Morgunblaðið - 02.04.2020, Síða 48
48 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020
Hinn 31. mars 2020
var heilt ár síðan
kjarasamningur Fé-
lags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga við fjár-
málaráðherra rann út.
Sá samningur var
gerðardómur sem úr-
skurðað var um árið
2015 eftir um tíu daga
verkfall hjúkrunar-
fræðinga. Á þessu ári sem liðið er
hefur félagið átt hátt í 30 fundi með
samninganefnd ríkisins, þar af fimm
undir stjórn ríkissáttasemjara. Í við-
ræðunum hafa náðst einhverjir
áfangar, en hins vegar er staðan sú
að það tilboð sem samninganefnd
ríkisins hefur lagt fyrir hjúkrunar-
fræðinga er varðar laun þeirra til
ársins 2023 er með öllu óviðunandi.
Ljóst er að hækka þarf laun hjúkr-
unarfræðinga á samningstímanum
til þess að halda þeim í starfi og að
launasetning þeirra sé til samræmis
við ábyrgð og mikilvægi innan ís-
lensks heilbrigðiskerfis. Ýmsar
skýrslur hafa verið gerðar varðandi
skort á hjúkrunarfræðingum til
starfa undanfarin ár. Heilbrigðis-
ráðherra hefur auk þess sent bréf til
stofnana þar sem óskað var eftir til-
lögum um hvernig bregðast mætti
við skorti á hjúkrunarfræðingum og
stofnað tvo starfshópa vegna vand-
ans. Heilbrigðisstofnanir hafa sömu-
leiðis gripið til ýmissa ráða undan-
farin ár til að bregðast við vandan-
um með því að greiða hjúkrunar-
fræðingum viðbótarlaun, bæði til
þess að fá hjúkrunarfræðinga til
starfa en eins til þess að halda þeim í
starfi. Dæmi um stofnanir sem gert
hafa þetta eru Landspítali og Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja. Boðað
hefur verið að þessar greiðslur falli
niður við gildistöku nýs kjarasamn-
ings þar sem þær eru óbættar til
Við semjum ekki við þá
sem við teljum ómissandi
Eftir Gunnar
Helgason og Guð-
björgu Pálsdóttur
Gunnar Helgason
»Hvernig ætla íslensk
stjórnvöld að
bregðast við skorti á
hjúkrunarfræðingum?
Gunnar er sviðsstjóri kjara- og rétt-
indasviðs. Guðbjörg er formaður Fé-
lags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
gudbjorg@hjukrun.is
Guðbjörg Pálsdóttir
stofnana á fjárlögum. Óbreytt samn-
ingstilboð til hjúkrunarfræðinga
mun því leiða til launalækkunar fyrir
hóp þeirra vegna þessa og áfram
verður töluverður launamunur hjá
hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá
ólíkum stofnunum hjá ríkinu. Hugsa
þarf til framtíðar þegar kemur að
kjaramálum hjúkrunarfræðinga.
Fíh hefur lagt fjölmargar lausnir á
borðið sem ekki hafá hlotið hljóm-
grunn hjá viðsemjendum. Fáar
raunhæfar tillögur hafa komið frá
samninganefnd ríkisins um var-
anlega lausn á þessum vanda. Að
mati Fíh er nóg komið af skýrslum
og greiningum og verkin þurfa að
tala. Rök á bak við tilboð um bætt
launakjör eru lítil sem engin og auk
þess hefur ekki verið orðið við ósk-
um um upplýsingar, stefnu eða
hvernig á að bregðast við skorti á
hjúkrunarfræðingum og því hefur
ekki verið svarað. Hvernig ætla ís-
lensk stjórnvöld að bregðast við
skorti á hjúkrunarfræðingum?
Hvernig verður staðan í íslensku
heilbrigðiskerfi án þeirra? Eru
skilaboð stjórnvalda til hjúkrunar-
fræðinga: „Það er ekki hægt að
semja við ykkur en á sama tíma eruð
þið ómissandi?“
Mánudaginn 30. mars
birti Jónas Haraldsson
lögfræðingur grein á
þessum vettvangi um
COVID19-veiruna sem
herjað hefur á heims-
byggðina að undan-
förnu. Vandar hann kín-
verskum stjórnvöldum
ekki kveðjurnar og ýjar
jafnvel að því að þarlend
stjórnvöld ættu að
greiða ríkjum heims skaðabætur
vegna þess tjóns sem veiran hefur
valdið!
Allt frá því að sögur hófust hafa
ýmsar plágur herjað á mannkynið.
Þekktar eru þjóðsögur úr gamla testa-
mentinu um slíkar plágur og þar er í
raun fullyrt að guð Ísraelsmanna hafi
notað þær sem svipu á Egypta. Löngu
síðar urðu Evrópumenn fórnarlömb
plágu sem kallast svarti dauði og herj-
aði á þjóðir álfunnar um miðja 14. öld.
Varð hún fjölmörgum að fjörtjóni.
Íslendingar fengu síðar að kenna á
skæðri inflúensu í upphafi 15. aldar og
síðar varð stóra bóla fjölda fólks að
fjörtjóni. Árið 1918 barst spánska veik-
in hingað frá Evrópu og hjó stór skörð
í raðir landsmanna. Í grein sinni telur
Jónas Haraldsson að kanna ætti hvort
kínversk sjórnvöld ættu ekki að greiða
það tjón sem af þessari veiru stafaði.
Talið er að spánska veikin hafi borist
til Evrópu með bandarískum og kan-
adískum hermönnum sem tóku þátt í
að berja á Þjóðverjum. Engum flaug í
hug að gera Bandaríkin ábyrg fyrir því
manntjóni sem af þeirri veiru hlaust.
Kínversk stjórnvöld hafa hins vegar
lagt kapp á að aðstoða þær þjóðir sem
hafa þurft að berjast gegn veirunni.
Hafa þau sent lið sérfræðinga þeim til
hjálpar. Má þar m.a. nefna Spán og
Ítalíu auk fleiri þjóða. Kínverjar hafa
sannað svo að ekki verður dregið í efa
að þeir beittu þeim aðferðum sem
dugðu til að stemma
stigu við þessum vá-
gesti. Hafa Íslendingar
m.a. hagað aðgerðum
sínum í samræmi við
þær.
Það er viðurkennt að
ýmislegt megi bæta í
umgengni við matvæli
víða um heim. Það vita
kínversk stjórnvöld og
hefur ýmislegt breyst til
batnaðar í þessum efn-
um eins og hérlendis.
Breska alþjóðaútvarpið, BBC, hefur
fjallað talsvert um ýmsar hliðar á því
ástandi sem ríkir nú um veröld alla.
Sérfræðingar halda því fram að búast
megi við fleiri faröldrum á næstu ár-
um. Stafar það m.a. að aukinni
ágengni mannsins gagnvart ýmsum
dýrategundum.
Menn velta fyrst og fremst fyrir sér
hvernig alþjóðasamfélagið geti tekist á
við þær áskoranir sem fylgja þessum
vágestum. Þar velta menn ekki fyrir
sér skaðabótum heldur vilja þeir sam-
vinnu til þess að hamla útbreiðslu vá-
gestanna.
Þessi barátta er í nánum tengslum
við hlýnun jarðar og miskunnarlaust
arðrán okkar á auðlindum jarðarinnar.
Mannkynið hlýtur að átta sig á nauð-
syn þess að deila því sem er til skipt-
anna svo að fleiri tegundir geti notið
ávaxtanna en mannkynið eitt.
Hverjir eru
sökudólgar?
Eftir Arnþór
Helgason
» Þessi barátta er
í nánum tengslum
við hlýnun jarðar og
miskunnarlaust arðrán
okkar á auðlindum
jarðarinnar.
Arnþór Helgason
Höfundur er vináttusendiherra og
fyrrverandi formaður KÍM.
arnthor.helgason@gmail.com
Þegar þetta ástand
kom upp með kórónu-
veiruna var ég efins
fyrst út af fjaðrafokinu
sem varð í þjóðfélag-
inu. Fljótlega ákvað ég
samt að fara varlega og
passa mig að snerta
ekki fólk og eyða meiri-
hlutanum af deginum
heima. Mig langaði að
heimsækja marga en
vissi ekki hvernig fólk
tæki því svo ég ákvað að heimsækja
engan.
Svo byrjaði ég að hanga heima og
horfa á sjónvarpið og vera í tölvunni.
Svo laust þeirri hugmynd í kollinn
á mér (þar held ég að englarnir hafi
verið að senda mér hugboð, sem ég
fer alltaf eftir þegar ég fæ þau) að
gera eitthvað fyrir sjálfan mig og
undirbúa mig og standa klár með mig
meðan þetta ástand gengi yfir.
Eg ákvað að byrja á íbúðinni og
fara í gegnum allar skúffur og hirslur
og í gegnum kassana sem ég geymdi
og búinn að geyma í mörg ár. Ég fór í
gegnum þetta stykki fyrir stykki og
henti mörgu sem ég var búinn að
geyma í mörg ár og hafði ekkert að
gera við það.
Ég er búinn að vera yfir þessu yfir
hádaginn í hálfan mánuð og hef farið í
gegnum allt og fundið ýmislegt eins
og andlegar bækur sem ég hélt mikið
upp á og ætla að lesa aftur og hvíla
bókasafnið í bili.
Í dag er ég að taka ísskápinn í
gegn og þrífa og af-
frysta frystihólfin og ég
er líka að affrysta frysti-
kistuna. Svo þegar þetta
er búið þá er eitthvert
smotterí eftir að ganga
frá.
Svo þegar allt er búið
get ég snúið mér ein-
göngu að sjálfum mér
og verið duglegur að
hugleiða meira og tengj-
ast englunum mínum
meira og síðast en ekki
síst Guði.
Ástæðan fyrir því að ég er að segja
ykkur þetta er að maður þarf ekki að
hanga heima, maður getur haft nóg
að gera svo manni leiðist ekki.
Auðvitað er mikið verk að fara í
gegnum dótið sitt en maður veit hvar
hlutirnir eru eftir að maður er búinn
að því!
Er þetta ekki flott hjá mér kæru
vinir?
Þetta er líka yndislegur tími því
minningarnar flæða á meðan maður
er að fara í gegnum dótið sitt.
Uppbyggilegt
tímabil?
Eftir Ragnar Rúnar
Þorgeirsson
Ragnar Rúnar
Þorgeirsson
»Maður þarf ekki að
hanga heima, maður
getur haft nóg að gera
svo manni leiðist ekki.
Höfundur er eftirlaunaþegi.
ragnar.r@simnet.is
Tungumálið okkar
er mikilvægt en jafn-
framt margslungið þar
sem það myndar und-
irstöðu og forsendur í
lífi okkar sem Íslend-
inga. Án íslenskunnar
værum við bara eins og
útlendingar. Öll sam-
skipti okkar, frétta-
flutningur, lagabók-
stafur og hvers konar
tjáning á íslensku byggjast á tungu-
málinu okkar.
Ástæða þessa pistils er að á síð-
ustu tíu til tuttugu árum hefur mér
fundist erfiðara og erfiðara að skilja
fyrirlestra hjá fólki, sérstaklega
yngra kvenfólki og eldri körlum.
Gæðum talaðs máls á ráðstefnum og
öðrum samkomum hefur farið mikið
aftur. Ýmislegt getur komið til en
svo virðist sem margt yngra fólk hafi
tamið sér sérkennilegar áherslur við
framburð á málinu. Margir eldri
karlar finnst mér vera þvoglumælt-
ir. Þar sem ég nota heyrnartæki
kann það að hafa áhrif á að greina
það sem sagt er auk þess sem hljóð-
kerfi eru mjög misgóð.
Á mínu máltökuskeiði var ég svo
heppinn að læra tungumálið af ís-
lensku sveitafólki en móðir mín var
ættuð úr Laugardal í Biskupstung-
um og faðir minn úr Svarfaðardal.
Auk þess bjó móðuramma mín á
heimili okkar í um tuttugu ár en hún
talaði einstaklega gott og skýrt mál
og var mikill sagnaþulur.
Við krakkarnir lærðum því að tala
íslenskuna eins og hún gerist best úr
íslenskri sveit og máltilfinning okkar
mótaðist af þessu umhverfi. Fólk
talar til frambúðar það mál sem það
lærir á máltökuskeiði uppvaxtarár-
anna eins og kemur fram í pistlum
Eiríks Rögnvaldssonar prófessors
emeritus https://uni.hi.is/eirikur, en
hann hefur birt sjö pistla á Kjarnan-
um um heilræði eða boðorð um ís-
lenska málrækt og eru pistlarnir
hafsjór af fróðleik um íslenskt mál.
Sem dæmi um þessa afturför við
framburð á tungumálinu þá sótti ég
fyrirlestur hjá Íslenskri erfðagrein-
ingu í fyrra þegar þeir kynntu nýja
vefsíðu fyrir Íslend-
ingabók. Nokkrir
þekktir fræðimenn
héldu smá tölu og fjöll-
uðu um mikilvægi
þessa verkefnis, þar á
meðal Kári Stefánsson.
Hljóðkerfið í sal þeirra
var gott en það var
ekki auðvelt að greina
vel það sem þessir
virtu fræðimenn sögðu
þar sem þeir töluðu
nær allir óskýrt að
mínu mati.
Í einum fyrirlestrinum var verið
að segja hvernig hefði verið staðið að
því að rekja ættir hér áður fyrr. Var
þá spiluð á skjánum upptaka af konu
frá um aldamótin 1900 sem var að
þylja ættartengsl fjölskyldu. Þetta
var um 120 ára gömul upptaka.
Þarna á skjánum gall allt í einu við
sama íslenskan og amma mín talaði,
sem var tær og skýr íslenskur fram-
burður sem mjög auðvelt var að
skilja. Ég hafði varla heyrt þennan
framburð síðan amma mín lést fyrir
nær fimmtíu árum, að minnsta kosti
ekki í þessum gæðum. Það voru því
ekki heyrnartækin sem voru vanda-
málið.
Ég hef sótt ýmsar ráðstefnur hér
heima þar sem gæðin á talmálinu
hafa verið gríðarlega misjöfn.
Nokkrar ungar konur héldu eldræð-
ur fyrir hönd stærstu fyrirtækja ís-
lenska ríkisins er fjallað var um
væntanlegar fjárfestingar næsta
árs. Fyrirlesararnir virtust varla
vera komnir á miðjan aldur en of
margar töluðu með brengluðu
tungutaki unglinga. Karlarnir, sem
voru flestir komnir vel á aldur, voru
sumir þvoglumæltir.
Kona í yngri kantinum hélt frá-
bæran fyrirlestur á morgunfundi og
kynningu Reykjavíkurborgar um
þróun byggðar eða skipulags auk
þess sem fréttamenn náðu tali af
henni í framhaldinu og var það viðtal
spilað í fréttatíma kvöldsins. Enn og
aftur gall við unglingaframburður
sérfræðings og var nú þar að auki
sjónvarpað um allt land.
Það er óskiljanlegt hvernig hægt
er að flytja fyrirlestra um yfirgrips-
mikil tæknimál með skekktum
áherslum í framburði orðanna, sem
virðist vera einhvers konar arfleifð
viðkomandi frá tungutaki unglings-
áranna.
Eftir því sem skekkjan er meiri
því meiri hætta er á að það sem fólk
segir sé misskilið. Það er ekki bara
vandamál að heyra og ná því sem
viðkomandi segir heldur er vaxandi
hætta á að efnið komist ekki rétt til
skila. Ef fólk talar hratt í lágum
rómi er vonlaust að ná því sem það
segir og hinn bjagaði og ósamræmdi
framburður eykur mikið á hættuna
um að efnið komist ekki rétt til skila.
Í greinum Eiríks Rögnvaldssonar
prófessors er einmitt fjallað um
óskýrmæli og ósamræmdan fram-
burð þótt hann taki það fram að sér-
hljóðakerfi málsins hafi allt riðlast í
tímanna rás og framburður margra
samhljóða hafi breyst.
Eiríkur bendir á að til að koma frá
sér efni með faglegum hætti þurfi
viðkomandi að gæta að málsniði og
stíl eftir því við hvaða tækifæri verið
er að koma efninu á framfæri, hvar
þetta á sér stað, hver sé hópurinn
sem verið sé að tala við o.s.frv.
Ef efnið er ekki sett þannig fram
að það sé skiljanlegt þeim sem verið
er að tala við er enginn tilgangur
með framsetningu þess. Í viðbót við
þessi vandamál bætast vandamál
svo sem slangur, slettur og tökuorð
og rústa fyrirlestrum viðkomandi ef
málsnið, málvenja og málstaðall við-
komandi er ekki í neinum takti við
það sem fólk á að venjast.
Eiríkur bendir þó á þann mögu-
leika fyrir óskýrmæli að verið geti
að fólk læri annan framburð í skóla
en heima hjá sér, sem geti valdið
ruglingi, og útkoman verði hrogna-
mál sem ekki samræmist framburði
nokkurs Íslendings.
Afturför íslenskunnar?
Eftir Sigurð
Sigurðsson » Það er óskiljanlegt
hvernig hægt er
að flytja fyrirlestra
um yfirgripsmikil
tæknimál með skekkt-
um áherslum í fram-
burði orðanna.
Sigurður Sigurðsson
Höfundur er B.Sc. M.Phil.
byggingarverkfræðingur.