Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.04.2020, Blaðsíða 50
V E R S L U N S N O R R A B R A U T 5 6 · 1 0 5 R E Y K J A V Í K · F E L D U R . I S VERSLUM Á VEFNUM Á FELDUR.IS bjóðum við viðskiptavinum 15% afslátt af hlýjum vörum fyrir útiveruna og sendum frítt innanlands. AFSLÁTTARKÓÐI: FELDUR2020 Árbók Ferðafélags Íslands í prentun hefur verið prófessor í Háskóla Ís- lands í áraraðir. Gísli Már var líka lánsamur að fá til liðs við sig Ólaf B. Thoroddsen fyrrverandi skólastjóra á Akureyri, en hann er fæddur og uppalinn Patreksfirðingur, sem var að auki í sveit í mörg sumur á Látr- um. Bráðum hundrað ár af eintómri hamingju Það er komin hartnær hundrað ára hefð á útgáfu Árbóka Ferðafélags Ís- lands. Árbækurnar eru ein besta hér- aða- og óbyggðalýsing sem hugsast getur á Íslandi. Þar er að mestu áhersla á landslag, sögu og náttúru svæðanna. Í þetta skipið er náttúran á svæðinu í háskerpu, enda er hún al- veg einstök, gjöful og harðskiptin á víxl. „Við Ólafur lögðum mikla áherslu á náttúru hreppsins,“ segir Gísli Már. „Landslag þar er stórkostlegt, brött fjöll, lítið undirlendi og því takmarkað land til búskapar. Þótt Útvíkur séu fyrir opnu hafi, þá hefur útvegur staðið fyrir stærsta hlutann af af- komu fólks.“ Þeir Gísli Már og Ólafur fengu til liðs við sig grasafræðinga við smíði bókarinnar og þurfi prófessorinn ekki að leita langt. Hann var svo stálhepp- inn að virkja krafta Þóru Ellenar Þórhallsdóttur, prófessors í grasa- fræði við Háskóla Íslands, en hópur undir hennar stjórn rannsakaði gróð- urfar á svæðinu. Auðvitað fær Látra- bjarg ótvíræða athygli í bókinni enda er það stærsta fuglabjarg í Evrópu og sennilega í heiminum öllum. Bjargið var lengi matarkista Látramanna og reyndar hreppsins alls. „Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á sjófuglastofnum á svæðinu undir forystu Arnþórs Garðarssonar, prófessors við Háskóla Íslands, og skila þær sér sér í Árbókina og einnig voru til stakar rannsóknir á jarð- fræði,“ segir Gísli Már og bendir á kafla þar sem um þetta er fjallað. bók um Rauðasandshrepp reyndist það auðsótt mál. Varla er hægt að fá betri mann í verkið en Gísla Má. Hann er afar ritfær og menntaður vel í líffræði og náttúruvísindum og lofthræðslu en það reyndi dálítið á suma að þræða bjargið með honum, hátt var upp og ekki styttra niður. Þegar fulltrúar Ferðafélagsins leituðu eftir því við Gísla Má að rita Jón Örn Guðbjartsson jonorn@hi.is Magnaðar gylltar strandir, stórkost- leg fuglabjörg og fortíðin í flæð- armálinu. – Árbók Ferðafélags Íslands um Rauðasandshrepp hinn forna er í prentun. Þegar vorar spyrja sig margir með óþreyju hvert verði efni næstu Árbókar Ferðafélagsins og aðrir hvort einhvern tímann verði tæmdur sá brunnur sem hún sækir efni sitt í. Það er einfalt að svara báðum spurn- ingum. Ísland er botnlaus brunnur af efni sem getur kveikt í okkur öll- um ákafa löngum til að ferðast og fræðast um staði og stundir í horfn- um tíma. Rauðasandshreppur hinn forni er viðfangsefni Árbókarinnar í þetta skiptið. Bókin er í prentsmiðju og væntanlega eftir miðjan apríl. „Ég hef þekkt Rauðasandshrepp hinn forna býsna vel frá því ég var barn,“ segir Gísli Már Gíslason, sem er annar höfunda bókarinnar. „Mér var komið í fóstur hjá afa og ömmu í föðurætt á Hvallátrum þegar ég var þriggja ára ásamt systur minni vegna veikinda móður okkar. Við vorum fyrst í tvö ár og síðan hvert sumar næstu átta árin. Eftir það kom ég til skemmri dvalar tvö sum- ur að hjálpa til við heyskapinn.“ Gísli Már þekkir allar perlur hreppsins af raun og Látrabjarg eins og handarbakið. Snemma á öld- inni hóf hann að leiða gönguferðir á vegum Ferðafélagsins um Rauða- sand og Látrabjarg og voru farnar ferðir í tíu sumur í röð. Svo var stoppað snarlega. Gárungar segja að Gísli Már hafi tæmt lista allra Ís- lendinga sem ekki glíma við mikla Horfinn heimur lifnar á ný á hvítum blöðum Í Árbókinni lifnar horfinn heimur á ný. Útvíkur og Keflavík voru stórir útgerðarstaðir áður en þessar jarðir ásamt öðrum í hreppnum voru fyrr á öldum í eigu höfuðbólsins Saur- bæjar, eða í eigu nákominna ætt- ingja á Skarði á Skarðsströnd. „Almenningur stritaði fyrir þessa landeigendur, en engu að síður voru þessar jarðir eftirsóttar til ábúðar. Sagan er því alls staðar nálæg hvar sem komið er, og sérstaklega í kringum höfuðbólið Saurbæ. Á Saurbæ var reist stærsta kirkja Vestfjarða, stafkirkja úr viði frá Noregi og stóð hún frá lokum 12. aldar fram á 17. öld. Sauðlauksdalur skipar einnig stóran sess í sögu Ís- lands, en þar bjó séra Björn Hall- dórsson, frumkvöðull upplýsing- arinnar á Íslandi ásamt mági sínum Eggerti Ólafssyni, náttúrufræðingi og skáldi, og nokkrum öðrum. Björn er einna best þekktur fyrir skrif sín um úrbætur í landbúnaði og upphaf kartöfluræktar.“ Gísli segir fáa vita að í Stálfjalli austast í hreppnum hafi verið náma- gröftur eftir surtarbrandi í fyrri heimsstyrjöldinni, líklega stærstu kolanámur í landinu. „Hún er stað- sett undir snarbröttu fjallinu og að- gengi er erfitt að sumri og nær ómögulegt að vetri. Þróun útgerðar á Patreksfirði og myndun þorpsins er einnig forvitnileg, en bærinn varð einn af stærri útgerðarbæjum á landinu.“ Mannlíf og náttúran mótað mig mest Það er margt sem gerir fólk nán- ast stjarft yfir fegurðinni á því svæði sem er til umfjöllunar í nýju Árbók- inni. Þarna eru magnaðar strandir sem gyllast í ljósi sólar. Þarna er fortíðin í flæðarmálinu og saga lands og þjóðar. Þarna má komast á örfá- Ljósmynd/Dröfn Árnadóttir Vinsælu vestfirðir Hér er Gísli Már á Rauða- sandi sem er vinsæll áfangastaður ferðalanga. Þegar vorar spyrja sig margir með óþreyju hvert verði efni næstu Árbókar Ferðafélagsins og aðrir hvort einhvern tímann verði tæmdur sá brunnur sem hún sækir efni sitt í. Það er einfalt að svara báðum spurningum. Ísland er botnlaus brunnur af efni sem getur kveikt í okkur öllum ákafa löngum til að ferðast og fræðast um staði og stundir í horfnum tíma. Rauðasandshreppur hinn forni er viðfangsefni Árbókarinnar í þetta skiptið. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 Ferðalög á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.