Morgunblaðið - 25.04.2020, Side 19

Morgunblaðið - 25.04.2020, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020 Akureyri Framhlið Akureyrarkirkju er alltaf jafntignarleg, sér í lagi nú þegar sólin er farin að skína á ný eftir langan og strangan vetur. Árni Sæberg Á tímum sem þess- um er mikilvægt að við hlúum hvert að öðru. Þetta á einkum við viðkvæmari hópa samfélagsins, þar með talið börnin okkar. Stuðningurinn við börn í öðrum aðgerða- pakka ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er þýðingarmikill. Má nefna sérstakt við- bótarframlag vegna tómstunda- starfs barna, sem er ætlað er lág- tekjufjölskyldum. Komið verður til móts við þá sem sinna umönnun barnanna með skatta- og skerðing- arlausum styrkjum. Þar sem umönnunarúrræði utan heimilis fyrir langveik og fötluð börn hafa mörg hver því miður legið niðri vegna faraldursins hafa foreldrar eða aðrir nákomnir í ýmsum til- vikum tekið að sér umönnun þeirra barna. Til að bregðast við aukinni hættu á ofbeldi gegn börnum var hafist handa við vitundarvakningu sem verður haldið áfram auk þess sem félagasamtök sem sinna ráðgjöf við börn og fjölskyldur þeirra hafa verið styrkt og efld sem og Barnahús. Þá verður farið í sér- stakt átak og mark- vissar aðgerðir til að berjast gegn heimilis- ofbeldi sem er því mið- ur oft og tíðum fylgi- fiskur samfélagslegra áfalla. Kemur þetta til viðbótar við þær að- gerðir sem þegar hef- ur verið gripið til, svo sem efling hjálpar og stuðnings fyr- ir þolendur og gerendur. Við þær ótrúlegu kringumstæður sem við upplifum nú kemur mikil- vægi þess að eiga traust bakland og stuðningsnet skýrlega í ljós. Þess vegna er einnig lögð áhersla á að vinna gegn félagslegri einangrun viðkvæmra hópa, t.d. aldraðra, fatl- aðs fólks, fólks af erlendum upp- runa, heimilislausra og barna og fjölskyldna þeirra. Það er engum blöðum um það að fletta að atvinnuástandið vegna CO- VID-19-faraldursins er mjög alvar- legt og hættan á viðvarandi at- vinnuleysi mikið áhyggjuefni. Hlutabótaleiðin svokallaða hefur sannarlega dempað fallið og komið vel út og viðhaldið ráðningar- sambandinu en nauðsynlegt er að vinna gegn atvinnuleysi og ná því niður eins fljótt og auðið er. Það er því ánægjulegt að í aðgerðapakk- anum séu fjölbreyttar atvinnuskap- andi leiðir sem er ætlaðar eru til að minnka atvinnuleysi. Eitt veigamesta úrræðið er fjöl- breytt náms- og starfsúrræði fyrir atvinnuleitendur. Atvinnuleysis- tryggingasjóði verða veittir tveir milljarðar til verkefnisins sem er áætlað að geti náð til 15 þúsund at- vinnuleitenda og er markmið þess að vinna gegn þeirri meinsemd sem langvarandi atvinnuleysi er. Fram hefur komið að námsmenn hafi áhyggjur af því að fá ekki vinnu í sumar. Tveir milljarðar verða því settir til að skapa sum- arstörf fyrir námsmenn, en nefnt hefur verið að það kynni að skapa allt að þrjú þúsund störf fyrir námsmenn. Áætlað er að sveit- arfélögin leggi einnig sitt af mörk- um í sama tilgangi í sumar. Jafn- framt verða settar 300 milljónir aukalega í Nýsköpunarsjóð náms- manna sem munu skapa enn fleiri störf fyrir námsmenn og stuðla að nýsköpun. Mikilvægt er að unga fólkið okkar fái að nýta starfskrafta sína og ekki verra ef það fær að nýta menntun sína í leiðinni og jafnvel skapa sér atvinnutækifæri til framtíðar. Þessi úrræði munu ekki einungis vinna gegn atvinnuleysi heldur einnig leiða til innlendrar verð- mætasköpunar. Ég tel að 250 millj- óna króna aukið framlag í lista- mannalaun á þessu ári til þess að geta stækkað þann hóp muni styðja við listamennina okkar sem hafa svo sannarlega sýnt okkur við þess- ar fordæmalausu aðstæður hve list- in nærir og gleður á erfiðum tímum. Jafnframt verður settur á fót Matvælasjóður með 500 milljóna stofnframlagi og 100 milljónir fara í að styrkja markaðssetningu á al- þjóðamörkuðum, auk 200 milljóna króna framlags til íslenskrar garð- yrkju sem er tilkomið vegna nýs samnings við garðyrkjubændur. Nú sem aldrei fyrr er nauðsyn- legt að efla nýsköpun og verðmæta- sköpun í matvælaframleiðslu og búa í haginn fyrir framtíðina í mat- vælaöryggi og sjálfbærni. Þessum aðgerðum og fleirum er ætlað að viðhalda félagslegum stöð- ugleika á ólgutímum og milda þau neikvæðu langtímaáhrif sem efna- hagskreppa hefur á fólk og heimili. Við gerum það með fjölþættum að- gerðum sem beinast að því að byggja upp varnir í erfiðum að- stæðum. Við gerum það með því að vernda það fólk sem lendir í erfið- leikum og atvinnumissi og við- kvæma hópa. Við gerum það með því að gefast ekki upp heldur veita sterka viðspyrnu í efnahagsmálum svo við lendum á fótunum og kom- um enn sterkari og reynslunni rík- ari út úr þessu verkefni. Verkefni sem við báðum ekki um en ætlum að komast í gegnum með sameigin- legu átaki þjóðarinnar. Eftir Lilju Rafney Magnúsdóttur »Mikilvægt er að ungt fólk fái að nýta starfskrafta sína og ekki verra ef það fær að nýta menntun sína og skapa sér atvinnu- tækifæri til framtíðar. Lilja Rafney Magnúsdóttir Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuvega- nefndar. Fólk í fyrirrúmi Tækniframfarir og vísindauppgötvanir eru stærsta hreyfiafl samfélaga. Endurbætt gufuvél hins skoska James Watts lagði grunninn að vélvæð- ingu iðnbyltingar- innar, uppgötvun raf- magnsins breytti meiru en orð fá lýst, uppgötvun baktería og löngu síðar sýklalyfja bylti líkast til meiru í mannkynssögunni en allar hefðbundnar byltingar samanlagt! Enn og aftur horfir allur heim- urinn til vísindanna. Nú er þess beðið að vísindamenn heimsins upp- götvi vopn í baráttunni við óvin okkar allra – kórónuveiruna sem veldur COVID-19. Vísindakapp- hlaupið 2020 er þó ólíkt mörgum öðrum í sögunni því fordæmalaus samstaða og samhugur er í vísinda- samfélaginu, sem stundum hefur einkennst af innbyrðis samkeppni. Sannarlega er samkeppnin enn til staðar en almennt eru vísindamenn að deila upplýsingum með öðrum í þeirri von að mannslífum og hag- kerfum heimsins verði bjargað. Við erum öll í sama liðinu COVID-19 er stærsta áskorunin sem þjóðir heims hafa staðið frammi fyrir í langan tíma. Með áhrifum á heilsu fólks hefur óværan gríðarlegar efnahagsafleiðingar. Veiran hefur veikt öll stærstu hag- kerfi heims og það mun taka langan tíma fyrir þau að ná heilsu á ný. Það leiðir til tekjutaps einstaklinga og ríkissjóða um allan heim, sem getur haft miklar afleiðingar á vel- ferð þjóða. Það sést greinilega á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum, sem þessa dagana sveiflast með vísinda- fréttum. Þeir taka við sér þegar góðar vísindafréttir berast, en falla þegar vonir bresta. Hlutabréf á al- þjóðamörkuðum féllu til að mynda eftir að tilraunir með bóluefni gegn COVID-19 báru ekki árangur. Það bendir allt til þess, að líf manna muni ekki komast í eðlilegt horf fyrr en bóluefni hefur verið fundið. Þessa stundina vinna yfir áttatíu hópar vísindamanna og fimmtán lyfja- og líftæknirisar að þróun bóluefnis. Í þeirra hópi eru vafa- laust margir sem vilja verða fyrstir – sjá fordæmalaus viðskiptatæki- færi og frama í slíkum árangri – en áðurnefnt vísinda- samstarf verður von- andi til þess að heil- brigði þjóða verður sett í fyrsta sæti þegar rannsóknarvinnan skil- ar árangri. Það skiptir á endanum ekki máli hvaðan meðalið kemur, heldur hvernig það verður notað. Í því samhengi er ástæða til bjartsýni, því alþjóðleg samvinna hefur áður skilað heiminum bólu- efnum gegn hræðilegum sjúkdóm- um; barnaveiki, stífkrampa og milt- isbrandi svo dæmi séu nefnd. Ísland leggur sitt af mörkum Í baráttunni við hinn sameig- inlega óvin hefur Ísland vakið nokkra athygli umheimsins. Að- ferðafræðin hefur þótt til eft- irbreytni og árangurinn með ágæt- um, en einnig það merka framtak Decode Genetics að bjóða Íslend- ingum upp á skimun fyrir veirunni, fyrstri þjóða. Hátt í 50 þúsund sýni hafa verið tekin hér á landi. Af- raksturinn nýtist heiminum öllum, þar sem ótal afbrigði veirunnar hafa fundist. Það framlag Kára Stefánssonar og samstarfsfólks hans allra er ómetanlegt í þróun bóluefnisins sem veröldin bíður eftir. Á sama tíma hafa aðrir rann- sóknar- og vísindamenn hérlendis unnið þrekvirki. Svo dæmi séu nefnd kynntu vísindamenn fljótt spálíkan um líklega þróun sem gæti nýst við ákvarðanatöku um við- brögð og skipulag heilbrigðisþjón- ustu. Á örstuttum tíma höfðu sér- fræðingar Íslenskrar erfðagrein- ingar og samstarfsfólk hjá Land- læknisembættinu og Landspítala sent vísindagrein í New England Journal of Medicine um útbreiðslu veirunnar á Íslandi. Nú síðast til- kynntu vísindamenn í Háskóla Ís- lands að þeir hefðu hug á að rann- saka áhrif faraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna til þess að geta brugðist betur við samfélags- legum áhrifum á borð við heimsfar- aldur. Heilbrigðisstarfsmenn og al- mannavarnir hafa staðið vaktina með viljann að vopni og smitrakningarteyminu tekist að rekja flest smit sem hafa komið upp hér á landi. Þetta er sannanlega árangur sem Íslendingar geta verið stoltir af. Vísindin efla alla dáð Eins og oft áður komst ljóð- skáldið og vísindamaðurinn Jónas Hallgrímsson vel að orði þegar hann orti til heiðurs vísindamann- inum Pål Gaimard í Kaupmanna- höfn: Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum vefja lýð og láð; tífaldar þakkir því ber færa þeim sem að guðdómseldinn skæra vakið og glætt og verndað fá viskunnar helga fjalli á. Jónas var brautryðjandi á sviði náttúruvísinda og helgaði líf sitt skrifum um þau. Hann vissi það að rannsóknir, vísindi og hagnýting hugvits væru forsendur fjölbreytts atvinnulífs, velferðar og styrkrar samkeppnisstöðu þjóða. Eitt af því sem hefur einkennt íslenskt vís- indasamfélag í gegnum tíðina er mikil virkni í alþjóðasamstarfi enda er fjölþjóðlegt samstarf íslenskum rannsóknum nauðsynlegt. Það er því hlutverk okkar sem störfum á þessum vettvangi, hvort sem það er við stefnumótun um vísindamál eða framkvæmd rannsókna, að virkja og efla þekkingu almennings á vís- indastarfi og hvetja til öflugra al- þjóðasamstarfs. Á þessum tímapunkti tekst heim- urinn á við heimsfaraldur. Þjóðir heimsins taka höndum saman og leiða saman þekkingu og rann- sóknir. Ísland gefur ekkert eftir og mun vonandi verða leiðandi afl í al- þjóðasamstarfi framtíðarinnar. Far- aldurinn er í mikilli rýrnun hér á landi en þó er ekki hægt að hrósa sigri enda baráttunni ekki lokið. Það hefur þó sýnt sig á síðustu mánuðum að alþjóðlegt vísinda- samstarf greiðir leiðina að bjartari framtíð. Það býður bæði upp á þá von að lausn finnist á núverandi krísu, ásamt því að byggja upp samstarfsvilja milli ríkja um að sameinast í átt að betri og öruggari framtíð. Vísindakapphlaupið 2020 Eftir Lilju Alfreðsdóttur Lilja Alfreðsdóttir » Ísland gefur ekkert eftir og mun vonandi verða leiðandi afl í alþjóðasamstarfi framtíðarinnar. Höfundur er mennta- og menningar- málaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.