Morgunblaðið - 02.04.2020, Qupperneq 60
60 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020
50 ára Skúli er Keflvík-
ingur en býr í Kópa-
vogi. Hann er lyfja-
fræðingur að mennt
frá HÍ og lauk doktors-
námi þaðan. Skúli er
lyfsali og rekur apótek-
ið Íslandsapótek á
Laugavegi.
Maki: Guðríður Hallgrímsdóttir, f. 1976,
hárgreiðslukona og heildsali.
Börn: Guðjón Trausti, f. 1994, Gréta
Björg, f. 2001, og Eva Björg, f. 2006.
Foreldrar: Skúli Guðjónsson, f. 1942, fv.
flugstjóri, búsettur í Hafnarfirði, og
Grethe Iversen, f. 1944, fv. verslunar-
stjóri í Fríhöfninni, búsett í Keflavík.
Skúli
Skúlason
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft að temja þér meiri þol-
inmæði. Gakktu hægt um gleðinnar dyr.
Vertu viss um hvað þú vilt þegar þú ert
spurð/ur.
20. apríl - 20. maí
Naut Það reynir á samskipti þín við fólk í
dag. Ekki ætlast til að allt snúist í kringum
þig. Sýndu sveigjanleika í samninga-
viðræðum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ástvinur leyfir þér ekki að gleyma
sér á næstunni. Talaðu tæpitungulaust og
ekki draga fólk í dilka. Hver er sinnar gæfu
smiður.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Vandamál þitt er ekki hægt að leysa
með peningum. Hjá þér fer of mikil orka í að
kvarta yfir hlutunum. Ef þú reyndir þó ekki
væri nema aðeins að sjá jákvæða hluti í að-
stæðunum þá liði þér miklu betur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Mundu að ást er stundum að taka
þarfir einhvers annars fram fyrir sínar eigin.
Þér gæti ekki verið meira sama um hvernig
aðrir haga lífi sínu. Þú veist hvað þú hefur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Samskiptaörðugleikar halda áfram
að valda þér gremju í dag. Til að halda þér á
floti í dag er best að eyða deginum í fé-
lagsskap fólks sem er jákvætt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú þarft að setja öðrum úrslitakosti og
það veldur þér hugarangri. Margir eiga fullt
í fangi með að fylgja þér eftir, en þeir reyna.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Stundum verður bara að kýla
á hlutina en ekki bíða þess að þeirra tími sé
kominn. Kvenkyns félagar geta reynst sér-
staklega hjálplegir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Í dag er ekki rétti tíminn til
þess að leita sátta í fjölskyldunni. Leyfðu
málunum að róast fyrst. Vertu í núinu, þú
átt ekkert annað.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ef einhver reynir að telja þér
hughvarf í dag muntu verja afstöðu þína
með kjafti og klóm. Reyndu að vinna meira í
einrúmi eftir því sem líða tekur á daginn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Marga langar til þess að vera þú
eða fá tíma þinn eða athygli. Aðrir líta til þín
um forustu svo þú mátt hvergi bregðast.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft að ræða nokkur áríðandi
mál við þína nánustu sem síðan reynast
minniháttar.
að vera formaður í stóru búgreina-
félagi.
„Sá tími var ákaflega krefjandi en
greinin gekk í gegnum hremmingar
á mörkuðum erlendis sem hafði
veruleg áhrif á afkomu bænda.
Samningar ríkis við sauðfjárbændur
voru endurskoðaðir á þessum tíma,
þar náðum við inn mikilvægum
verkfærum til sveiflujöfnunnar. Við
settum markið á metnaðarfull verk-
efni í loftslagsmálum og lögðum
áherslu á grænni og nútímalegri
frábæra sveitunga og það gefur
einnig lífinu gildi.“
Félagsstörf
„Ég hef talsvert verið viðloðandi
félagsstörf bænda án þess að hafa
endilega haft það að markmiði,“ en
Oddný var einn stofnenda Samtaka
ungra bænda árið 2009. Hún tók
sæti sem varaformaður í stjórn
Landssamtaka sauðfjárbænda árið
2012 en gegndi þar formennsku
2017-2019. Hún var fyrst kvenna til
O
ddný Steina Valsdóttir
fæddist 2. apríl 1980 í
Úthlíð í Skaftártungu
og ólst þar upp. „Skaft-
ártunga er líklega fal-
legust sveita á Íslandi,“ segir
Oddný.
Oddný gekk í Kirkjubæjarskóla
en framhaldsskólagangan hófst á
Skógum undir Eyjafjöllum. Hún tók
fyrri tvö árin í Skógaskóla en seinni
tvö kláruð frá Fjölbrautaskólanum á
Selfossi. Þá lá leiðin á Hvanneyri og
útskrifaðist Oddný úr búfræði 2001.
Oddný hóf í framhaldi nám í jarð-
fræði við Háskóla íslands og dvaldi
eina önn í Reykjavík. Hún skipti þá
aftur yfir í háskólanám í búvísindum
og kláraði BS-120 gráðu frá Land-
búnaðarháskóla Íslands árið 2005.
„Sumarvinna mín á námsárunum
ásamt landbúnaðarstörfum heima í
Úthlíð var þjónustustörf en þegar
kom lengra í námið vann ég hjá bún-
aðarsamböndum bæði á Suður- og
Austurlandi þar sem ég fékk gagn-
lega reynslu af gerð rekstrargrein-
inga og áætlana fyrir bændur.“
Árið 2004 tók lífið svo ákveðna
stefnu þegar henni og Ágústi, manni
hennar, buðust kaup á búrekstri á
Butru í Fljótshlíð. „Síðan þá hefur
verið vinna okkar og áhugamál að
byggja upp jörðina. Hér voru rúm-
lega 100 ær þegar við tókum við en
búskapurinn á bænum hafði þá stað-
ið í stað um nokkurt skeið. Við höf-
um á þessum árum endurbætt nán-
ast allar girðingar og húsakost,
byggt fjárhús og íbúðarhús, endur-
ræktað öll tún, tvöfaldað ræktunar-
landið og bætt við bústofninn sem
núna telur um 500 fjár og um 60
naut. Þetta hafa verið gjöful og
ótrúlega skemmtileg ár.
Að standa að búrekstri með maka
sínum krefst mikillar samvinnu og
viðvarandi samveru alla daga, ég er
heppin að hafa skemmtilegan félaga
í þessu. Það er nauðsynlegt að geta
haft það skemmtilegt saman. Barna-
lánið hefur leikið við okkur en við
eigum þrjú börn fædd á fjögurra ára
tímabili. Í Fljótshlíð er talsvert af
ungu fólki og mörg börn á aldur við
okkar. Samfélagið hér er gott og
einstaklega vinsamlegt, við eigum
nálgun og ásýnd, því voru mörg
verkefni undir.
Landnýtingar- og beitarmál voru
ofarlega á baugi þennan tíma. Við
lögðum áherslu á að efla faglega
þekkingu og bæta nálgun við mat á
sjálfbærni beitarnýtingar. Lykil-
atriði í því samhengi er vöktun á
gróður- og jarðvegsauðlindinni og
fyrir slíku verkefni töluðum við
sleitulaust frá 2012 en árið 2017 var
skrifað undir samkomulag um slíkt
verkefni sem er samstarfsverkefni
Oddný Steina Valsdóttir bóndi – 40 ára
Butra í Fljótshlíð Oddný og Ágúst tóku við rekstri búsins árið 2004, hagarnir og fjallið Þríhyrningur eru í baksýn.
Með myndarbúskap á Butru
Systkinin Valur, Jens Eyvindur og Auður við Jökulsárlón 2018.Bændurnir Oddný og Ágúst.
30 ára Ásta er Reyk-
víkingur, ólst að mestu
upp í Seljahverfinu en
býr í Vesturbænum.
Hún stundaði nám í
viðskiptafræði og upp-
eldisfræði í HÍ, var
flugfreyja hjá Wow air
og er í fæðingarorlofi.
Maki: Eiríkur Páll Erlendsson, f. 1989,
smiður og verktaki.
Dóttir: Harpa Karen Eiríksdóttir, f. 2019.
Foreldrar: Jón Þór Stefánsson, f. 1967,
framkvæmastjóri erlendis, og Vilborg
Linda Indriðadóttir, f. 1967, hjúkrunar-
fræðingur og aðstoðardeildarstjóri á
Landspítalanum. Þau eru búsett í Reykja-
vík.
Ásthildur María
Jónsdóttir
Til hamingju með daginn
Reykjavík Harpa Karen Eiríksdóttir
fæddist 21. september 2019 kl. 22.27 í
Reykjavík. Hún vó 4.660 g og var 55,5
cm löng. Foreldrar hennar eru
Ásthildur María Jónsdóttir og Eiríkur
Páll Erlingsson.
Nýr borgari
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi, Akureyri | ) 588 0640 | casa.is
Cuero Mariposa
Hannaður árið 1938 af:
Bonet, Kurchan & Ferrari
Leður stóll verð 149.000,-
Leður púði verð 13.900,-