Morgunblaðið - 25.04.2020, Síða 6
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Reglur fjármunaréttar gætu haft
áhrif á réttarstöðu hótela þegar kór-
ónuveirufaraldrinum lýkur. Óvið-
ráðanlegar hindranir, í þessu tilviki
bann við komu ferðamanna til lands-
ins, komi enda í veg fyrir að fyrir-
tækin geti efnt samninga.
Þetta má ráða af álitsgerð sem Við-
ar Már Matthíasson, fyrrverandi
hæstaréttardómari og rannsóknar-
prófessor við lagadeild Háskóla Ís-
lands, vann fyrir
Fyrirtæki í hótel-
og gistiþjónustu
(FHG).
Viðar Már er
einn helsti sér-
fræðingur lands-
ins í kröfurétti.
Lögmaður
FHG fór þess á
leit við Viðar Má
að hann athugaði
réttarstöðu félagsmanna gagnvart
viðsemjendum þeirra. Nánar tiltekið
stöðu fyrirtækjanna vegna samninga
um leigu á fasteignum og lánveiting-
um til rekstrarins með hliðsjón af að-
stæðum vegna kórónuveiru-
faraldursins.
Milljarðar í húfi
Ljóst er að ferðabannið mun hafa
langvinn áhrif á ferðaþjónustuna. Að
sama skapi er ljóst að um milljarða
króna gæti verið að tefla fyrir hótelin.
Annars vegar hafa mörg þeirra fjár-
fest mikið síðustu misseri og hins veg-
ar eru mörg leigutakar og hafa horft
fram á tekjuhrun. Niðurstaða samn-
inga við leigusala, eða lánardrottna,
gæti því jafnvel ráðið úrslitum um
eignarhald hótelanna þegar faraldr-
inum lýkur. Því er mikið í húfi.
Félagsmenn í FHG hafa ríflega
80% markaðshlutdeild á markaði sem
telur tæplega 11 þúsund herbergi,
samkvæmt áætlun Hagstofunnar.
Þótt álitsgerðin hafi verið unnin
fyrir hóteleigendur gæti hún átt við
fyrirtæki í öðrum greinum sem horft
hafa fram á tekjuhrun vegna farald-
ursins og því ekki getað efnt samn-
inga.
Grundvallarregla í kröfurétti
Viðar Már gerir grein fyrir þeim
fjórum reglum íslensks og norræns
fjármunaréttar sem hann telur að
gætu haft áhrif á þær samningsskuld-
bindingar sem um ræðir. Niðurstaðan
er studd dómafordæmum en tekið er
fram að ástand sem þetta sé án for-
dæma.
Það hafi þýðingu fyrir beitingu
þessara reglna að enginn hafi getað
undirbúið aðgerðir eða búið í haginn
til að takast á við það ferðabann, sem
stjórnvöld settu á vegna faraldursins.
Þá sé það grundvallarregla í kröfu-
rétti að skyldan til að efna peninga-
greiðslu sé rík. Í því efni séu meiri
kröfur gerðar til þess að óviðráðanleg
atvik, eða annars konar hindranir,
hafi réttaráhrif en þegar um efndir á
annars konar samningsskyldum er að
ræða.
Umræddar fjórar reglur geti leyst
aðila undan þeirri skyldu að efna
samninga.
Útilokað að efna skyldur
Í fyrsta lagi svonefnd force maj-
eure-regla en hún varðar ófyrirséð og
óvænt ytri atvik sem koma í veg fyrir
efndir. Það má ráða af skrifum Viðars
Más að hann telji fyrirtæki í FHG
geta borið regluna fyrir sig og með
því forðast vanefndarúrræði leigusala
og lánastofnana.
„Það má reyndar fullyrða að núver-
andi ástand, þar sem stjórnvöld á Ís-
landi og öðrum ríkjum hafa með
ákvörðunum sínum komið í veg fyrir
að erlendir ferðamenn komi til lands-
ins, séu óviðráðanleg ytri atvik sem
leiði til þess að útilokað sé fyrir fyrir-
tæki í FHG að efna skyldur sínar
samkvæmt samningum … Niður-
staðan um þessa reglu er sú, að það
kunni vel að vera að henni megi beita.
Almennt ætti hún að eiga við. Óvissan
liggur fyrst og fremst í því að ekki er
unnt með almennum hætti að segja til
um hver réttaráhrifin geta orðið, þ.e. í
hve víðtækum mæli fyrirtæki í FGH
gætu losnað undan vanefndaúr-
ræðum viðsemjenda sinna,“ skrifar
Viðar Már m.a.
Forsendur brostnar
Í öðru lagi geti reglan um brostnar
forsendur átt við í þessu sambandi.
Viðar Már skrifar til skýringar að
reglunni sé „ætlað að hafa áhrif á það
að hvaða marki sá, sem í fyrstu um-
ferð verður fyrir áföllum af því að-
stæður eða forsendur, sem samning-
ur er reistur á, breytast eða bresta,
geti velt þeim áföllum yfir á viðsemj-
anda sinn“.
„Reglan um brostnar forsendur er
ekki bundin við tilteknar tegundir
samninga og henni verður beitt hvort
heldur sem aðalskylda samningsaðila
felst í greiðslu peninga, eða annars
konar greiðslu. Reglunni hefur verið
beitt í mun fleiri tilvikum en reglunni
um force majeure,“ skrifar Viðar Már.
Hann spyr svo hvort reglan geti átt
við fyrirtæki í FHG. „Niðurstaðan er
vissulega atviksbundin, en gæti í
mörgum tilvikum leitt til þess að leysa
félagsmenn í FHG að einhverju leyti
undan samningsskyldum sínum, eða
veita þeim færi á að losna frá samn-
ingi, án skaðabóta … Reglan um
brostnar forsendur tekur mið af atvik-
um, sem koma til eftir samningsgerð-
ina sjálfa. Hún hefur það hlutverk að
létta skuldbindingum af samningsað-
ila, þegar forsendur sem voru ákvörð-
unarástæða hans, og viðsemjanda
hans var kunnugt um, breytast eða
bresta. Reglan miðar við að dómari
leiðrétti samninginn af þessu tilefni,
þó þannig að það sé ekki ósanngjarnt í
garð viðsemjandans,“ skrifar Viðar
Már.
Þótt báðir samningsaðilar telji
ferðabann vafalaust fela í sér breyttar
forsendur geti það farið eftir atvikum
„hvernig skorið verður úr um það
hvort og þá hvernig eigi að létta samn-
ingsskyldum af til dæmis félagsmönn-
um í FHG“. Þá sé reglan ólögfest og
því kunni að vera meiri álitamál um
hvernig henni verður beitt. Þó megi
fullyrða að erfiðara verði að beita
reglunni um lánssamninga en leigu-
samninga.
Víðtækasta ógildingarreglan
Í þriðja lagi geti fyrirtæki FHG
notið verndar vegna ógildingarregl-
unnar (og hliðrunarreglu) í 36. grein
samningslaga, sem gildi um allar
gerðir samninga. Hún sé víðtækasta
ógildingarreglan í íslenskum rétti.
Fyrir liggi fjöldi dóma Hæstaréttar
þar sem reglunni er beitt til þess að
ógilda samninga, eða hliðra til skyld-
um samningsaðila.
Viðar Már skrifar að hún geti sér-
staklega átt við um fyrirtæki sem eru
með leigusamninga um húsnæði.
„Spurningin snýst um það hvort
það sé ósanngjarnt eða andstætt
góðri viðskiptavenju fyrir leigusala
eða lánveitanda að bera fyrir sig
samning vegna þeirra atvika, sem
komu til eftir samningsgerð og hafa
leitt til þess að koma ferðamanna inn í
landið hefði svo gott sem stöðvast
með öllu. Er það sanngjarnt að krefj-
ast fullra efnda á leigusamningum og
lánssamningum við slíkar aðstæður?
Er það frekar andstætt góðri við-
skiptavenju?
Miðað við dóma, sem raktir eru að
framan, má fullyrða að reglan gæti
átt við og beiting hennar er um margt
heppileg þar sem hún á jafnt við um
peningakröfur og réttaráhrif hennar
eru fjölþættari en flestra annarra
ógildingarreglna,“ skrifar Viðar Már.
Verður ekki skaðabótaskyldur
Í fjórða lagi geti það falist í regl-
unni um stjórnunarábyrgð að „kaup-
andinn losnar við skaðabótaábyrgð á
meðan hindrun, sem lýst er í grein-
inni, kemur í veg fyrir að hann geti
greitt réttilega. Þegar hindrun er af-
létt raknar greiðsluskylda hans við og
ef hann ekki greiðir þá verður hann
skaðabótaskyldur.“
Viðar Már skrifar að lokum að
fræðimenn hafi sett fram vangaveltur
um hvað geti talist til hindrunar í
þessu efni. „Oftast er talað um stríð
eða innanlandserjur, truflun í
greiðslumiðlun, bruna og þess háttar.
Hvergi er að sjá að alheimsfaraldur
sjúkdóms og bann við komu ferða-
manna til lands, sem stöðvar rekstur í
marga mánuði eða misseri, sé tekið til
athugunar. Líklega sýnir það hvað sú
staða, sem nú er uppi, er einstök. Það
er mín skoðun að rök séu fyrir því að
um sé að ræða hindrun í skilningi
reglunnar um stjórnunarábyrgð,“
skrifar Viðar Már Matthíasson.
Nánar er fjallað um þetta mál á við-
skiptasíðu Morgunblaðsins í dag.
Hóteleigendur kanna vígstöðuna
Félag fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu lét prófessor meta réttarstöðu sína gagnvart kröfuhöfum
Niðurstaðan er að hótelin geti skírskotað til fjögurra reglna vegna hindrana á starfsemi út af veirunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Uppbygging Gríðarleg fjárfesting hefur verið í hótelgeiranum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum.
Viðar Már
Matthíasson
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020
B
irt
m
eð
fyrirvara
u
m
m
yn
d
-
o
Þetta flytur sig ekki sjálft!
Sixt langtímaleiga einfaldar reksturinn
ÞjónustuskoðanirTryggingar og gjöld Hefðbundið viðhaldDekk og dekkjaskipti
Kynntu þér kosti langtímaleigu á
sixtlangtímaleiga.is eða hafðu samband
við viðskiptastjóra Sixt í síma 540 2222
eða á vidskiptastjori@sixt.is.
(Atvinnubílar á langtímaleigu koma hreyfingu á hlutina)
g
textab
r
n
g
l
Innifalið í langtímaleigu:
Verð frá:
63.900 kr. á mán án vsk.
Verð með vsk. frá: 79.236 kr. á mánuði.
Pantaðu bílinn á sixtlangtimaleiga.is.