Morgunblaðið - 02.04.2020, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Algert útgöngubann hefur ríkt á
Indlandi frá miðnætti 24. mars. Í
kjölfarið hafa fjölmörg flækingsdýr
sem reiða á fólk til að lifa orðið illa
úti vegna hungurs.
„Hér eru gríðarlega margir flæk-
ingshundar og auk þess fjöldi kúa
sem ganga eftirlitslausar eftir að
þær hafa sinnt hlutverki sínu sem
mjólkurkýr. Þessir flækingar reiða
sig fólk sem fóðrar þá og lifa á rusli
og matarafgöngum frá veitinga-
stöðum og matargjöfum frá aðgerð-
arsinnum.
Þetta útgöngubann hefur því lok-
að fyrir aðgang þeirra að fæðu,“ seg-
ir Prashant Pathak í samtali við
K100.is og Morgunblaðið.
Hann og eiginkona hans Pooja
BHat hafa tekið að sér að halda líf-
inu í um hundrað flækingshundum,
25 flækingskúm og í kringum þús-
und fuglum með því að gefa þeim
reglulega mat.
Þurftu að sækja um undanþágu
frá útgöngubanni
Pathak, sem kom til umræðu í
morgunþættinum Ísland vaknar á
K100 í gærmorgun, en hann er náinn
vinur Jóns Axels, eins stjórnanda
þáttarins, segir þau hjónin venjulega
ekki vera virk í hjálparstarfi af
þessu tagi. Þau hafi þó gert breyt-
ingu á eftir að hafa séð neyð dýr-
anna. Segir hann að þau hafi fyrst
þurft að sækja um sérstakt leyfi til
að mega fara út þrátt fyrir út-
göngubannið og síðan þurft að finna
ýmsar leiðir til að fá mat fyrir flæk-
ingana.
„Við förum alltaf sérstaka leið á
leið okkar í vinnuna til að geta sinnt
sem flestum dýrum á leiðinni. Í því
felst að fóðra þau og passa upp á að
gefa þeim flækingum sem þurfa á
lyfjagjöf að halda lyf og láta vita ef
við rekumst á veikan flæking,“ segir
Pathak.
Björguðu hundi með
klettafjallasótt
Pathak segir frá því að þau hjónin
hafi til að mynda þurft að kalla á
sjúkrabíl nýlega vegna flækings-
hunds sem var illa farinn vegna
klettafjallasóttar.
„Við sendum hann í athvarf þar
sem hugsað verður um hann og hann
fær meðhöndlun við sjúkdómnum,“
segir hann.
„Þetta útgöngubann hefur haft
gríðarleg áhrif á þessi dýr. Við gef-
um þeim mat en þau fá samt ekki
nóg næringu. Ég er bara einn af
mörgum. Konan mín er yndisleg og
er að vinna kraftaverk en sem sam-
félag eru meira en hundrað manns
sem ég þekki að vinna að því að
fóðra þessi dýr dag og nótt.
Fólkið hér er frábært. Hér búa
um 1,3 milljarðar og við erum að
fóðra yfir milljarð flækinga.“
Fóðra hundruð flækinga í útgöngubanni
Eftir að strangt útgöngubann var sett á í Indlandi sitja eftir milljónir flækinga sem venjulega reiða sig á matargjafir vegfarenda. Hópur
fólks í Indlandi hefur tekið að sér að bjarga lífi þessara dýra með því að fóðra þau og sjá til þess að þau fái aðgang að dýralæknisþjón-
ustu þrátt fyrir að neyðarástand ríki í landinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hjónin Prashant Pathak og Pooja BHat eru í hópi þessa
fólks en þau hafa séð um að fóðra hundrað flækingshunda, 25 flækingskýr og í kringum þúsund fugla frá því útgöngubannið skall á.
Ljósmyndir/Aðsend
Varin Pooja BHat er ávallt með grímu fyrir vitum sér þegar hún fer út að fóðra flækingana.
Heilagar Meira en fimm milljónir flækingskúa ganga eftirlitslausar um Ind-
land vegna þess að bannað er að slátra þeim samkvæmt siðum hindúa.
Hungraðir Pooja BHat og Prashant Pathak fóðra nú um 100 flækingshunda
sem hafa farið illa út úr útgöngubanninu sem ríkir í Indlandi.
Dóra Júlía
dorajulia@k100.is
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur
mælt með því að fólk takmarki nú
lestur á fréttum sem valda því
kvíða og vanlíðan og að það ein-
blíni á jákvæðar og góðar fréttir
sem gefa von. Það er að sjálfsögðu
mikilvægt að vera meðvitaður um
það sem er að gerast og að hjálpast
að við að fylgja þeim reglum sem
settar hafa verið en á sama tíma er
mikilvægt að við séum meðvituð
um hvað við tökum til okkar og
hverju við leyfum að hafa áhrif á
sál okkar. Heilræði mitt er að þeg-
ar við vöknum á morgun séum við
meðvituð um það hvernig við vilj-
um byrja daginn. Mér finnst oft
gott að setja ímyndaðan verndar-
hjúp yfir mig sem ýtir burtu því
neikvæða og gerir mér kleift að
meðtaka það sem kemur til mín
með yfirvegun. Með því að gera
það get ég tekið smá tíma til þess
að ákveða hvaða áhrif ég vil að
áskoranir dagsins hafi á mig. Yfir
morgunkaffinu getum við svo
reynt að sækja í eitthvað jákvætt
og skemmtilegt, hvort sem það er
lestur á einhverju jákvæðu, lag
sem lætur okkur líða vel, fyndið
myndband eða bara eitthvað annað
og sjáum hvernig það getur haft
jákvæð áhrif á allan daginn okkar.
Ég vona að þið séuð að fara vel
með ykkur og ég hugsa hlýtt til
ykkar allra.
Ljósi punkturinn með Dóru Júlíu
Einblínum á jákvæðar fréttir
Dj Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglu-
lega yfir daginn í útvarpinu og á vefnum. Fylgstu með á K100 og á k100.is