Morgunblaðið - 02.04.2020, Page 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020
✝ Bjarni Guð-mundsson, raf-
virkjameistari,
fæddist 13. júlí 1936
á Hafnarhólmi við
Selströnd í
Strandasýslu. Hann
lést 26. mars 2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
mundur Björgvin
Bjarnason rafvirki,
f. 1912, d. 1987, og
Guðrún Björnsdóttir, húsmóðir,
f. 1912, d. 2005. Systkini Bjarna
voru Sigurmunda, f. 1932, d.
1993, Hallfríður, f. 1936, d. 2007,
Baldur Júlíus, f. 1939, og Björg,
f. 1947, auk þess var uppeld-
isbróðir hans Björn Rúnar Sig-
urðsson, f. 1958.
Árið 1957 kvæntist Bjarni eig-
inkonu sinni Hólmfríði Jóns-
er Aaron Browning, þau eiga tvo
syni Noah og Luke, og Leylu
Fríðu. 4) Guðmundur Jón, f.
1967, kona hans er Arnbjörg
Drífa Káradóttir, börn þeirra
eru Bjarni Ragnar, Salóme Rós
og Hólmfríður Rún. 5) Bjarn-
fríður, f. 1971, hennar maður er
Hermann Árni Karlsson og eiga
þau þrjá syni, Karl Dúa, Bjarna
Hrafn og Benedikt Árna.
Bjarni ólst upp á Hólmavík og
fluttist árið 1954 til Keflavíkur
til að læra rafiðn hjá móð-
urbróður sínum Kristni Björns-
syni. Þeir, ásamt Ingvari Hall-
grímssyni, áttu fyrirtækið
Rafiðn sem var eitt elsta og
stærsta rafiðnaðarfyrirtækið á
Suðurnesjum. Fyrirtækið sinnti
einkum sjávarútvegi á svæðinu.
Bjarni seldi sinn hlut í Rafiðn ár-
ið 1991 og hóf þá störf í raf-
magnseftirliti hjá Hitaveitu Suð-
urnesja þar sem hann starfaði til
ársins 2006.
Útför Bjarna fer fram frá Út-
skálakirkju í dag, 2. apríl 2020,
og verður í kyrrþey í samræmi
við reglur um samkomubann.
dóttur, f. 1937, hún
var fædd og uppalin
í Keflavík þar sem
þau hjónin byggðu
sér hús á Hring-
braut 56. Þau eign-
uðust fimm börn
sem eru 1) Guðfinna
Sesselja, f. 1957,
hennar maður er
Vilhjálmur Krist-
jánsson og eiga þau
eina dóttur, Hólm-
fríði sem gift er Martin Sappia,
þeirra börn eru Mathías, Soffía,
Sesselja og Lúkas. 2) Guðrún, f.
1959, hennar maður er Ásmund-
ur Jónsson, börn þeirra eru
Anna Sóley, Lilja María og Mika-
el Máni. 3) Guðbjörg, f. 1962, bú-
sett í Bandaríkjunum, hennar
maður er Ali M. Özgun og eiga
þau tvær dætur, Dóru, sem gift
Með þakklæti og kærleika í
huga minnumst við föður okkar,
Bjarna Guðmundssonar, sem var
eðalmenni af gamla skólanum,
reglusamur og hógvær. Á kveðju-
stund er ofarlega í huga lífshlaup
hans og mannkostir. Pabbi ólst
upp á Hólmavík.
Þegar hann kom til Keflavíkur
18 ára gamall virkaði landslagið
þar afskaplega óaðlaðandi og
hann saknaði sárt náttúrufegurð-
ar Strandasýslunnar sem hann
þreyttist ekki á að dásama alla
ævi, enda var hann Strandamaður
af lífi og sál. Þar þekkti hann vel
til, faðir hans fæddist á Bæ í Tré-
kyllisvík og móðir hans ólst upp á
Selströndinni, hann átti líka for-
feður á Klúku í Bjarnarfirði og
víðar um sýsluna. Á dánarbeði
rifjaði hann upp sín fyrstu kynni
af flatneskjunni í Keflavík sem
hann ósjálfrátt bar saman við ægi-
fagrar æskustöðvar. Þó breyttist
fljótt viðhorf hans til Keflavíkur
og náttúrunnar á Suðurnesjum
þegar hann hitti mömmu árið
1956, þá lagðist blíðan hennar yfir
allt og eftir það var staðurinn og
náttúran lituð fögrum, björtum
tónum. Hann lærði að meta fegurð
Reykjanesskagans og Suður-
nesja, enda dáði hann íslenska
náttúru, fuglalíf og gróður.
Pabbi var gæfumaður sem
hlúði vel að fjölskyldunni. Til vitn-
isburðar er húsið sem þau mamma
byggðu, á Hringbraut 56 í Kefla-
vík. Það er á tveimur hæðum og
var íbúðin á neðri hæðinni hugsuð
fyrir okkur börnin sem stökkpall-
ur út í lífið. Öll höfum við búið þar
með okkar mökum í skemmri eða
lengri tíma og flest barnabörnin
sömuleiðis.
Þarna var ekki bara heimili
heldur heil veröld þar sem fallegu
straumarnir og góð lífsgildi afa og
ömmu fylgdu þeim fyrstu skrefin.
Þegar afi var að vinna í bílskúrn-
um eða garðinum, þá fékk ekkert
haldið börnunum frá honum,
sama hvernig viðraði. Hann fékk
þeim líka verkefni við hæfi og þá
ljómuðu bæði pabbi og börnin.
Góða og þægilega nærveru og
styrk pabba fundu tengdabörnin
líka enda var hann þeim sem ann-
ar faðir. Á síðasta ári fluttu for-
eldrar okkar á neðri hæðina á
Hringbrautinni sem var endur-
hönnuð miðað við þarfir eldri
borgara.
Pabbi hafði mikið jafnaðargeð
og var seinþreyttur til vandræða,
en hann var fylginn sér og hikaði
ekki við að stíga fram sér í lagi ef
honum þótti á öðrum brotið. Þá
tók hann sterka stöðu og með
fáum orðum og skýru látbragði
gaf hann til kynna hvernig hann
taldi að haga skyldi málum og sú
varð þá oftast raunin.
Pabbi var traustur, hann stóð
alltaf við sitt og fólk sem kynntist
honum tók fljótt eftir því. Pabbi
var þeirrar skoðunar að við ætt-
um að vanda okkur í lífinu, á
hverjum degi, og það gerði hann
svo sannarlega. Guð blessi minn-
inguna um yndislegan föður.
Guðfinna, Guðrún,
Guðbjörg, Guðmundur
og Bjarnfríður.
Tengdafaðir minn, Bjarni Guð-
mundsson, er fallinn frá. Heil-
steyptari mann hef ég ekki fyrir-
hitt um ævina. Hógvær var hann
og barst ekki á, honum var það
reyndar þvert um geð. Bjarni var
mikill fjölskyldumaður og stóð
þétt við bakið á börnum sínum alla
tíð. Þá er mér afar minnisstætt
hvað hann dýrkaði Hólmfríði sína
og fallegra hjónabandi hef ég ekki
orðið vitni að. Bjarni elskaði heim-
ilið sitt við Hringbraut 56, það var
hans heilagi reitur sem hann pass-
aði ávallt upp á að væri vel við
haldið. Þegar ég tók saman við
elstu dóttur Bjarna tók hann mér
vel og reyndist hinn besti tengda-
faðir og vinur. Ég skildi fljótt að
guð og gæfan hafði gefið mér ynd-
islega konu og fjölskyldu sem hef-
ur æ síðan verið kjölfestan í mínu
lífi. Takk fyrir allt kæri tengdafað-
ir og vinur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Vilhjálmur Kristjánsson.
Við minnumst yndislegs afa
sem fyrirmyndar okkar í lífinu.
Speki hans var slík að oft leituðum
við barnabörnin til hans með alls
konar úrlausnarefni. Hann leið-
beindi og gaf einfaldar lausnir sem
virkuðu vel.
Ráð við martröðum og hræðslu
var að biðja Faðirvorið aftur og
aftur. Ráð við vanlíðan var að
hrista sig og takast á við tilveruna
af hugrekki. Bílum var klappað ef
þeir sýndu merki um uppgjöf og
hrukku þeir gjarnan í lag við það.
En helst af öllu gaf hann okkur öll-
um öryggistilfinningu með æðru-
leysi sínu og fullvissunni um það
að alltaf verður allt, allt í lagi.
Afi var greiðvikinn, þá mann-
kosti átti hann ekki langt að sækja
enda var Guðmundur faðir hans
víða þekktur fyrir hjálpsemi. Afi
hefur sagt okkur sögu frá fyrstu
ferð þeirra, ömmu og hans, til
æskuslóðanna á Ströndum. Þau
áðu nokkrum sinnum á leiðinni og
borðuðu nesti. Á síðasta áningar-
staðnum kom í ljós að það vantaði
mjólk með kaffinu.
Afi kannaðist við bæ sem var
ekki langt undan og föluðust þau
eftir mjólk. Eins og gengur þá
spurði bóndinn hverra manna þau
væru.
Þegar hann áttaði sig á að þar
væri kominn sonur Guðmundar
frá Hólmavík þá lyftist brúnin á
bónda og hann bauð þeim að
þiggja veitingar. Hann sagði þeim
frá ófáum skiptunum þegar Guð-
mundur hafði endurgjaldslaust
hjálpað þeim hjónum og fleirum í
sveitinni með allt það sem hafði
með rafmagn að gera. Svona var
afi Bjarni, alveg eins, hann var úr-
ræðagóður og hjálpsamur alla ævi.
Sín fyrstu búskaparár bjuggu
afi og amma hjá foreldrum ömmu
á Túngötu 10 í Keflavík. Lang-
amma Guðfinna og langafi Jón
voru ekki lengi að átta sig á því
hvaða mann afi hafði að geyma.
Langamma var góður mann-
þekkjari og átti gott með að koma
fyrir sig orði, svona orti hún til afa
þegar hann gekk að eiga dóttur
hennar 13. apríl 1957:
Í þinn kærleiksarminn sterka
örugg legg ég barnið mitt.
Atlot þín til orða og verka
endurspegla hjarta þitt.
Það voru forréttindi að njóta
leiðsagnar ömmu og afa. Amma
okkar er drottning og við munum
passa vel upp á hana. Við erum
þakklát fyrir umhyggjusemina og
yndislegar samverustundir með
þeim. Fyrir hönd afa- og langafa-
barna,
Hólmfríður Vilhjálmsdóttir.
Bjarni
Guðmundsson
Úffff, elsku Benó.
Hvernig í ósköpun-
um á maður að byrja
að skrifa minningar-
orð um þig? Skemmtilegasta,
fyndnasta og hjartahlýjasta
manninn? Manninn sem á ekki að
vera farinn?
Að fá að þekkja þig í 25 ár er
ekki nóg. Þegar þið Emý systir
Benedikt Bragason
✝ BenediktBragason
fæddist 26. ágúst
1970. Hann lést 14.
mars 2020.
Útför Benedikts
fór fram 24. mars
2020.
tókuð saman, þá
byrjaði fjörið! Öll
fjölskyldan bókstaf-
lega dýrkaði þig og
ekki að ástæðulausu.
En svona fyrir utan
allar fyndnu og
skemmtilegu sög-
urnar (sem voru
reglulega rifjaðar
upp) voru alveg jafn
margar fallegar og
upplífgandi. Enda-
laust úti með Dagnýju Lind í fót-
bolta og svo seinna bættist Ben-
óný Orri, sonur þinn og ástin í
lífinu, við.
Ég ætla ekki einu sinni að
reyna að rifja upp allar stundirnar
okkar Dadda með þér og Emý því
þær eru endalausar og mjög svo
mikilvægar minningar. Allar
stundirnar í Eikjuvogi, allar
stundirnar á Frakkastígnum, all-
ar stundirnar í Deildarásnum og
svo í Hraunbænum.
Þegar mamma dó árið 2018 tók
„hetjan Benó“ við. Þú algjörlega
sást um mig og Emý og varst
peppari, bílstjóri, drifkraftur og
allt sem við þurftum.
Þú varst vinur litla mannsins og
með hjarta úr gulli. Ég skal passa
Emý og Benóný Orra og þú skilar
kveðju til mömmu og „afa Braga“.
Nú er stuð í himnaríki og ég get
rétt ímyndað mér hvernig þú
mættir á svæðið; með hlátri og lát-
um.
Ég elska þig Benó og gleymi
þér aldrei.
Elsku Begga og fjölskylda,
hugur minn er hjá ykkur. Takk
fyrir að gefa okkur Benó.
Þín vinkona,
Harpa.
Það er með mikilli sorg sem ég
kveð þig Benedikt minn. Foreldr-
ar þínir, Bergljót Sveinsdóttir og
séra Bragi Benediktsson, bjuggu í
Hafnarfirði og varst þú fimmta
barn þeirra.
Þegar Soffía systir þín hringdi
til mín og tilkynnti mér um andlát
þitt var mér mjög brugðið en við
móðir þín höfum verið vinkonur
alla okkar ævi.
Ég man vel þegar þú komst eitt
sinn með foreldrum þínum til okk-
ar Boga í bústaðinn í Mjóanesi á
Þingvöllum. Þá var gaman og sól-
in skein glatt á okkur. Einnig man
ég þegar þú komst og heimsóttir
okkur í Sigtúnið og samgladdist
okkur með húsið sem við höfðum
þá nýlega keypt.
Bennó minn, þeir deyja ungir
sem guðirnir elska. Þú varst dug-
legur og lærðir kjötiðn en það átti
betur við þig að vera til sjós. Það
var eitthvað heillandi og frjálst.
Bergljót mín, ég sendi þér,
Benóný Orra, syni Benedikts, og
fjölskyldunni allri innilegar sam-
úðarkveðjur.
Sigrún Sigurþórsdóttir.
Elsku Benó. Ég er svo þakklát
fyrir vináttu okkur og allan hlát-
urinn, spjöllin og allt flippið. Þú
varst bara þannig týpa að það var
hægt að fá þig í allt mögulegt og
alltaf var gaman. Börnin okkar
voru eins og systkini og eru það
enn.
Ég lofa að passa vel upp á Ben-
óný minn og Emí mína. Ég mun
sjá um að vera skemmtikrafturinn
núna. Þú varst vinur vina þinna og
ég vissi alltaf að ég gæti leitað til
þín, alltaf komstu manni til að
hlæja. Við eigum eftir að sakna
hláturs þíns og prakkarastrik-
anna. Ég trúi því að þú sért komin
í ljósið og passir upp á strákinn
þinn sem þú elskar svo mikið, þú
varst alltaf svo góður pabbi.
Við elskum þig, Benóný og
Emí. Ég er þakklát fyrir allar
minningarnar, takk fyrir allt,
bless í bili þangað til næst.
Guð geymi þig og fjölskylduna og gefi
þeim öllum styrk.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Ómar Ragnarsson/Gísli á Upp-
sölum)
Maggý, Maggi,
Sóldögg og Vera.
Sálm. 10.14
biblian.is
Þú gefur gaum að
mæðu og böli og
tekur það í hönd
þér. Hinn bágstaddi
felur þér málefni
sitt, þér sem hjálpar
munaðarlausum.
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SNJÁFRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis á
Þorragötu 5, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 20. mars.
Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hjartans þakkir færum við starfsfólki á Sóltúni fyrir hlýju, alúð og
góða umönnun.
Sigrún Kristjánsdóttir Sveinbjörn Jónsson
Erna Kristjánsdóttir Ísleifur Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ALDA BJÖRNSDÓTTIR,
áður til heimilis á Túngötu 22,
Vestmannaeyjum,
andaðist á dvalarheimilinu Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum aðfaranótt 18. mars.
Útförin fór fram í kyrrþey frá Landakirkju 28. mars. Fjölskyldan
þakkar starfsfólki Hraunbúða einstaka umönnun og velvild.
Hörður Hilmisson Marentza Paulsen
Hrefna Hilmisdóttir Örn Ólafsson
Guðný Sigríður Hilmisdóttir
Birna Hilmisdóttir
Inga Jóna Hilmisdóttir
Högni Hilmisson Anna Stefanía Erlendsdóttir
Óðinn Hilmisson Martina Fillippone
Örn Hilmisson Annika Morit Guðnadóttir
barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn
Elskuleg móðir okkar tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURLÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Lína,
frá Selárdal í Súgandafirði,
lést föstudaginn 27. mars á
Hjúkrunarheimilinu Höfða, Akranesi.
Innilegar þakkir sendum við starfsfólkinu á Höfða fyrir einstaka
umönnun, vináttu og virðingu.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fer útför fram í kyrrþey en
minningarathöfn verður auglýst síðar.
Sigurður Kristján Garðarsson
Pálína Kristín Garðarsdóttir Hjörtur Davíðsson
Óskar Gíslason
Steinunn Jónsdóttir
Arnar Jónsson
Alexander Óðinn, Garðar Orri og Hrafnhildur Freyja
Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON,
bifreiðastjóri,
Vogatungu 89, Kópavogi,
lést á krabbameinsdeild Landspítans við
Hringbraut aðfaranótt 30. mars.
Jarðarför hans verður frestað um óákveðinn tíma vegna
samkomubanns og auglýst síðar.
Lára G. Vilhjálmsdóttir Pálmi Aðalbjörnsson
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson Elsa Kristín Helgadóttir
Hjördís Vilhjálmsdóttir Anton Sigurðsson
Klara Sveinbjörnsdóttir Helgi Valgeirsson
Sigríður Sveinbjörnsdóttir
Kim Sorning Guðmundur Baldursson
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar elskulegu móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SÓLVEIGAR HULDU JÓNSDÓTTUR,
Dollýjar,
Hlévangi, Reykjanesbæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Hlévangs fyrir alúð og einstaka umönnun.
Guðbjörg Jóna Pálsdóttir Sigurður Hallmann Ísleifsson
Jón Örn Pálsson Elísabet Kjartansdóttir
Magnús Valur Pálsson Jóna Guðrún Jónsdóttir
Þórður Pálsson Laufey Eydal
Kristinn Pálsson
barnabörn og barnabarnabörn