Morgunblaðið - 02.04.2020, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 02.04.2020, Qupperneq 63
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Landsleikir karla- og kvennalandsliða Íslands í undankeppni Evrópumótanna í fótbolta fara ekki fram í júnímánuði eins og stefnt var að. Knatt- spyrnusamband Evrópu, UEFA, fundaði með fulltrúum allra 55 aðildarþjóðanna í gær og til- kynnti síðan þetta og fleira að loknum fundi framkvæmdastjórnarinnar sem haldinn var í kjölfarið. Umspilinu fyrir EM karla þar sem Ísland mætir Rúmeníu var upphaflega frestað frá 26. mars til 4. júní. Nú hefur umspilinu verið frestað um óákveðinn tíma, líklega til haustsins, enda er svigrúmið til að ljúka því orðið mun meira en áð- ur eftir að lokakeppni EM var frestað um eitt ár, til sumarsins 2021. Kvennalandslið Íslands átti að mæta Ung- verjalandi, Slóvakíu, Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM 2021 í apríl og júní. Þeim leikj- um hefur verið frestað um óákveðinn tíma, enda er nú nánast öruggt að EM kvenna verði frestað til sumarsins 2022. Þar með hefur aðildarþjóðum UEFA verið gefið enn betra svigrúm til að ljúka sínum keppnistímabilum en almennt er nú stefnt að því að hefja deildakeppni í Evrópu á ný í júní og ljúka henni í júlí eða jafnvel í ágúst. UEFA hefur ennfremur gefið upp að stefnt sé að því að ljúka Meistaradeild Evrópu og Evrópu- deild UEFA í júlí og ágúst en í báðum mótunum er sextán liða úrslitum ólokið. U19 ára landslið kvenna hefur lokið keppni í EM 2020. Liðið var komið í milliriðil og átti að leika um sæti í lokakeppninni í Hollandi um miðjan þennan mánuð. Keppninni hefur nú verið aflýst, rétt eins og keppni U17 ára karla, en þar komst Ísland ekki áfram. U19 ára landslið karla og U17 ára landslið kvenna eiga hins vegar möguleika á að ná lengra á EM. Bæði eru komin í milliriðla og þar sem leikið er um sæti á HM í þessum aldursflokkum í lokakeppni EM hefur þeim mótum verið frestað en þeim ekki aflýst. Deildir Evrópu spilaðar í sumar – landsleikjum frestað ÍÞRÓTTIR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 Eins og útlitið er núna bendir fátt til þess að ÍR muni tefla fram meistaraflokki kvenna í hand- boltanum næsta vetur. ÍR-ingar greindu frá þessu í síðustu viku og einhverjir leikmanna liðsins hafa lýst vonbrigðum sínum. Framarar hafa blandast inn í um- ræðuna því Fram bauðst til þess að spila ágóðaleik við kvennalið ÍR til að afla fjár. Sé farið aðeins aftur í tímann þá hefur það gerst áður að ÍR hafi ekki boðið upp á meistaraflokk kvenna í handboltanum. Þá var félagið í þeirri stöðu að innan handknattleiksdeildarinnar höfðu alist upp margar snjallar handboltakonur. Þær voru að ég held ekki komn- ar á meistaraflokksaldur en reru á önnur mið vegna þessara að- stæðna. Fjöldi þeirra lét mjög að sér kveða. Má nefna þar nefna markahæstu landsliðskonuna frá upphafi, Hrafnhildi Skúladóttur, og systur hennar Dagnýju og Drífu. Einnig Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttur, Þórdísi Brynj- ólfsdóttur, Hafrúnu Kristjáns- dóttur og Guðrúnu Hólmgeirs- dóttur. Sjálfsagt mætti nefna fleiri. Önnur félög fengu að njóta krafta þessara leikmanna og unnu margar þeirra fjölda titla. Ekki sneru þær aftur í ÍR svo ég muni. Hvort það hafi verið vegna sárinda yfir ákvörðun félagsins þekki ég ekki. Er þetta skrifað eftir minni sem einu sinni var ágætt en fer versnandi með hverju árinu. Ef til vill eru nú efnilegir leik- menn í yngri flokkum ÍR eins og þá en manni finnst sagan vera að endurtaka sig í einhverri mynd alla vega. En þetta sýnir líka hvað starfsemi í íþróttahreyfing- unni er ofboðslega viðkvæm. Það virðist alltaf vanta meira fjármagn og fleiri sjálfboðaliða. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is ÍTALÍA Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Brescia í ítölsku A-deildinni, hefur ekki farið mikið út úr húsi undan- farnar vikur vegna kórónuveir- unnar sem nú herjar á heims- byggðina. Birkir, sem er 31 árs gamall, býr í Brescia, rúmlega 200 þúsund manna borg í Langbarðalandi í norðurhluta Ítalíu. Ítalía er það Evrópuland sem hefur farið verst úr út úr veirunni en alls hafa tæp- lega 106 þúsund manns greinst með veiruna þar í landi og þar af eru 12.428 látnir vegna hennar. Kórónveirufaraldurinn hefur leikið íbúa Langbarðalands grátt en þar hafa flest smitin í landinu verið staðfest og ríkir algjört út- göngubann í héraðinu þessa dag- ana. „Ástandið hérna er ekki gott, það verður bara að segjast,“ sagði Birkir í samtali við Morgunblaðið í gær. Göturnar hér eru nánast allar auðar og borgin minnir um margt á draugabæ þessa dagana. Það hefur ríkt útgöngubann hérna undan- farnar þrjár vikur og fólk virðir það. Þú mátt fara út í apótek og matvörubúð til þess að kaupa nauð- synjavörur en yfirvöld vilja að fólk fari eins sjaldan út og kostur er. Maður á í raun bara að fara í mesta lagi einu sinni í viku út í búð en annars er maður bara læstur inni í íbúð.“ Fylgir öllum fyrirmælum Landsliðsmaðurinn skrifaði undir átján mánaða samning við Brescia 18. janúar síðastliðinn en hann kom til félagsins á frjálsri sölu. Hann reyndi hvað hann gat til þess að komast til Íslands þegar hann sá í hvað stefndi á Ítalíu en fékk ekki leyfi frá félagsliði sínu til þess að yfirgefa landið. „Ég reyndi að komast heim til Íslands þegar faraldurinn var að byrja hérna á Ítalíu en það gekk ekki eftir. Ég fékk ekki leyfi frá klúbbnum til að ferðast og ég get alveg viðurkennt það að þetta er ekki beint óskastaða að vera svona nálægt þungamiðjunni þar sem þetta allt er að gerast einhvern veginn. Ég er bara hálftíma frá þessum stöðum sem hafa orðið einna verst úti vegna veirunnar en maður reynir að gera sitt besta í að fara eftir öllum tilmælum. Ég er í daglegu sambandi við fjölskyldu mína sem hefur vissulega áhyggjur af stöðunni. Sjálfur er ég rólegri yfir þessu, þannig séð, en þetta er ekki góð staða að vera í svo það sé alveg á hreinu. Það hafa margir látist úr veirunni nú þegar og þetta lítur mjög illa út. Ég reyni hins vegar að gera gott út þessu og maður hugsar fyrst og fremst um að halda þetta út.“ Krefjandi æfingar heima fyrir Birkir hefur komið við sögu í fimm leikjum með Brescia á tíma- bilinu, þar af hefur hann þrívegis verið í byrjunarliðinu. Hann var því nýbyrjaður að finna taktinn með liðinu þegar kórónuveiran skaut upp kollinum, en þar sem hann er svo gott sem nýfluttur til Ítalíu er hann ennþá að koma sér fyrir í húsakynnum sínum í Brescia. „Ég er tiltölulega nýkominn hingað og er í raun ekki með neina æfingaaðstöðu heima hjá mér. Ég er hvorki með hjól né hlaupabretti sem gerir hlutina aðeins meira krefjandi. Ég reyni að sjálfsögðu að hreyfa mig inni með almennum styrktaræfingum og þess háttar. Ég hef stundað mikið jóga í gegn- um netið svo maður hefur alveg náð að gera eitthvað. Eins er ég með ákveðið lyftingaprógramm frá félaginu sem ég fylgi og svo reyni ég sjálfur að vera duglegur að gera æfingar sem henta mér vel. Það eru allir hjá félaginu meðvitaðir um hvað er í gangi og við fáum upplýs- ingar í gegnum félagið öðru hverju. Eins erum við leikmennirnir með hópspjall þannig að maður er í ein- hverju sambandi við félagið en ann- ars er besta upplýsingaflæðið alltaf í gegnum fréttirnar í sjónvarpinu. Heilsa fólks í fyrsta sæti Hinn 9. mars síðasliðinn tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu að öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu yrði frestað til 3. apríl í fyrsta lagi. Birkir telur engur líkur á því að íþróttastarf muni hefjast á ný á Ítalíu í næstu viku og telur allar líkur á því að keppni í A-deildinni muni ekki hefjast fyrr en í maí eða júní. „Ég geri fastlega ráð fyrir að það sé langt í að hlutirnir snúi aft- ur í eðlilegt horf hérna. Það létust um 900 manns á einum sólarhring hérna um daginn og núna er í raun talað um að útgöngubannið, sem á að renna úr gildi á föstudaginn, verði lengt áfram fram í maí eða jafnvel júní. Eins og staðan er í dag hef ég ekki hugmynd um hve- nær fótboltinn byrjar aftur að rúlla hérna. Í sannleika sagt finnst mér erfitt að hugsa um fótbolta núna ef við horfum til alls þess sem er að gerast í landinu. Það eru aðrir hlutir í gangi sem eru mun mik- ilvægari en fótboltinn og heilsa fólks verður alltaf að vera í fyrsta sæti,“ sagði Birkir í samtali við Morgunblaðið. Reyni að halda út í Brescia  Birkir Bjarnason fer varla út úr húsi á Norður-Ítalíu þessa dagana  Telur langt í að það verði byrjað að spila fótbolta í landinu á nýjan leik Morgunblaðið/Eggert Brescia Birkir Bjarnason bíður átekta á heimili sínu í Brescia og segir að fólk eigi helst að fara bara einu sinni út í viku til að kaupa í matinn. Guðmundur Rúnar Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fjölnis í handknattleik til næstu tveggja ára en hann tekur við af Kára Garðarssyni. Guðmundur hef- ur undanfarin tvö ár verið aðstoð- arþjálfari liðsins en hefur í mörg ár starfað hjá Fjölni sem þjálfari yngri flokka og sem styrktarþjálfari. Þetta verður frumraun Guðmundar sem aðalþjálfari í meistaraflokki. Fjölnismenn eru fallnir úr úrvals- deildinni eftir eins árs dvöl þótt tveimur umferðum sé ólokið og leika því í 1. deild á næsta tímabili. Guðmundur í stað Kára Ljósmynd/Fjölnir Fjölnir Guðmundur Rúnar Guðmundsson tekur við liðinu. Simone Biles frá Bandaríkjunum, besta fimleika- kona heims og fjórfaldur ólymp- íumeistari, segir að hún hafi grátið þegar ljóst varð að Ólympíu- leikarnir færu ekki fram í Tókýó í sumar. Biles hefur verið mjög virk á samfélags- miðlum en hafði hinsvegar ekki birt nein viðbrögð við frestuninni fyrr en hún ræddi við NBC í gær. „Ég vissi ekki hvernig mér ætti að líða. Ég bara sat og grét en þegar upp var staðið var þetta rétt ákvörð- un. Við verðum að sjá til þess að allir Bandaríkjamenn og allur heimurinn sé heilbrigður og öruggur. Þetta var erfitt en í lagi,“ sagði Biles en hún hafði áður sagt að hún myndi hætta keppni eftir leikana. Hún sagði að það yrði mikil áskor- un fyrir sig að vera klár í slaginn fyrir leikana 2021. „Hvað líkamlega ástandið varðar hef ég engar áhyggjur því þjálfararnir munu koma mér aftur í form en andlega séð verður þetta erfitt. Við þurfum að halda okkur í formi andlega, ekki síður en líkamlega. Það mun skipta miklu máli að hlusta bæði á líkama sinn og hug,“ sagði Biles við NBC. Grét þegar leikunum var frestað Simone Biles KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson, sem af mörgum er talinn besti körfuboltamaður Íslandssögunnar, hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Jón Arnór, sem var at- vinnumaður í 13 ár, sat fyrir svör- um í þættinum Sportið á Stöð2 Sport í gærkvöld. Hann sagði áður en nýlokið keppnistímabil hófst að það yrði hans síðasta á ferlinum. Spurður hvort sú ákvörðun stæði svaraði Jón því til að það væri ekki ennþá ákveðið mál hvort skórnir færu á hilluna en það væru þó meiri líkur en minni að svo færi. Morgunblaðið/Eggert Sigursæll Jón Arnór Stefánsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2014. Ferli Jóns Arnórs líklega lokið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.