Morgunblaðið - 25.04.2020, Page 27

Morgunblaðið - 25.04.2020, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020 næsta leiti þegar maður varð var við Þóru í garðinum. Hún var óþreytandi í að snurfusa og dunda í garðinum og eftir að hún hætti að vinna gafst henni meiri tími í þessa iðju. Síðasta vor plantaði ég sumarblómum í ker fyrir framan húsið, það var frekar snemma en ég var orðin ansi hress eftir veik- indi mín og ákvað að skella í þetta. Þóra og Gísli komu einmitt yfir götuna og spurðu hvort þetta væri nú ekki full snemmt því þau voru ekki byrjuð í garðinum sín- um og hvort blómin myndu hafa næturfrostið af en blómin blómstruðu vel og lengi síðasta sumar en það sem ég fylgdist með blómunum næstu daga til að at- huga hvort þau væru örugglega ekki í lagi. Krakkarnir minnast þess að þegar þau voru að selja saltfisk til að fjármagna fótbolta- ferðir hafi Þóra og Gísli sagt þeim að þau ættu alltaf að koma við þegar þau væru að selja saltfisk og hafa ferðirnar yfir götuna ver- ið ófáar með fisk. Aldrei hefði okkur órað fyrir því að hún myndi lúta í lægra haldi fyrir þessum vágesti en á sama tíma fyllumst við gríðarlegu þakklæti því við vorum heppin og náðum að sigrast á þessum vá- gesti hinum megin við götuna. Á mínum daglegu gönguferðum á meðan ég var að takast á við mitt mein hitti ég Þóru oft og spjöll- uðum við um heima og geima og oftar en ekki varð útiveran mín mun lengri en áætlað var þar sem Þóra vissi einhvern veginn alltaf að hverju hún ætti að spyrja og tók reglulega stöðuna á mér, það var ljúft og gott að spjalla við hana. Ég hef verið aðdáandi ítalska markvarðarins Buffon frá því að ég man eftir mér. Mér til ómældr- ar gleði kom Þóra einn daginn með flösku af ólífuolíu merkta Buffon því hún hafði tekið eftir því á samfélagsmiðlum að mér var mjög í mun að fá að sjá kapp- ann spila. Þessi olía hefur verið okkur fjölskyldunni óþrjótandi uppspretta alls kyns ánægju- stunda og tilhugsunin um Buffon glimmerolíuna eins við köllum hana mun ylja okkur og minna á yndislega nágrannakonu hana Þóru. Hetja varst’ til hinstu stundar heilbrigð lundin aldrei brást. Vinamörg því við þig funda vildu allir, glöggt það sást. Minningarnar margar, góðar mikils nutum, bjarminn skín. Bænir okkar heitar hljóðar með hjartans þökk við minnumst þín. (María Helgadóttir) Elsku Gísli og fjölskylda, ykk- ar missir er mikill. Megi Guð gefa ykkur styrk á erfiðum tímum. Eyrún Harpa, Torfi og börn. Elsku Þóra, mamma Ollu vin- konu minnar, er látin. Þegar ég settist niður og hugsaði um hana kom margt upp í huga minn en fyrst og fremst þakklæti. Ég kynntist Ollu þegar við vor- um 15 ára starfandi í Sambíóun- um Álfabakka. Ég varð ekki bara svo heppin að eignast þar eina af mínum bestu vinkonum heldur kynntist ég fjölskyldu sem tók mér opnum örmum. Ég bjó á Álftanesi svo Þóra leysti það hratt og vel að skjóta yfir mig skjólshúsi eftir langar vaktir og reyndar hvenær sem var. Ein ógleymanleg áramót átti ég með fjölskyldunni í Furuhjalla. Ekkert eitt stendur þar upp úr, bara upplifun af samveru með góðri samheldinni fjölskyldu. Eitt af því sem við Þóra áttum sameig- inlegt var ást á slátri, sem gerði að verkum að það var oft á boð- stólum á þessum tíma. Heyri ég í henni ljóslifandi segja fyrir þrem- ur vikum: „Nú takið þið Olla slát- ur í haust.“ Dæmigerður frasi fyr- ir þessa yndislegu konu. Þóra var úrræðagóð með eindæmum. Eitt sinn fengum við stöllur tjald að láni í ferð á Þjóðhátíð. Við skil- uðum því rennblautu og sjúskuðu eftir blauta helgi. Var ég hálf- smeyk að skila grip í slíku ástandi. Ekki var það vandamál hjá Þóru frekar en annað: Haldið þið að þetta þorni ekki? – tjaldið var hengt upp og ekki áhyggjur af því meir. Þeir sem þekktu Þóru vita að hún var einn stór klettur fyrir alla sem stóðu henni næst. Ég verð ansi stolt ef ég næ að verða eins góð mamma og amma og hún var. Samband okkar seinustu ár var að mestu á rafrænan hátt en Fés- bókin kom þar sterkt inn. Við sendum hvor annarri afmælis- kveðjur og annað slíkt. Þegar við hjónin giftum okkur í desember árið 2014 sendi Þóra okkur jóla- óróa, okkar fyrsta óróa sem mun minna mig á Þóru öll komandi jól. Hugur minn er hjá elsku Gísla, Georg, Ollu, Rúrik og öllum ást- vinum hennar á þessum erfiða tíma. Minningin um einstaka konu lifir. Ykkar vinkona, Hjördís Halldóra Sigurðardóttir. Það er ómetanlegt að eiga góð- an kennara að, ekki síst þegar fyrstu skrefin eru stigin á menntaveginum. Ég var svo heppinn að njóta leiðsagnar og verndar Þóru í þrjá vetur. Margt gekk á í stórum bekk en hún átti alltaf stund aflögu fyrir áhyggjur lítils hnokka. Fyrsta skólavetur- inn sinn gekk Georg í Seljaskóla. Ósjaldan beið ég við bílastæðið, spenntur að taka á móti Georgi litla (því ég var svo ægilega gam- all og reynslumikill að eigin mati) og fylgdi honum til stofu sinnar. Það góða samband sem Þóra ræktaði við mig hefur verið mér veigamikið veganesti inn í fullorð- insárin og í uppeldi dætra minna. Aðeins einu sinni skyggði á, þegar ég af galsa kastaði snjóbolta inn í kennslustofuna okkar. Hún leysti það með natni og jákvæðni. Þessa sögu og fleiri af samskiptum okk- ar Þóru rifja ég reglulega upp með dætrum mínum. Með þakk- læti kveð ég minn kæra barna- skólakennara og votta fjölskyldu hennar samúð mína. Karl Óskar Þráinsson, 1.-3. ÞR 1982-1985. Á þessum erfiðu tímamótum koma upp svo margar góðar og kærar minningar um liðna tíma. Minningar um yndislega vinkonu og minningar um traustan og góð- an vinskap okkar. Það er þyngra en tárum taki að missa þig og þú munt um ókomna tíð eiga sérstak- an stað í hjarta mínu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Með sorg og trega kveð ég þig, elsku besta Þóra mín. Þín verður sárt saknað. Elínborg (Bogga). Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.” Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts og útfarar okkar ástkæra MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Brynja Ingadóttir Hrafnhildur Magnúsdóttir Jóhann Ólafur Sigurðsson Sigurður Ingi Magnússon Unnar Magnússon Hrafnhildur Sveinsdóttir Sigurður Magnússon Ingimar Bjartur og Unnar Þeyr Bróðir okkar og mágur, STEFÁN JENNÝJARSON HALLDÓRSSON, Framnesvegi 5c, Reykjanesbæ, lést á heimili sínu sunnudaginn 29. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jón Rúnar Halldórsson Signý Elíasdóttir Jóhanna Halldórsdóttir Sigtryggur Hafsteinsson Okkar yndislega og besta mamma, tengdamamma, amma og langamma, ÞÓRHALLA RAGNARSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 17. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey. Þóra Karlsdóttir Sveinn Helgason Ragna Karlsdóttir Svavar Aðalsteinsson Kristbjörg Karlsdóttir Gísli Gunnar Marteinsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA P. NÍELSDÓTTIR, lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn 18. apríl. Ólöf Dóra Hermannsdóttir Ragnhildur Hermannsdóttir Hjörtur Pálsson Erlendur Níels Hermannsson Anna María Grétarsdóttir Jóhann Gísli Hermannsson Natalija Virsiliene Erla Ósk Hermannsdóttir Gunnar S. Gottskálksson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RICHARD HENRY ECKARD, Miðnestorgi 3, Sandgerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 20. apríl. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju fimmtudaginn 7. maí klukkan 14. Sökum aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd athöfnina. Oddný Bergþóra Guðjónsdóttir Vilborg Rós Eckard Óskar Sólmundarson Rakel Ósk Eckard Richard Henry Eckard jr. Ásdís Eckard Dagný Helga Eckard Elísabet Kolbrún Eckard Jóhann Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG JÓNASDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 20. apríl. Vegna aðstæðna fer útför fram í kyrrþey mánudaginn 4. maí. Þökkum hlýhug og auðsýnda samúð. Þóra Björg Jónasdóttir Yngvi Halldórsson Linda Jónsdóttir Halldór Halldórsson Arna Borg barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ G.H. MARINÓSDÓTTIR, textíllistakona og kennari, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 30. apríl klukkan 13.30. Í ljósi aðstæðna verður athöfnin í kyrrþey en streymt verður úr kirkjunni. Við þökkum starfsfólki almennrar göngudeildar og heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri fyrir frábæra umönnun, og öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug. Rúnar Sigþórsson Heiðar Þór Rúnarsson Birna M. Guðmundsdóttir Oddur Már Rúnarsson Iona Louie Morris og barnabörn Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts okkar ástkæru eiginkonu, móður og dóttur, NÍNU ÞÓRU RAFNSDÓTTUR. Unnar Ingvarsson Sigríður Eygló Unnarsdóttir Aldís Ósk Unnarsdóttir Unnbjörg E. Sigurjónsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, GUÐBJÖRG PÁLÍNA EINARSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk miðvikudaginn 15. apríl. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu mun útförin fara fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir fær starfsfólk nýrnadeildar Landspítalans fyrir hlýju og alúð í umönnun. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á styrktarsjóð Félags nýrnasjúkra, reikningur 0334-26-001558, kennitala 670387-1279. Guð geymi ykkur öll. Fyrir hönd hinnar látnu, Sigurður K. Guðfinnsson Aldís Hugbjört Matthíasdóttir Stefán Birgir Guðfinnsson Rositsa Slavcheva Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Helga Björg Jones Guðfinnsdóttir, Ingólfur Marteinn Jones barnabörn og barnabarnabörn Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á út- farardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað út- förin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.