Morgunblaðið - 02.04.2020, Síða 51
um mínútum úr byggð í víðerni þar
sem engir vegir liggja nema kinda-
götur fortíðarinnar.
„Þarna sér fólk stórkostleg fugla-
björg, með góðu aðgengi, með slíka
mergð fugla, að þarf að fara í björgin
á Hornströndum til að sjá eitthvað
viðlíka. Vélvæðing í landbúnaði náði
ekki í sumar jarðir sveitirnar, eins
og Látra, og þar sést hvernig lands-
lag í byggð lítur út þar sem ekki er
búið að slétta allt, og því eru forn-
minjar óvenjumargar,“ segir Gísli
Már sem mótaðist mjög af því að
alast upp á þessu svæði.
„Náttúran og sambýli við hana
réð miklu í að ég ákvað að læra líf-
fræði og gera rannsóknir og kennslu
í greininni að ævistarfi. Einnig var
samvinnan á Hvallátrum einstæð.
Þar stóðu allir saman. Ábúendur
áttu sameiginlega þennan eina trak-
tor sem var keyptur strax eftir stríð
og notuðu hann saman án nokkurra
árekstra. Samhugurinn hjá bænd-
unum í hreppnum var einstakur,
sem kom berlega í ljós þegar allir
stóðu að björgun áhafnar togarans
Dhoon, sem strandaði undir Látra-
bjargi í desember 1947. Þetta mann-
líf og náttúran hér hefur sennilega
mótað mig mest.“
Góðar myndir segja
meira en mörg orð
Myndir eru mikilvægur partur af
Árbókum Ferðafélagsins. Flestar
myndir í þessari bók tók Daníel
Bergmann, ljósmyndari og leið-
sögumaður. Daníel hefur sérhæft sig
í að mynda dýralíf í íslenskri náttúru
og ekki síst fugla.
Náttúran – lifibrauð og lífsstíll.
„Við eigum einstök svæði út frá
líffræðilegu sjónarmiði, nægir þar
að nefna Látrabjarg, Mývatn og
Þjórsárver. Þessi svæði má ekki
eyðileggja, þó tekist hafi að raska
Mývatni mikið og austurhluta Þjórs-
árvera, þá eru þessi svæði engu að
síður mjög verðmæt.“
Þótt Gísli Már hafi stundað að
veigamiklu leyti rannsóknir sína hér
heima þá hefur hann farið víða um
þessa litlu jarðkúlu til að svipta hul-
unni af leyndardómum náttúrunnar
með rannsóknum. Það má segja að
náttúran hafi verið hans lifibrauð og
lífsstíll nær alla tíð. Hann hefur
þungar áhyggjur af hegðun manna
og segir að þótt við höfum mikinn
aðgang að endurnýjanlegri orku hér
þá séum við Íslendingar ekki
barnanna bestir.
„Þótt mannkynið hafi gengið mjög
langt gagnvart náttúrunni þá er enn
tími til að bjarga því sem bjargað
verður. Við verðum að minnka
brennslu olíu og kola og þótt við Ís-
lendingar séum fáir, þá erum við
einna stórtækastir í heiminum í
þeim efnum. Sérstaklega vegna þess
að kol eru notuð við framleiðslu áls,
kísiljárns og kísils,“ segir Gísli Már
og verður þungt hugsi.
Hann vísar í eigin rannsóknir þeg-
ar hann segir að loftslagsbreytingar
eigi eftir að gjörbreyta heimsmynd-
inni. „Við eigum eftir að sjá miklu
meiri fólksflutninga frá svæðum þar
sem þurrkar eiga eftir gera lönd
óbyggileg, eða frá svæðum sem eyði-
leggjast vegna flóða. Afleiðingar
þessara breytinga verða hugsanlega
styrjaldir, þar sem menn berjast um
auðlindirnar, eins og ég held að sé
m.a. undirrótin að ófriðinum sem
geisað hefur í Litlu-Asíu. Það er því
okkur sem mannkyni lífsnauðsyn-
legt að snúa þessari þróun við.“
Ljósmynd/Úr safni FÍ
Fjör á ferðalagi
Gísli Már fararstjóri
að aðstoða fólk.
Ljósmynd/Úr safni FÍ
Hvergi fallegra
Í Hvannaskor
í Látrabjargi.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020
Stykkjaverð 2.490 kr.
1 stærð
passar á
alla
Við erum öll almannavarnir
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | vefverslun@run.is