Morgunblaðið - 25.04.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 25.04.2020, Síða 32
HM 2021 Kristján Jónsson kris@mbl.is Í gær varð ljóst að Ísland verður með í lokakeppni heimsmeistara- móts karla í handknattleik sem fram fer í Egyptalandi í janúar á næsta ári. Árangur Íslands á EM í janúar á þessu ári, ásamt áhrifum kórónu- veirunnar, gera það að verkum að Ísland fer beint á HM. Stórar ákvarðanir voru teknar af Handknattleikssambandi Evrópu í gær eins og sjá má í fleiri fréttum hér á opnunni. Tímabært var að taka slíkar ákvarðanir enda var óvissa ríkjandi um hvort reyna ætti að spila í sumar eða ekki. Umspili fyrir HM karla var aflýst og árangur liðanna á EM látinn gilda. Þar komst Ísland upp úr sín- um riðli og í milliriðil eftir sigra gegn Dönum og Rússum en tap gegn Ungverjum. Ísland hafnaði í 11. sæti þegar upp var staðið á EM. „Það er alltaf frábært að komast á HM. Ég er satt að segja mjög stolt- ur vegna þess að þetta undirstrikar okkar frábæra árangur að komast upp úr erfiðum riðli á EM. Það skil- ar okkur sæti á HM. Ég veit hvað þurfti til og þar af leiðandi er ég mjög ánægður. Það var ekkert ein- falt að fara upp úr riðlinum á EM og þannig lít ég á það,“ sagði Guð- mundur Þ. Guðmundsson landsliðs- þjálfari þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Guðmundur er ánægður með að fá niðurstöðu í málið enda óvissan um hvort spila hafi átt mikilvæga leiki eða ekki í sumar verið óþægileg fyrir þjálfara. „Mér fannst þetta rosalega óþægilegt og maður var farinn að bíða eftir einhverri niðurstöðu. Ég held þar af leiðandi að það sé mjög gott fyrir alla aðila að fá hana fram. Maður vissi ekki hvort við ættum að spila í júní eða júlí. Nú vitum við að það verður ekki og því fylgir mjög góð tilfinning að nú sé komin niður- staða. Það hefði verið erfitt að þurfa að eiga við þetta í sumar vegna þess að óvissan í kringum þetta hefði ver- ið svo mikil. Til dæmis varðandi styrkleika liðsins. Leikmenn hefðu ekkert spilað í langan tíma og mjög misjafnt hvernig menn væru á sig komnir. Sumir í formi og aðrir ekki en enginn í almennilegri leik- æfingu.“ Kom ekki á óvart Nú þegar samkomubann og aðrar hömlur vegna kórónuveirunnar hafa verið í nokkurn tíma segist Guð- mundur hafa verið farinn að búast við þessari niðurstöðu. „Ég var búinn að sjá fyrir mér að þetta gæti gerst eftir að hafa velt þessu nokkuð fyrir mér. Ég sá bara ekki fyrir mér hvernig menn ætluðu að koma þessum leikjum í umspilinu fyrir í sumar. Þá fannst manni rök- rétt að liðin í milliriðlinum á EM myndu komast beint á HM. Mér fannst þetta einhvern veginn líkleg niðurstaða,“ sagði Guðmundur og segir að hið jákvæða í stöðunni sé að vita með góðum fyrirvara að liðið sé á leið á stórmót. „Enn er þó fullt af óvissuþáttum í þessu út af ástandinu í heiminum eins og hvort mótið verði haldið. Það er seinni tíma mál. Ég held að mótið verði haldið og maður vonar það. Það sem er jákvætt í þessu er að vita með góðum fyrirvara að við séum á leið á stórmót,“ sagði Guð- mundur enn fremur. Frakkar rétt náðu inn Spánn, Króatía og Noregur höfðu þegar tryggt sér sæti á HM en nú bætast við Slóvenía, Þýskaland, Portúgal, Svíþjóð, Austurríki, Ung- verjaland, Hvíta-Rússland, Ísland, Tékkland og Frakkland, en þessar þjóðir áttu að leika í umspilinu í júní. Athyglisvert má telja að Frakkar ná síðasta sætinu inn á HM af Evrópuþjóðunum eftir að hafa hafnað í 12. sæti á EM. Þar töpuðu Frakkar fyrstu tveimur leikjunum gegn Portúgal og Noregi og náðu ekki í milliriðilinn. Liðið vann Bosn- íu í þriðja leik sínum sem þá var tal- ið að hefði enga þýðingu. Annað kom á daginn. Einnig má segja að sigurinn sæti gegn Dönum í fyrsta leik íslenska liðsins á EM sé nú orð- inn enn þýðingarmeiri en hann var í janúar. Ísland hefur tuttugu sinnum keppt í lokakeppni HM karla og í janúar 2021 verður það að óbreyttu í tuttugasta og fyrsta skipti. HM hef- ur áður farið fram í Egyptalandi, heimalandi formanns Alþjóðahand- knattleikssambsins Hassans Moust- afa. Var það árið 1999 en þá komst Ísland ekki í lokakeppnina, merki- legt nokk, en liðið hafnaði í 5. sæti á HM tveimur árum áður. 28 þjóðir eru komnar inn á HM af 32 en þær sem hér hafa verið taldar upp eru fulltrúar Evrópu. Enn á eft- ir að handvelja tvær þjóðir inn eins og IHF áskilur sér rétt til að gera og varð frægt þegar Þjóðverjum var hjálpað inn á HM 2015. Aðrar þjóðir sem eru öruggar eru: Egyptaland, Angóla, Alsír, Túnis, Katar, Japan, Barein, Suður- Kórea, Argentína, Brasilía, Græn- höfðaeyjar, Marokkó, Úrúgvæ og Kongó. Aron Kristjánsson stýrir Barein og Dagur Sigurðsson stýrir Japan. Ekkert umspil hjá landsliðinu  Ísland er komið á HM í Egyptalandi  Sigurinn gegn Dönum mikilvægur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Glaðbeittur Guðmundur Þ. Guðmundsson er á leið á enn eitt stórmótið. 32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020 25. apríl 1967 KR-ingar eru Íslandsmeist- arar karla í körfuknattleik þriðja árið í röð eftir stórsigur á ÍR, 72:43, í hreinum úrslita- leik liðanna um titilinn í Laugar- dalshöllinni en þau höfðu endað jöfn og efst í deildinni. Kol- beinn Pálsson skorar 22 stig fyrir KR í úrslitaleiknum, Hjörtur Hansson 19 og Einar Bollason 13. 25. apríl 1980 Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigrar Fær- eyinga, 21:12, í vináttulandsleik í Laugardals- höllinni. Þetta er annar af þremur leikjum þjóðanna hér á landi á jafn- mörgum dögum og Ísland vinnur alla. Guðríður Guðjóns- dóttir skorar 6 mörk og Arna Garðarsdóttir 4. 25. apríl 1985 Ísland sigrar Lúxemborg, 93:84, í fyrsta vináttulands- leik þjóðanna af fjórum í körfuknattleik karla sem fram fer í íþróttahúsinu í Keflavík að kvöldi sumar- dagsins fyrsta. Valur Ingi- mundarson skorar 29 stig fyr- ir íslenska liðið og Jón Kr. Gíslason 16. 25. apríl 1995 Íslenska karlalandsliðið í handknattleik sigrar Dani á þeirra heimavelli í Nyköbing á Falstri, 22:20, í fyrsta leikn- um á alþjóðlegu móti. Gústaf Bjarnason skorar 5 mörk, Patrekur Jóhannesson 4 og Sigurður Sveinsson 4 fyrir ís- lenska liðið sem er í loka- undirbúningi fyrir heims- meistaramótið sem síðan fór fram á Íslandi í maímánuði. 25. apríl 2000 KR rýfur áratugar einokun Suðurnesjaliðanna á Íslands- meistaratitlinum í körfubolta karla með því að sigra Grindavík, 83:63, í fjórða úr- slitaleik liðanna sem fram fer í Vesturbænum. Keith Vassell skoraði 21 stig fyrir KR, Jesper Sörensen 14 og Jón- atan Bow 14. Meðal skorara KR eru m.a. tveir ungir piltar, Jón Arnór Stefánsson og Jak- ob Örn Sigurðarson. 25. apríl 2001 Ísland sigrar Möltu 4:1 á úti- velli í undankeppni heims- meistaramóts karla í knatt- spyrnu, þrátt fyrir að vera undir í leiknum í tæpan hálf- tíma. Tryggvi Guðmundsson og Helgi Sigurðsson skora á lokamínútum fyrri hálfleiks og þeir Eiður Smári Guðjohn- sen og Þórður Guðjónsson bæta við mörkum á lokakafla leiksins. 25.4.2010 Valskonur eru Íslandsmeist- arar í handbolta í fyrsta sinn í 27 ár eftir sigur á Fram, 26:23, í Safamýri í fjórða úrslita- leik liðanna og þær vinna þar með einvígið 3:1. Berglind Hansdóttir ver 22 skot í marki Vals og Hrafnhildur Skúla- dóttir skorar 12 marka Hlíðarendaliðsins. Á ÞESSUM DEGI Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur keppt á síðasta stórmóti sínu í frjálsíþróttum, þar sem Evrópu- meistaramótinu 2020 sem fram átti að fara í París í ágúst hefur verið aflýst. Þetta staðfesti hún í samtali við Bylgjuna í hádeginu í gær. Eins og fram kom hjá Ásdísi eftir að Ól- ympíuleikunum var frestað eru áætlanir hennar um að hætta keppni eftir þetta keppnistímabil óbreyttar. Tilkynnt var í fyrra- kvöld að EM í París færi ekki fram í ár vegna útbreiðslu kórónuveir- unnar. Ásdís fer ekki á fleiri stórmót Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Spjótkast Ásdís Hjálmsdóttir er að ljúka löngum keppnisferli. Íslenski landsliðsmaðurinn Guð- laugur Victor Pálsson hefur verið besti leikmaður þýska B-deildar- liðsins Darmstadt á yfirstandandi keppnistímabili, að mati knatt- spyrnutímaritsins Kicker. Í gær tók það út einn leikmann í hverju liði deildarinnar og Victor var sagður burðarásinn á miðju Darmstadt, yfirvegaður, með mikla hlaupagetu og öflugur í návígjum, auk þess sem hann tæki góðan þátt í sóknar- leiknum. Darmstadt er í sjötta sæti B-deildarinnar þegar níu umferð- um er ólokið. Besti leikmaður- inn í liðinu Morgunblaðið/Eggert Darmstadt Guðlaugur Victor Páls- son hefur átt mjög gott tímabil. Tvö Íslendingafélög hafa verið felld út úr Meistaradeild Evrópu í handknattleik en tvö eru komin í undanúrslit eftir að Evrópska handknattleikssambandið, EHF, ákvað í gær að fella niður sextán og átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Keppninni verður lokið með því að leika fjögurra liða úrslit í Köln um næstu jól, dagana 28. og 29. desember. Liðin fjögur sem þangað fara eru þau sem enduðu í tveimur efstu sæta riðlanna tveggja í keppninni í vetur, Barcelona, París SG, Kiel og Veszp- rém. Aron Pálmarsson leikur með Barcelona og Guðjón Valur Sigurðsson með París SG en samningur Guðjóns Vals við frönsku meistarana rennur út í sumar. Tvö önnur Íslendingalið, Szeged frá Ungverjalandi og Aalborg frá Dan- mörku, voru komin í sextán liða úrslit en hafa nú lokið keppni. Stefán Rafn Sigurmannsson leikur með Szeged og þeir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon með Aalborg, en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari danska liðsins. Aron á leiðinni í undanúrslitin Aron Pálmarsson Keppnistímabilinu hjá karlaliði Vals í handknattleik er formlega lokið þar sem EHF ákvað í gær að aflýsa því sem eftir er af Áskorendabikar Evrópu. Snorri Steinn Guðjónsson og lærisveinar hans í Val voru komnir í átta liða úrslit keppninnar og áttu að mæta Halden frá Nor- egi en þeim leikjum hafði verið frestað fram í byrjun júní. EHF tilkynnti eftir fund framkvæmdastjórnar í dag að frekari keppni í EHF-bikar karla, EHF-bikar kvenna, Áskorendabikar karla og Áskorendabikar kvenna á þessu keppnistímabili hefði verið felld niður. Þessi ákvörðun EHF hefur áhrif á þrjú erlend Íslend- ingalið sem voru á fullri ferð í sextán liða úrslitum EHF-bikarsins. Rhein-Neckar Löwen, lið Alexanders Peterssonar og Ýmis Arnar Gíslasonar, hafði þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum og Melsungen, undir stjórn Guðmundar Þ. Guðmundssonar, var í hörðum slag við Bjerringbro/Silkeborg, lið Þráins Orra Jónssonar, um að komast í átta liða úrslitin. Evrópuleikjum Vals aflýst Snorri Steinn Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.