinni og jafnvel að þörf væri á
lögreglurannsóknum og alls kyns
rannsóknum til að komast að því,
hvað hefði gerst.
En tókuð þið eftir því, að ekki einn
einasti aðili að málinu, hvort sem átt
er við fréttamenn, fjárfesta, sér-
fræðinga eða aðra, spurði þeirrar
spurningar, sem ég tel að hafi verið
einna sjálfsögðust allra: Hvernig var
áritun endurskoðenda á síðasta árs-
reikning viðkomandi aðila? Hvaða
vitnisburð var þar að finna?
Sl. þriðjudag fjallaði Kveikur/
RÚV um þetta mál og enn var það
sama upp á teningnum – þátta-
stjórnendum þótti ekki ástæða til að
minnast einu orði á þennan þátt
málsins þrátt fyrir stærð þess og al-
varleika.
Staðreyndin er sú að nánast eng-
inn sem um þetta mál hefur fjallað
virðist hafa látið sér detta í hug að
áritanir endurskoðenda kynnu að
skipta einhverju máli í tengslum við
atburðarásina!
Nú vil ég taka skýrt fram að með
framansögðu er ég alls ekki að full-
yrða að eitthvað hafi verið athuga-
vert við áritun endurskoðandans –
veit reyndar ekki hver á í hlut – en
gef mér að sjálfsögðu þá forsendu að
„skotheldir“ erlendir staðlar hafi séð
til þess að þar væri allt unnið eftir
kúnstarinnar reglum.
Hvaða ályktun drögum við svo af
framangreindu í samhengi við það,
sem ég rakti hér fyrr um stöðuga og
áratugalanga viðleitni endurskoð-
endastéttarinnar til að vekja athygli
almennings á mikilvægi áritana end-
urskoðenda?
Að mínu viti er þar aðeins um
tvennt að ræða – annaðhvort hefur
stéttinni alfarið mistekist þetta ætl-
unarverk sitt og/eða að fréttamenn
hafi þarna gjörsamlega fallið á próf-
inu og yfirsést að spyrja um eitt það
sjálfsagðasta í málinu.
Á aðalfundi Félags löggiltra end-
urskoðenda hinn 1. nóvember sl. sá
ég ástæðu til að kveðja mér hljóðs og
vekja athygli á þessu máli. Undir-
tektir voru ákaflega litlar og tilfinn-
ing mín var eitthvað á þá leið: Af
hverju er maðurinn með þessi leið-
indi – við sem erum svo flottir og
virtir – best að „taka bara strútinn“
á þetta. Þá gleymist þetta fljótt!
Sá valkostur að gleyma þessu er,
að mínu viti, alls ekki í boði, hvorki
fyrir endurskoðendur né frétta-
menn.
Fréttamenn og áritanir endurskoðenda
Eftir Guðmund
Jóelsson » Staðreyndin er sú að
nánast enginn sem
um þetta mál hefur
fjallað virðist hafa látið
sér detta í hug að árit-
anir endurskoðenda
kynnu að skipta máli.
Guðmundur Jóelsson
Höfundur var löggiltur
endurskoðandi 1975 til 2019.
gjoels@bokunsf.is
Nú keppast stjórn-
endur veraldarinnar
við að kynna aðgerðir
til að bjarga hagkerf-
unum hver um annan
þveran. Þetta eru mjög
eðlileg viðbrögð við
mjög óeðlilegu ástandi
sem hefur umturnað
flestum þeim siðum
sem hagkerfi okkar
byggjast á. Það sem
var gott og gilt í fyrra
getur verið banvænn
ósiður í dag. Margar
atvinnugreinar riða nú
til falls vegna takmark-
ana á samskiptum og
aðrar fara ekki var-
hluta af samdrætt-
inum. Við Íslendingar
erum engin undan-
tekning þó að ýmislegt
sé hér hagfellt til að
takast á við þessa erf-
iðu stöðu. Ríkisstjórnin
hefur þegar stigið
fyrstu skrefin og lýst
yfir vilja til enn frekari
aðgerða. Við slíkar aðstæður þjóna
deilur um aðferðir minna máli en oft
áður enda enginn fær um að sjá
nokkra mánuði fram í tímann, hvað
þá heldur nokkur ár. Þó er ljóst að
huga verður að atvinnustigi þjóð-
arinnar með öllum tiltækum ráðum
ef vel á að fara.
Um 30 ára skeið hafa Íslendingar
kosið að ávaxta fiskinn í hafinu sam-
kvæmt vísindalegri ráðgjöf sem
gekk út á það í upphafi að ávöxtun
hafsins væri meiri en möguleg væri
annars staðar. Öllum ætti nú að vera
orðið ljóst að eitthvað fór úrskeiðis
og hafa margir orðið til að benda á
hugsanlegar skýringar á því þar
með talinn undirritaður. Þar sem
engin viðbrögð hafa enn komið frá
vísindamönnum eða ráðamönnum
við ábendingum mínum og hugs-
anlegum skýringum hlýt ég að
álykta að fremur djúpt sé á sann-
færingu þeirra fyrir þeim aðferðum
sem þeir þó beita og leggja heiður
sinn við.
Nýlega taldi ég mig sjá frétt um
að ICES, erlendur samstarfsaðili og
bakhjarl Hafrannsóknastofnunar,
mundi ekki leggja mat á tillögur
stofnunarinnar í ár og er það vel.
Þetta þýðir í mínum huga að fiski-
fræðingar stofnunarinnar fá tæki-
færi til að láta sjávarútveginn taka
meiri þátt í þeim björgunar-
aðgerðum sem grípa verður til á
næstu árum. Ef þeir nota ekki þetta
tækifæri er þeim ekki
lengur viðbjargandi.
Tillaga mín til
stjórnvalda og Haf-
rannsóknastofnunar er
sú að aflaregla í þorski
verði aukin úr 20% í
30% að minnsta kosti í
þrjú til fimm ár.
Tilgangurinn er
bæði efnahagslegur og
vísindalegur. Þetta
mun bæta atvinnustig
þjóðarinnar og auka
heildaraflaverðmæti
verulega auk þess sem
svör geta fengist við
ýmsum spurningum
um orkusamspil lífrík-
isins í hafinu.
Að mínu mati mun
þetta leiða til aukinnar
nýliðunar þorskstofns-
ins og hliðartegunda og
jafnvel geta leitt til
þess að þorskur gangi
af öðrum svæðum inn á
miðin (Grænlands-
göngur). Þetta mun
væntanlega leiða til
aukins möguleika á
loðnuveiðum og rækju-
veiðum fljótlega vegna minna álags
frá þorskstofninum.
Vissulega getur kostnaður við
veiðarnar aukist eitthvað um tíma en
það er óverulegt miðað við þann
ávinning sem í boði er. Hugsanlega
kann einhverjum útgerðarmann-
inum að vaxa í augum sú óvissa sem
ríkir um verð á mörkuðum til lengri
tíma en að mínu mati hefur slík
hugsun engan tilgang. Það er meira
virði að geta boðið sem flestum holl
og góð matvæli, fersk, fryst, söltuð
og þurrkuð á slíkum tímum. Vonandi
verður greiðslugetan til staðar sem
fyrst og verðið viðunandi.
Þó að ég hafi sjálfur skoðun á því
hvernig deila skuli þessari aukningu
milli útgerða og byggðarlaga og
jafnframt hverjir séu kostir og gall-
ar núverandi fiskveiðistjórnunar vil
ég ekki flækja tillöguna með þeirri
umræðu. Ég vonast hins vegar til að
sjá viðbrögð ráðamanna og vísinda-
manna við tillögunni í sinni einföld-
ustu mynd og rökstuddum tilgangi
hennar og meintum hliðarávinningi.
Að lokum vil ég biðja fólki og fyr-
irtækjum velfarnaðar á þessum
dauðans óvissu tímum og vonast til
að þjóðin komi sterkari og sam-
heldnari út úr þolrauninni.
Lifið heil.
Tillaga um hækkun
aflareglu
Eftir Sveinbjörn
Jónsson
» Tillaga mín
til stjórn-
valda og Haf-
rannsóknastofn-
unar er sú að
aflaregla í
þorski verði
aukin úr 20% í
30% að minnsta
kosti í þrjú til
fimm ár.
Sveinbjörn Jónsson
Höfundur er sjómaður og
ellilífeyrisþegi
svennij123@gmail.com
Fyrr … Réttur ára-
tugur liðinn og aftur að
koma kreppa?
„Þetta er allt öðru-
vísi heldur en þá var,“
segja stjórnmálamenn-
irnir. Jú, jú, þá voru
bankar og fyrirtæki
rænd innan frá, verð-
tryggðar skuldir fyr-
irtækja og heimila tvö-
földuðust og bylgja
gjaldþrota reið yfir
þjóðina – eins og versta
farsótt.
Yfirvöld – trúnaðar-
menn þjóðarinnar – höfðu tækifæri
til að vanda sig, ganga heilir til starfa
– en því miður: Samfylkingin sem
setið hafði með Sjálfstæðisflokknum
í ríkisstjórn bolaði honum í burtu og
myndaði nýja með VG. Þeir sögðu að
það boðaði gæfu fyrir Íslendinga að
nú væri komin hrein vinstristjórn í
landinu. Þeim yfirlýsingum fylgdu
loforð þeirra um að „slegin yrði
skjaldborg um heimilin og að hjól at-
vinnulífsins myndu halda áfram að
snúast“. Raunin varð önnur eins og
stór hluti Íslendinga man vel.
Mikill fjöldi fyrirtækja varð gjald-
þrota. Það olli mjög miklu atvinnu-
leysi og þúsundir fjölskyldna misstu
heimili sín – mikill fjöldi fólks flúði
land í leit að vinnu
Forsætisráðherra, Jóhanna Sig-
urðardóttir, form. Samfylkingar-
innar, sagði um það „að það væri
ekkert nýtt að Íslendingar færu til
starfa erlendis“. Jóhanna er nú hætt
störfum.
Formaður VG á þessum tíma var
Steingrímur J. Sigfússon og var
hann fjármálaráðherra. Hann stjórn-
aði fjárhagslegum „björgunarað-
gerðum“ ríkisvaldsins og notaði fé
þjóðarinnar til að styrkja sérvalin
fyrirtæki rausnarlega. Steingrímur
er nú forseti Alþingis.
Meðal annarra þingmanna á þess-
um tíma má nefna
Össur Skarphéðinsson,
Samf., utanríkisráð-
herra sem var einn að-
almaðurinn í tilraunum
þessarar ríkisstjórnar
að koma Íslendingum í
ESB og undir skulda-
ok Icesave-kröfunnar.
– Kröfunnar sem Evr-
ópudómstóll úskurðaði
síðan að íslenska þjóð-
in bæri enga ábyrgð á.
Össur naut dyggrar
aðstoðar Steingríms J.
Sigfússonar en starfar
ekki lengur í stjórn-
málum sjálfur.
Katrín Jakobsdóttir,
VG, var þingmaður í þessari vinstri-
stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Katrín er nú forsætisráðherra Ís-
lands.
Og nú …
Núverandi vandi er vissuleg öðru-
vísi til kominn en hann hefur svipuð
vandamál í för með sér og svipuð tök
á þjóðfélaginu.
Nokkurs ágreinings gætir með
það hvernig tekið hefur verið á mál-
um, í sóttvörnum. Sjálfsagt verður
það krufið til mergjar þegar um
hægist og af því lært. Hvað viðbrögð
áhrærir verðum við nú að taka á
vandanum út frá því hvar við erum
stödd í dag. Þar getum við best
treyst þeim sem verið hafa í fram-
varðarlínunni, fólkinu sem daglega
birtist á skjánum okkar og skýrir
fumlaust og opinskátt frá stöðu mála
og hvað þarf að gera næst. Það
mættu fleiri temja sér. Ég þakka
þessu fólki sem og öllum sem nú
standa langar og strangar vaktir fyr-
ir þjóð sína.
En er þessi kreppa „allt öðru vísi“
en þessi fyrir áratug? Nei, aldeilis
ekki. Það hægir á atvinnulífinu, bull-
andi atvinnuleysi, fjárskortur hjá
einstaklingum og fyrirtækjum –
áhyggjur og kvíði sem lætur fáa
ósnortna.
Þó að við eigum digra sjóði og
þurfum vissulega að hjálpa þeim sem
þurfa þá verður að fara sparlega með
og úthlutun á almannafé, s.s. úr ríkis-
sjóði, verður að vera hafin yfir allan
grun um frændhygli – af nokkru tagi.
Allt þarf að vera uppi á borðum, opið
og gagnsætt.
Eitt langar mig að nefna. Ríkis-
stjórnin hefur hælt sér af því að
halda gengi krónunnar stöðugu. Ég
geri enga athugasemd við það –
besta mál. Núna síðustu mánuðina
hefur krónan hinsvegar verið að síga.
Ég geri þá tillögu að genginu verði
breytt handvirkt og fest þar sem það
var t.d. 1. október 2019 eða 1. janúar
2020. Fast gengi heldur vöruverði
jöfnu sem er búbót fyrir alla. Það
kann að kosta eitthvað en er miklu
skárra en að leyfa genginu að síga.
Það ýtir undir óvissu, breytingar á
vísitölu og veldur endalausum titr-
ingi. Nefna má bankalán, launasamn-
inga og húsaleigusamninga, verðlag
á öllu, t.d. matvælum, ferðalögum,
húsmunum og byggingarefni og auð-
vitað lyfjum. Um leið þyrfti væntan-
lega festa álagningu á nauðsynjavöru
og taka upp takmarkanir á sölu
gjaldeyris. Ef við tryggjum stöðug-
leika með sanngjörnu gengi, með til-
heyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð,
verðum við að fyrirbyggja að spá-
kaupmenn geti keypt gjaldeyri til að
„spila með“.
Enginn veit hve lengi núverandi
„hrun“ stendur – eða hvað tekur svo
við! Best að vera við öllu búin.
Heimilin – framtíð þjóðarinnar
Það var grátlegt að sjá heimilin
seld á uppboði fyrir um áratug, eða
yfirtekin af íbúðalánasjóði og fjöl-
skyldum úthýst. Skiljanlegt var að
húseigendur sem höfðu misst vinnu
sína og tekjur gátu ekki haldið áfram
að greiða af lánum sínum sem mörg
tvöfölduðust að stærð og greiðslu-
byrði á einni nóttu.
Margt af þessu fólki stofnaði
Hagsmunasamtök Heimilanna til að
leita réttar síns, en nú um áratug síð-
ar hefur það ekki haft erindi sem erf-
iði. Sjaldan er talað við þá sem liggja
en oft í þá sparkað – svei.
Hagsmunasamtökin hafa verið
óþreytandi, beðið um þak á vístölu-
tryggingu lána. Einnig gengið eftir
að gerð yrði skýrsla um hrunið og
eftirmála þess – árangurslaust.
Ég tek ofan fyrir samtökunum og
hvet alla til að skoða netsíðu þeirra:
www.neytendatorg.is
Hvað getum við
lært af sögunni?
Eftir Baldur
Ágústsson
» Fast gengi er
allra hagur.
Baldur Ágústsson
Höfundur er fv. forstjóri, flugumferð-
arstjóri og forsetaframbjóðandi 2004.
bagustsson@mac.com
baldur@landsmenn.is
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is