Morgunblaðið - 02.04.2020, Page 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020
piano“ tækni en þá eru hlutir settir
inn í píanóið til að fá áhugaverða
áferð úr hljóðfærinu, eins og því er
lýst í tilkynningu.
Innhverf, lífræn, tær og hrá
Sævar er beðinn um að lýsa tón-
listinni og segir að fyrir sér sé hún
innhverf, lífræn og einkennist af
tærum hráleika. „Þemað er ein-
manaleiki og allar þær góðu og
slæmu hliðar sem fylgja þeirri til-
finningu,“ útskýrir Sævar en lögin á
plötunni eru öll án söngs, instru-
mental. Fyrirtækið sem gefur plöt-
una út er enskt, nefnist Whitelabrecs
og sérhæfir sig í útgáfu á takmörk-
uðum upplögum af plötum á CD-R-
geisladiskum.
Blaðamaður hefur orð á því að
platan komi út á hárréttum tíma,
bæði tónlistarlega og þematískt séð,
á tímum kórónuveirufaraldurs þegar
margir finna einmitt fyrir einangrun
og einmanaleika og hafa auk þess
meiri tíma en ella til að
leggjast upp í sófa með
heyrnartól og hlusta á
nýútkomnar plötur.
Sævar tekur undir
þetta en segir algjöra
tilviljun að platan
komi út á þessum tíma
þar sem hún var tekin upp
áður en fréttir tóku að berast
af veirunni.
Kunnugur og ókunnugur
Í tilkynningu vegna plötunnar er
vísað í þýskt orðatiltæki sem í ís-
lenskri þýðingu útleggst svo: „Ég er
heimsborgari, kunnugur alls staðar,
ókunnugur alls staðar“ og segir að
S.hel finnist þetta lýsa honum vel
þar sem hann fæddist í London, ólst
upp í Þýskalandi og býr nú á Íslandi.
„Ég var að velta fyrir mér sjálfs-
myndinni og sjálfinu og hvernig við
tengjum það við staði og uppruna,
hvar við erum staðsett í heiminum.
Ég fæddist í London, ólst upp í
Þýskalandi og flutti svona átta sinn-
um milli landa þegar ég var krakki.
Ég var því alltaf mjög óviss um upp-
runa minn,“ útskýrir Sævar. Löngu
síðar, þegar hann hafði endanlega
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tónlistarmaðurinn og listaháskóla-
neminn Sævar Jóhannesson sendi
frá sér sína fyrstu breiðskífu 28.
mars síðastliðinn og ber hún titilinn
Disconnect, sem er enska sögnin yfir
að aftengjast.
„Ég sendi labelinu póst með út-
gáfudag í huga, 28. mars sem er al-
þjóðlegur píanódagur. Þau sögðu
mér að þau gæfu bara út á laugar-
dögum og að þó að þau væru með út-
gáfuplan langt fram í tímann hefði
listamaður einmitt forfallast á þess-
um degi og 28. væri laugardagur svo
þetta smellpassaði!“ segir Sævar
sem gengur undir listamannsnafninu
S.hel, með vísan í enska orðið yfir
skel.
Áhrifavaldar úr heimi
píanótónlistar
Sævar segir áhrifavalda sína eink-
um koma úr heimi
píanótónlistar og nefnir
hann kennara sína,
Sunnu Gunnlaugs-
dóttur og Kjartan
Valdemarsson, tón-
listarmanninn Mikael
Lind sem hljóðbland-
aði plötuna og tónskáld
á borð við Jóhann Jó-
hannsson og Hildi Guðnadóttur og
nýklassísk tónskáld á borð við Nils
Frahm, Arvo Pärt og Max Richter.
Píanó er í forgrunni á plötunni
enda Sævar lærður píanóleikari og
kennir líka á píanó. Hann er auk þess
á lokaári í tónsmíðanámi við Lista-
háskóla Íslands.
Sævar hefur tekið þátt í fjöl-
breyttum verkefnum, m.a. samið tón-
list við uppfærslu á Mutter Courage
eftir Bertolt Brecht í Samkomuhús-
inu á Akureyri og Kassanum í Þjóð-
leikhúsinu í fyrra en sú tónlist ómaði
einnig í upphafsatriði Grímuverð-
launanna í fyrra.
S.hel mun koma fram á Iceland
Airwaves nóvember og hann vinnur
nú einnig að plötu í samstarfi við
Mikael Lind en á henni verður lögð
áhersla á svokallaða „prepared
komið sér fyrir á Íslandi, áttaði hann
sig á jákvæðri hlið þessarar reynslu.
Samið við sögur
Sævar er spurður að því hvert
hann stefni í framtíðinni, hvort hann
sjái fyrir sér að gefa út plötur og
halda tónleika eða hvort hann vilji
vinna meira við leikhús eða kvik-
myndir. Hann segist fyrst og fremst
grípa þau tækifæri sem gefast og
helst vilja vinna við að búa til tónlist
við myndefni, þætti eða kvikmyndir
eða leikhús. „Mér finnst ofboðslega
gaman að vinna með listamönnum úr
öðrum listgreinum,“ segir hann.
Tónlist án söngs sé hans sterka hlið
og honum þyki gaman að semja tón-
list við sögur.
Vegna samkomubanns verða engir
útgáfutónleikar haldnir á næstu vik-
um og segist Sævar verða að fresta
þeim fram á sumar eða jafnvel leng-
ur. „Ég er líka að fara að spila á
Airwaves og langaði að nota útgáfu-
tónleika í að æfa mig að koma fram,“
segir hann. Hann sé núna á kafi í að
klára lokaverkefni sitt í tónsmíða-
náminu, tónsmíðarnar við Mutter
Courage.
Plötu Sævars má nálgast á vef-
slóðinni whitelabrecs.band-
camp.com/album/disconnect.
Ólíkar hliðar einmanaleikans
Ljósmynd/Katla Sólnes og Gunnar Örn Árnason
Einbeittur Sævar Jóhannesson, S.hel, einbeittur við sköpun tónlistar. Fyrsta breiðskífa hans er komin út.
S.hel gefur út breiðskífuna Disconnect „Ég var að velta fyrir mér sjálfsmyndinni og sjálfinu og
hvernig við tengjum það við staði og uppruna,“ segir tónlistarmaðurinn Píanó er í forgrunni
Mennta- og menningarmálaráðu-
neytið hleypti í gær af stokkunum
lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar
sem börn og fullorðnir eru hvött til
að nýta til lesturs þann tíma sem
gefst við núverandi aðstæður.
„Lestur er sérstaklega mikil-
vægur fyrir börn, enda ræðst náms-
árangur barna að stórum hluta af
lesskilningi sem eykst með auknum
lestri. Lestur veitir fullorðnum örv-
andi hvíld frá amstri og áhyggjum
dagsins og með lestri aukum við
saman veg íslenskrar tungu. Orða-
forði eykst, nýjar hugmyndir
kvikna, skilningur á lesmáli batnar
og þannig skilningur á heiminum
öllum. Þá styður aukinn lestur við
skapandi störf rithöfunda og þýð-
enda. Því meira sem við lesum því
betra!“ segir í tilkynningu frá ráðu-
neytinu. Lestrarverkefnið nefnist
„Tími til að lesa“ og er heitið dreg-
ið af núverandi aðstæðum þar sem
margir hafa meiri tíma en áður til
að lesa og þörfin fyrir hugar-
leikfimi hefur sjaldan verið meiri.
„Árangurinn er mældur í tíma,
þar sem Íslendingar eru hvattir til
að skrá allan sinn lestur á vefsíð-
unni timitiladlesa.is. Þar geta þátt-
takendur líka fylgst með sameig-
inlegum lestri þjóðarinnar frá degi
til dags. Á næstu fjórum vikum
munu þar safnast upp ýmsar upp-
lýsingar um lestur, hugmyndir að
lesefni fyrir ólíka aldurshópa,
hvatningarmyndbönd frá rithöf-
undum og öðrum sem segja okkur
hvað og hvar þeim finnst gaman að
lesa.“ Verkefnið stendur til 30. apr-
íl og að því loknu hyggjast íslensk
stjórnvöld freista þess að fá
afraksturinn skráðan í Heimsmeta-
bók Guinness. „Slíkt hefur ekki ver-
ið gert áður og því yrði hér um að
ræða fyrsta heimsmet sinnar teg-
undar. Metið gæti orðið viðmið ann-
arra þjóða, eða okkar sjálfra til að
bæta með tíð og tíma.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bækur Íslendingar á öllum aldri eru
hvattir til að lesa af kappi í apríl.
Tími til að lesa
Freista þess að fá afraksturinn
skráðan í Heimsmetabók Guinness