Morgunblaðið - 25.04.2020, Side 1

Morgunblaðið - 25.04.2020, Side 1
L A U G A R D A G U R 2 5. A P R Í L 2 0 2 0 Stofnað 1913  97. tölublað  108. árgangur  Njóttu hækkandi sólar á rúntinum. Uppáhaldsbíllinn þinn bíður! HEKLA · Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/vefverslun LEIKUR KLÓK- AN VÍKINGA- FORINGJA SNÚIN STEYPUVINNA FLAK EL GRILLO LEKUR ENN 10EYSTEINN Á NETFLIX 34  „Það er búið að kippa stoðunum undan þessari þjónustu. Við er- um komin 50 ár aftur í tímann með sjópóstinn,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts. Ástandið sem skapast hefur í samgöngum í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins hefur valdið miklum seinkunum á póst- sendingum. Margra vikna bið er eftir bréfum frá Bandaríkjunum, sem eru nú send sjóleiðis til Evrópu, og tugir tonna af sendingum frá netversl- unum í Kína bíða í kerfinu eftir að komast til Íslands. Erfitt hefur reynst að fá erlenda samstarfsaðila til að breyta ferlum sínum. Birgir segir svipað ástand vera í flestum löndum. »2 Birgir Jónsson Sjópóstur færir okkur aftur um 50 ár Hugrún ÞH-240 er varðveitt í Útgerðarminjasafninu á Greni- vík. Þar hefur þessi 64 ára gamli bátur verið í allmörg ár og pallarnir í kringum hann eru vinsæll viðkomustaður ferðafólks, en þaðan er upplagt að fylgjast með sólinni setjast á bak við fjöll Eyjafjarðar. Báturinn hét lengi Hólmatindur og hafði víða ratað á langri ævi áður en hann fékk samastað á landi safnsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Öldungur miðdepillinn á sumarkvöldi í Grenivík Stefán E. Stefánsson Baldur Arnarson „Þeir verða örugglega yfir tíu því vinna okkar stjórnmálamanna næstu misseri er að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin.“ Þetta segir Þór- dís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferða- mála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráð- herra, þegar hún er spurð út í hversu marga aðgerðapakka ríkisstjórnin muni þurfa að kynna á komandi mán- uðum vegna þess ástands sem nú er uppi í íslensku efnahagslífi. Þórdís er viðmælandi í Viðskiptapúlsinum, hlaðvarpi ViðskiptaMoggans sem nú hefur verið birt. Reynist ráðherra sannspár á ríkisstjórnin eftir að kynna að minnsta kosti átta aðgerða- pakka til bjargar íslensku efna- hagslífi í kjölfar kórónuveiru- faraldursins. Segir Þórdís verkefnið gríðar- legt að vöxtum og að sumum fyrir- tækjum verði ekki bjargað, hversu umfangsmiklar sem aðgerðir stjórnvalda verði. Hætt sé við að mjög fáir ferðamenn muni leggja leið sína til landsins nú í ár. Ráðherra segir stjórnvöld fylgjast náið með framvindu mála á vettvangi Icelandair Group og þá sé ljóst að staða Isavia sé einnig áhyggjuefni. Hennar skoðun sé sú að styrkja mætti stöðu Keflavíkurflugvallar með því að fá einkafjárfesta sem hefðu reynslu af rekstri alþjóðaflugvalla er- lendis sem minnihlutaeigendur að vellinum. Hún tekur þó fram að það sé ekki hluti af stefnu stjórnvalda að svo stöddu. Uppstokkun í burðarliðnum Viðmælendur Morgunblaðsins í hótelgeiranum reikna með uppstokk- un á markaðnum á komandi vikum og mánuðum. Rekstri City Park Hótels í Ármúla hefur verið hætt. Þá hefur lögmaður annars hótels fengið það svar frá leigusala að gengið verði að tryggingum vegna ógreiddrar leigu í marsmánuði. Af þessu tilefni fólu hóteleigendur Viðari Má Matthías- syni prófessor að kanna réttarstöðu hótela gagnvart leigusölum og lán- veitendum. Niðurstaða Viðars Más er að fjórar reglur fjármunaréttar geti haft áhrif á stöðu leigutaka gagnvart slíkum skuldbindingum. Ferðabann vegna kórónuveirufaraldursins og hindranir sem af því leiði geti talist grundvöllur þess að slíkar reglur nái til þeirrar stöðu sem upp er komin á markaðn- um. Sú niðurstaða gæti haft þýðingu fyrir aðrar atvinnugreinar sem horft hafa fram á gríðarlegt tekjuhrun og geta í mörgum tilvikum ekki staðið við skuldbindingar sínar. Tíu pakkar hið minnsta  Ferðamálaráðherra segir stjórnvöld munu þurfa að grípa enn meira inn í stöðuna  Lítið verði úr ferðaþjónustu í ár  Stefnir í erfitt uppgjör á hótelmarkaði Þórdís Kolbrún Gylfadóttir MKórónuveiran »4, 6, 11, 16-18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.