Morgunblaðið - 25.04.2020, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.04.2020, Qupperneq 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2020 VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Leikarinn Eysteinn Sigurðarson fer með hlutverk í fjórðu þáttaröð The Last Kingdom sem verður að- gengileg 26. apríl á Netflix. Eysteinn býr nú í London en hann nam leik- list í Listahá- skóla Íslands, útskrifaðist það- an fyrir fimm árum og starfaði í Borgarleikhús- inu um skeið, lék þar m.a. í söngleiknum Mamma Mia! og leikritinu Hver er hræddur við Virginiu Woolf? og vakti auk þess athygli fyrir leik sinn í páskamynd RÚV fyrir tveimur árum, Manna- siðum. Á margt sameiginlegt með Gunnari á Hlíðarenda „Þættirnir eru sögulegur skáld- skapur sem byggist á bókaflokki eftir Bernard Cornwell. Sögusvið- ið er Bretlandseyjar á tíundu öld, þegar kristnir Saxar börðust gegn innrásum heiðinna víkinga,“ segir Eysteinn um efni þáttanna og að söguhetja þeirra, Uthred nokkur Ragnarsson, hafi fæðst sem Saxi en alist upp með víkingum og sé því milli tveggja heima. „Hann á margt sameiginlegt með Gunnari okkar á Hlíðarenda; glæsileg bar- dagahetja sem lætur stolt hjartað ráða för. Ég leik ungan og klókan víkingaforingja sem heitir Sig- tryggr Ívarsson. Lesendur bók- anna vita að leiðir þeirra Uthreds skarast á eftirminnilegan hátt,“ segir Eysteinn. Gaman að leika vonda En hvernig fékk hann þetta hlutverk? „Eins og vaninn er í London fór þetta allt fram í gegnum umboðs- mennina mína. Ég fékk senur sendar, tók upp prufu heima hjá mér og var svo fenginn á skype- fund með leikstjóra og framleið- anda. Við spjölluðum aðeins um hlutverkið og í kjölfarið tók ég upp nokkrar senur í viðbót. Stuttu seinna var mér boðið hlutverkið,“ svarar Eysteinn. – Hvernig er þetta hlutverk samanborið við önnur sem þú hef- ur tekið að þér? „Ég hef leikið „vonda kalla“ áður og finnst það æðislega gam- an. Þessi er með svöðusár á hjart- anu og það er nokkuð sem hann á sameiginlegt með mörgum pers- ónum sem ég hef leikið í gegnum tíðina. Það var skemmtilegt stökk að fara úr því að leika 18 ára menntaskólastrák í kvikmyndinni Mannasiðir í að leika ógnvekjandi víkingaforingjann Sigtrygg. Um leið og maður sér sig í spegli með síða hárkollu, ljótt ör yfir hálft andlitið og íklæddan leðurbrynju, þá vaknar manns innri víkingur.“ Miðaldaþorp og kvikmynda- ver reist við Búdapest Tökur á þáttaröðinni fóru fram í Búdapest í Ungverjalandi. „Heilu miðaldaþorpunum og kvikmyndaverunum hefur verið slegið upp í sveitinni kringum borgina og fer þar fram mikil kvikmyndaframleiðsla,“ segir Ey- steinn. „Ég var þarna í sex vikur yfir hásumar 2019, stundum var maður að skylmast í fullum her- klæðum í þrjátíu stiga hita. Búdapest er töfrandi borg og mér fannst gaman að skoða mig um þar í göngutúrum á kvöldin með kærustunni minni sem kom og dvaldi hjá mér í lítilli íbúð með- an á þessu stóð.“ – Þetta eru netflix-þættir af dýrari sortinni, hvernig var aðbúnaður þarna og hvernig var farið með ykkur leikarana? „Það var þvílíkt fagfólk í öllum stöðum. Ég fór spenntur í vinnuna á hverjum morgni og er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með þessu fólki og sjá hvað þau voru öll eljusöm og klár en jafnframt innileg og hlý í viðmóti. Fyrstu vinnudagarnir mínir fóru í búninga- og hárkollumátun og ég man hvað það var magnað að ganga inn í herbergi þar sem hátt í tuttugu manns voru komin sam- an til að mæla mig hátt og lágt. Þarna var meðal annars leður- handverksfólk mætt til að sníða á mig stígvél og brynju, og stál- smiður til að sýna mér sverðin mín, annað úr stáli og hitt úr frauðplasti, fyrir áhættuatriðin. Þarna voru myndir af mér upp um alla veggi og ég fylltist þakklæti að vera ekki einn í því að skapa þessa persónu. Þvert á móti hafði ég heilan her af sprenglærðu fólki með mér, og þau voru búin að vera í hugmyndavinnu í margar vikur áður en ég hitti þau.“ Óx ásmegin með hverju skrefi Eysteinn er spurður hvað hafi reynt mest á hann í þessu hlut- verki. „Bardagasenurnar voru erfið- astar. Þær kröfðust líkamlegs út- halds og algjörrar samstillingar milli áhættuleikara og tökuliðs. Ekkert mátti bregða út af og við tókum töku eftir töku eftir töku. Mig langaði helst að leggjast í grasið og gráta í hnipri en það hefði ekki samræmst persónuleika karaktersins míns, svo ég beit á jaxlinn og lét mig hafa það að halda áfram. Ég fór þetta á adr- enalíninu og með stuðningi mót- leikara minna,“ svarar hann. – Stendur eitthvert minnisstætt atvik á tökutímabilinu upp úr? „Fyrsta tökudaginn minn, sem fór reyndar fram að nóttu til, átti ég að leika senu þar sem Sig- tryggr fer fyrir risaher stæðilegra og ógnvekjandi víkinga en tök- urnar fóru fram á stóru túni í miðjum skógi í niðamyrkri. Ég var eðlilega pínu stressaður að mæta á svona stórt kvikmyndasett í fyrsta sinn, þekkti fáa og langaði að standa mig vel. Herinn minn samanstóð af tæp- lega fimmtíu ungverskum áhættu- leikurum, algjörum nöglum sem hafa verið í þessum bransa í ára- tugi sumir hverjir. Þarna voru þeir að sjá mig í fyrsta sinn, nýja sterka vonda karlinn í þáttunum, foringjann þeirra. Þeir stóðu til- búnir í einni langri línu, sumir með kyndla, aðrir með boga, sverð og skildi við hönd. Til að koma mér í karakter gekk ég hægt framhjá hverjum og einum þeirra og starði hvössu augnaráði beint í augun á þeim. Ég fann að með hverju skrefi óx mér ásmegin og í augum manna minna fannst mér ég sjá ótta- blandna virðingu. Það sem ég ekki vissi á þeim tímapunkti var að ég hafði gleymt að fjarlægja af hausnum skærbleika hárnetið sem förðunar- og hárdeildin setur á leikarana milli sena svo að hár- kollan losni ekki af þeim. Það var mikið hlegið þegar einn bogamannanna, sem var ensku- mælandi, spurði mig kurteislega hvort þeir fengju allir svona hár- net fyrir bardagann,“ svarar Ey- steinn. Spennandi verkefni fram undan – Þú býrð og starfar í London, hvað er næst á dagskrá hjá þér, eftir að samkomubanni lýkur? „Það eru alls konar spennandi verkefni fram undan en núna ein- beiti ég mér bara að því að tala við vini mína og fjölskyldu í sím- ann, hringja kannski í ömmu mína í sveitinni og sjá hvernig hún hef- ur það, reyna að rækta það sem ég gaf mér ekki tíma til áður en samkomubannið skall á,“ segir Eysteinn. Þáttaraðir The Last Kingdom hafa hlotið jákvæðar viðtökur gagnrýnenda og eru með með- aleinkunnina 78 af 100 á Meta- critic og 91 af 100 mögulegum á Rotten Tomatoes sem tekur sam- an gagnrýni tuga gagnrýnenda, líkt og Metacritic. Í vígamóð Stilla úr The Last Kingdom. Þættirnir eru breskir og byggjast á skáldsögum Bernards Cornwells, The Saxon Stories. Þættirnir hófu göngu sína árið 2015 og fjórða þáttaröðin verður frumsýnd á Netflix 26. apríl. Víkingur Eysteinn í hlutverki víkingaforingja í The Last Kingdom. Í fullum herklæðum í þrjátíu stiga hita  Eysteinn Sigurðarson leikur í The Last Kingdom  „Um leið og maður sér sig í spegli með síða hárkollu, ljótt ör yfir hálft andlitið og íklæddan leðurbrynju, þá vaknar manns innri víkingur“ Eysteinn Sigurðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.