Morgunblaðið - 02.04.2020, Page 68

Morgunblaðið - 02.04.2020, Page 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2020 VEIÐIHNÍFAR Í ÚRVALI VERÐ FRÁ 5.660.- Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is Frír heimsending út apríl HA PPATALA • D AGSINS ER • TIL HAMINGJU – ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA! Farðu inn ámbl.is/happatala og gefðu upp töluna til að komast í pottinn. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt alla fimmtudaga og laugardaga næstu vikurnar, því þú gætir unnið glænýjan Samsung Galaxy S20+. 68 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er mikil og krefjandi áskorun fyrir nemendur mína,“ segir Hákon Már Oddsson, fagstjóri kvikmynda- sviðs Borgarholtsskóla. Nemendur hans tóku upp sýningu Borgarleik- hússins á Ríkharði þriðja eftir Shakespeare sem streymt var á vef leikhússins um liðna helgi og verður aðgengileg fram yfir næstu helgi hið minnsta. Á undan sýning- unni má sjá listamannaspjall þar sem þátt taka Brynhildur Guð- jónsdóttir, leik- stjóri uppfærsl- unnar, Hjörtur Jóhann Jónsson, sem lék titilhlut- verkið, og Kristján Þórður Hrafns- son, þýðandi verksins. Hákon, sem er kvikmyndagerðar- maður, var sviðstjóri listnáms Borg- arholtsskóla til 2019 þar sem kennd er grafísk hönnun, leiklist og kvik- myndagerð. „Um er að ræða þriggja ára nám til stúdentsprófs og eru um 12-18 nemendur í hverjum bekk á hverju ári á sviðinum þremur,“ segir Hákon, sem kennt hefur við skólann frá 2002. „Áður kenndi ég við Kvik- myndaskólann, Margmiðlunarskól- ann og HÍ,“ segir Hákon sem vann árum saman hjá RÚV, Stöð 2 og ítalskri sjónvarpsstöð, oft á tíðum við beinar útsendingar þar sem not- ast er við fjölkameruvinnslu. „Borg- arholtsskóli byrjaði með stafrænar útsendingar 2002 þegar sjónvarps- stöðvarnar voru enn hliðrænar,“ segir Hákon og tekur fram að það sé mjög kennsluvænt að vera með fjölkameruvinnslu. „Þegar ég byrj- aði að kenna við skólann var strax lögð áhersla á að vinna verkefni utan skólans, sem helgast í raun af skorti á sérhæfðri aðstöðu í skólanum. Það má líkja aðstöðunni okkar við það að kenna bíliðnir í mjög vel búnum bíl- skúr. Okkar lausn var því að fara út úr skólanum,“ segir Hákon. Í gegn- um tíðina hafa nemendur hans með- al annars unnið innslög fyrir RIFF og streymt masterklössum á vegum hátíðarinnar, tekið upp tónleika hjá ýmsu tónlistarfólki – þeirra á meðal Björk, leiksýningar bæði í Þjóðleik- húsinu og Borgarleikhúsinu, Músík- tilraunir og hokkíleiki meistara- deildar í Egilshöll. Spurður hvernig undirbúningi fyrir upptöku leiksýningar sé háttað segir Hákon að nemendur á lokaári námsins fái handrit til og sjái sýn- inguna sem jafnframt er tekin upp á einni myndavél. „Í framhaldinu fara nemendur að stúdera sýninguna, brjóta niður til að búa til skotplan,“ segir Hákon og tekur fram að í til- felli Ríkharðs þriðja hafi Guðrún Birna Pétursdóttir og Óliver Ormar Ingvarsson tekið verkstjórnina að sér og séð um upptökustjórnina. „Upptökur fara fram á sýningu og það er ákveðin áskorun að tengja öll tækin saman, enda þarf oft á tíðum 100 metra snúrur,“ segir Hákon og bendir á að einnig þurfi að gæta að því að myndavélarnar séu ekki oft hátt stilltar í áhorfendabekkjunum til að trufla ekki leikhúsgesti. „Þeg- ar farið er að klippa efnið saman þarf síðan að gæta að því að hlut- fallið milli nær- og víðmynda sé sem best,“ segir Hákon. Aðspurður segir hann mismunandi hvað bíði nemend- anna að námi loknu. „Sumir stofna fyrirtæki. Aðrir ráða sig í vinnu hjá framleiðslufyrirtækjum og öðlast meiri reynslu meðan enn aðrir fara í áframhaldandi nám í faginu. Þetta er kvikmyndagerðarfólk framtíð- arinnar og reynslan hefur sýnt að þau læra mjög mikið á nemenda- verkefnum sínum með öllum þeim áskorununum sem í þeim felast,“ segir Hákon að lokum. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Upptekinn Hjörtur Jóhann Jónsson í hlutverki sínu sem Ríkharður þriðji í uppfærslu Borgarleikhússins. „Mikil og krefjandi áskorun“  Nemendur á lokaári kvikmyndasviðs Borgarholtsskóla tóku upp Ríkharð þriðja sem sjá má á vef Borgarleikhússins næstu daga  „Mikil og góð áskorun,“ segir Hákon Már Oddsson fagstjóri Hákon Már Oddsson Tónlistarmaðurinn Auður gefur á morgun út svítuna ljós og segir í tilkynningu að verkið sé bæði í senn eitt lag og skipt í fjóra sjálf- stæða kafla. Forminu svipi því til svítu í klassískri tónlist. Svítunni er lýst sem hringrás ólíkra tilfinninga sem endurtaki sig í sífellu. „Hring- rás vanans sem við finnum okkur föst í. Losti og tilfinningin að kunna meta áráttuna sjálfa,“ segir þar og að Auður dragi formföst áhrif frá framsæknum rokk- hljómsveitum á borð við Pink Floyd og The Mars Volta og blandi við rytmíska hljóðheima og per- sónulegar lagasmíðar. Auður skrifar: „Skynsamara fólk en ég segir að þetta myndi fá meira streymi seinna. Að ég ætti að bíða aðeins. Á tímum þar sem við megum ekki snertast þá snertir tónlistin okkur sem aldrei fyrr. Tónlistin hefur alltaf verið til stað- ar fyrir mig – líka þegar heimurinn virðist vera að hrynja. Hér er mitt framlag. Kveikjum eldana. Hellum rauðvíni. Njótum ásta. Dönsum með lokuð augun. Kyssumst með ljósin kveikt. Njótið.“ Vísun Myndin sem fylgir útgáfunni minnir á eitt verka Salvadors Dalí. Auður gefur út svítuna ljós

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.