Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2020, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2020 LESBÓK UMHVERFISVÆNI RUSLAPOKINN Umhverfisvæna ruslapokann má nálgast í öllum helstu verslunum Hugsum áður en við hendum! Umhverfisvæni ruslapokinn er úr maíssterkju sem brotnar niður á nokkrum vikum án þess að valda skaða í náttúrunni. Umhverfisvæni ruslapokinn er með handföngum og passar vel í ruslatunnur á heimilum eða sem burðarpoki í verslunum. HLÝÐNI Tónlistarfólk um heim allan keppist nú við að hvetja aðdáendur sína til að hlýða Víði og ígildum okkar besta manns í öðrum löndum. Þannig henti Elena Cat- araga, söngkona moldóvska öfgamálmbandsins Infected Rain, í daglegu tali kölluð Lena klippikrumla, í mynd- band á Facebook á dögunum. „Ég er ekki viss um að þið skiljið hversu alvarlegt ástandið er, ekki síst hversu mik- il áhrif það hefur á listamenn. […] Ég hef verið að fá skilaboð frá vinum og fólki sem kannast við mig sem er að bjóða mér að hanga með sér eða að fara í samkvæmi. Svar mitt er iðulega það sama: Ekki aldeilis! Ég ætla að vera heima. Ég er búin að vera hérna í meira en tvær vikur og ætla ekki að koma nálægt nokkrum manni. Það er mín ákvörðun og ætti að gilda um þig líka.“ Ég ætla að vera heima! Lena klippikrumla talar enga tæpitungu. Facebook ELJA Hin ódrepandi ástralska sápuópera Nágrannar hélt á dögunum upp á 35 ára afmæli sitt. Fyrsti þátturinn fór í loftið í marsmánuði 1985 og ekkert lát er á framleiðslu þáttanna. Vinsældir Nágranna náðu hámarki seint á ní- unda áratugnum, þegar stórstjarnan og söng- konan Kylie Minogue fór með hlutverk hinnar tápmiklu Charlene Mitchell. Dregið hefur úr áhorfi síðan en Nágrannar eiga eigi að síður trausta fylgjendur úti um allan heim, meðal ann- ars hér á landi. Af öðrum frægum leikurum sem komið hafa við sögu Nágranna má nefna Margot Robbie, Liam Hemsworth, Russell Crowe og Natalie Imbruglia. Kylie Minogue var Ná- granni frá 1986 til 1988. AFP Tom Hanks á merkan feril að baki. Apollo 13 besta Hanks-myndin GÆÐI Fjölmiðlar dunda sér við ýmislegt þessa dagana til að halda fólki við efnið; þannig henti breska blaðið The Guardian upp lista yfir 25 bestu kvikmyndir sem hinn ást- sæli leikari Tom Hanks hefur kom- ið fram í. Í fimmta sæti er hafna- boltadramað In a League of Their Own frá 1992; í því fjórða A Beauti- ful Day in the Neighborhood, sem kom út í fyrra; Forrest Gump náði aðeins þriðja sætinu, sem ein- hverjum kann að þykja hneyksli, en hún var gerð árið 1994 og í öðru sæti eru fjórar myndir; Toy Story 1 til 4. Besta mynd Hanks, að mati blaðsins, er svo Apollo 13 frá árinu 1995. „Houston, við erum í klandri!“, og allt það. Bachelor Party komst ekki á blað. Skellur! Tónleikahald liggur niðri í málm-heimum eins og öðrum heim-um um þessar mundir enda ógerlegt að stíga hinn æðisgengna slamdans með tvo metra á milli iðk- enda. Hann gengur út á að menn hjóli í og hrökkvi hverjir af öðrum. Af fullum þunga. Til að stytta sér stund- ir leggjast menn í pælingar, almenn- ar og sérhæfðar, og setja fram alls kyns kenningar. Misáhugaverðar eins og gengur. Ein vinsælasta kenningin um þess- ar mundir er á þann veg að til standi að stofna nýtt ofurband á grunni tveggja áhrifamestu málmbanda sög- unnar, Pantera og Slayer, en eftir að hið síðarnefnda lagði upp laupana seint á síðasta ári heyra þau nú bæði sögunni til. Orðrómur þess efnis komst raunar strax á kreik eftir að Slayer kvaddi en hefur fengið byr undir báða vængi undanfarið; ekki síst eftir að Paul Bostaph, trymbill Slayer, sendi frá sér hálfkveðna vísu á samfélagsmiðlum þess efnis að hann væri farinn að vinna að áhuga- verðu verkefni með ónefndum góð- kunningja málmelskra. Málmskýrendur ruku að vonum upp til handa og fóta og stilltu fé- lögum hans úr Slayer, gítarleik- urunum Kerry King og Gary Holt, upp í hinu nýja bandi, ásamt Philip Anselmo, söngvara Pantera. Þá vant- ar bassaleikara og Rex Brown hlýtur að koma til álita enda hinn Panter- ingurinn hérna megin móðu. Abbott- Er Slaytera í burðarliðnum? Málmvísindamenn velta því nú fyrir sér hvort einhver flötur sé á samstarfi meðlima úr hinum goðsögulegu böndum Slayer og Pantera en orð- rómur þess efnis gengur fjöllunum hærra. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Philip Anselmo hefur marga fjöruna sopið á löngum og litríkum ferli. AFP Slayer voru brautryðjendur og leiðandi afl í þrassheimum; kóng- arnir ef vill. Eftir að sveitin leystist upp hafa verið miklar vangavelt- ur um verðuga arftaka. Ýmsir hafa nefnt Virginíu-bandið Lamb of God í þessu sambandi og bent á það máli sínu til stuðnings að það hafi túrað með og hitað upp fyrir Slayer á kveðjut- úrnum. Í samtali við málmgagnið Metal Injection hafnar Randy Blythe, söngvari Guðslambsins, því al- farið að um táknrænan gjörning hafi verið að ræða. Hann viðurkennir að hafa heyrt þessar vangaveltur, að Slayer hafi verið að rétta Lamb of God þrasskyndilinn, en þær eigi ekki við rök að styðjast. „Þeir eru forfeður okkar, líkt og Black Sabbath, Elvis og Robert Johnson og allt aftur í blús- inn. Ekki er ég kominn í stað Ro- berts Johnsons. Ég er heldur ekki að velta því fyrir mér að taka við af Slayer. Það mun aldrei neinn koma í staðinn fyrir Slayer,“ segir Blythe í viðtalinu. Enginn kemur í stað Slayer Randy Blythe, söngvari Lamb of God. Nágrannar í blíðu og stríðu í 35 ár

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.