Morgunblaðið - 25.04.2020, Page 40
Kringlunni 552 8600
552 2201
og kringlan.isSkoðaðu vöruúrvalið hjá okkur á
Frí heimsending
á höfuðborgarsvæðinu
568 9234 544 2410
Opið í dag og á morgun frá kl. 12 til 16
Til að bregðast við áhrifum ríkjandi ástands, þar sem
afkomu listamanna eins og margra annara er ógnað,
hefur stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta ákveðið
að úthluta fleiri og hærri styrkjum til bókaútgáfu og
þýðinga en venja er, alls 51,5 milljónum króna. Er það
8,5 milljónum meira en í fyrra þegar 43 milljónir voru
veittar í sömu styrki. Styrkirnir eru til útgáfu, þýðinga
á íslensku og úr barna- og ungmennabókasjóðnum
Auði.
Tilkynnt verður á næstunni hverjir fá styrkina en til
að mynda verður rúmlega 28 milljónum kr. úthlutað í
útgáfustyrki til 45 verka. Þá hefur aldrei jafnmiklu ver-
ið úthlutað til þýðinga á íslensku, eða um 13 milljónum
í 35 styrki. Þriðjungur styrkjanna nú fer til þýðinga
barna- og ungmennabóka.
Fleiri styrkir til útgáfu og þýðinga
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 116. DAGUR ÁRSINS 2020
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.196 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Hrafnhildur Hanna Þrastar-
dóttir, landsliðskona í hand-
knattleik, hefur ákveðið að
yfirgefa franska félagið
Bourg-de-Péage þrátt
fyrir að hafa átt gott
tímabil með því á
fyrsta vetri sínum í
atvinnumennsku.
Hún var markahæsti
nýliðinn í franska handbolt-
anum í vetur og markahæst í
sínu liði og segir í viðtali í dag
að tímabilið hafi verið bæði
erfitt og lærdómsríkt. „Það
var skrýtið að vera allt í
einu búin að spila síðasta
leikinn,“ segir Hrafnhildur
Hanna. » 33
Farin frá franska liðinu
þrátt fyrir góða byrjun
í atvinnumennskunni
ÍÞRÓTTIR MENNING
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Okkur finnst skipta máli að við
stöndum saman og sýnum samkennd
í verki, vinnum saman í því sem hægt
er að breyta, laga og styðja,“ segir
Sissa Ólafsdóttir, ljósmyndari og
skólastjóri Ljósmyndaskólans, en
hún og Alda B. Guðjónsdóttir standa
fyrir verkefninu List gegn ofbeldi,
sem gengur út á að bjóða sérvaldar
ljósmyndir áritaðar af ljósmyndurum
til sölu á netinu til styrktar Kvenna-
athvarfinu.
„Þetta eru 48 ljósmyndir eftir jafn-
marga ljósmyndara, en fyrirmyndina
að þessu feng-
um við hjá
Magnum, hin-
um heims-
fræga al-
þjóðlega
ljósmyndara-
hópi sem sel-
ur ljósmyndir
á netinu og
skartar bestu
ljósmyndurum heims. Magnum-
hópurinn bauð nýlega ákveðnar
myndir til sölu til að styrkja sjúklinga
sem hafa veikst af covid. Við Alda
vildum gera eitthvað í tengslum við
fréttir af auknu heimilisofbeldi á
veirutímum, og ákváðum því að safna
peningum til að styrkja Kvenna-
athvarfið.“
Sissa segir verkefnið vera tvíþætt.
„Fyrst og fremst er þetta til að láta
gott af okkur leiða, en líka til að bæta
aðgengi fólks að því að kaupa ljós-
myndir. Ljósmyndarar eins og aðrir
listamenn hafa misst vinnuna á covid-
tímum, því verkefni hafa verið sett á
stopp. Þegar þrengir að, hvort sem
það er hjá fyrirtækjum eða ein-
staklingum, þá hætta margir að
kaupa list og síður er farið í að fram-
leiða nýtt efni. Hjá okkur ljósmynd-
urum er þetta svolítið eins og í ferða-
bransanum, það mun líða nokkur tími
þar til hjólin hjá okkur fara aftur af
stað.“
Meðal þeirra 48 ljósmyndara sem
gefa myndir í söfnuninni eru stór
nöfn, Spessi, Páll Stefánsson, Golli,
Saga Sigurðar, Ari Magg og fleiri.
Sissa segir að það hafi gengið mjög
vel að fá ljósmyndarana til að gefa
myndir til verkefnisins.
„Við fengum strax já hjá þeim sem
við leituðum til, allir voru jákvæðir og
þakklátir að fá að leggja hönd á plóg.
Allir fundu mynd í sínu ljósmynda-
safni og sumar þessara mynda tóna
mjög vel við verkefnið, eru táknræn-
ar fyrir bága stöðu kvenna, enda bað
ég fólk um að hafa í huga málstaðinn
þegar það veldi mynd. Ljósmyndar-
arnir völdu sjálfir myndirnar fyrir
verkefnið, því tilgangurinn er að
safna sem mestum peningum og þá
þarf fólk að langa í myndirnar.
Þessar myndir verður hvergi hægt að
fá í þessari stærð aftur, en í boði eru
tvær stærðir, 15 x 15 cm og 10 x 15
cm,“ segir Sissa og bætir við að Stein-
þór Rafn Matthíasson hjá Konsept
hafi hjálpað þeim með uppsetningu
og að koma verkefninu á netheima.
„Nú er tækifæri fyrir fólk að eign-
ast ljósmyndaverk. Ein mynd verður
til sölu frá hverjum ljósmyndara og
hámarksupplag hverrar myndar er
100 stykki. Allar myndirnar verða
prentaðar á sama pappír og þær
verða í númeruðum eintökum og árit-
aðar af ljósmyndurum,“ segir Sissa
og tekur fram að myndirnar verði
póstlagðar til kaupenda. Salan hófst á
miðnætti í gær á vefsíðunni ljós-
myndaskolinn.is og hún mun standa
næstu 10 daga, til 4. maí.
Flott Mynd Önnu Margrétar Árnadóttur af konu með grímu er til sölu.
Allir þakklátir að fá að
leggja hönd á plóg
Áritaðar ljósmyndir seldar til styrktar Kvennaathvarfinu
Sundurrifin Kona sett saman, mynd
Kristinar Petrosiute er í boði.
Bros Sissa og Alda standa saman að
því að styrkja Kvennaathvarfið.