Fréttablaðið - 03.09.2020, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 9 1 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 3 . S E P T E M B E R 2 0 2 0
fermingarbörn
...fyrir
á öllum aldri
DÓMSMÁL Vilhjálmur H. Vilhjálms-
son lögmaður krefst þess að Arn-
fríður Einarsdóttir landsréttar-
dómari víki sæti í tveimur málum
sem bíða meðferðar í Landsrétti.
Um er að ræða mál Oddnýjar
Arnarsdóttur og Hildar Lilliendahl
sem dæmdar voru í héraði til að
greiða tveimur skjólstæðingum Vil-
hjálms bætur vegna ummæla sem
þær létu falla um þá haustið 2015 í
svokölluðu Hlíðamáli.
Málunum var áfrýjað til Lands-
réttar síðastliðið haust og var
úthlutað til dómara 29. júní, en þó
þannig að ekki var upplýst hver
þriðji dómarinn yrði í málinu. Þann
13. júlí var Vilhjálmi tilkynnt að
Arnfríður yrði þriðji dómari máls-
ins, en hún var þá nýskipuð dómari
við réttinn í annað sinn.
Vísað er til Landsréttarmálsins
í kröfu Vilhjálms, en hann er lög-
maður Guðmundar Andra Ástráðs-
sonar, stefnanda málsins. Í dómi
Mannréttindadómstóls Evrópu,
MDE, sem kveðinn var upp í mars
í fyrra, var komist að þeirri niður-
stöðu Arnfríður væri ekki lögmæt-
ur handhafi dómsvalds þar sem
skipun hennar hafi ekki uppfyllt
skilyrði Mannréttindasáttmálans
um réttláta málsmeðferð fyrir óvil-
höllum og sjálfstæðum dómstól.
Arnfríður tók ekki þátt í dóm-
störfum við réttinn eftir að dómur
MDE var kveðinn upp, en hún sótti
um lausa stöðu við réttinn fyrr á
þessu ári þrátt fyrir að eiga þegar
sæti í réttinum. Henni var svo
formlega veitt lausn frá embætti, í
aðdraganda nýrrar skipunar henn-
ar við réttinn 1. júlí síðastliðinn.
Í kröfu Vilhjálms til Landsréttar
segir meðal annars: „Afstaða Arn-
fríðar til mín persónulega vegna
þessara lögmannsstarfa minna
í þágu umbjóðanda míns, Guð-
mundar Andra Ástráðssonar, er að
mínu mati ekkert leyndarmál enda
hefur hún ekki farið leynt með þá
skoðun sína og viðrað hana víða.
Það sama á við um eiginmann Arn-
fríðar, Brynjar Níelsson.“
Af þessu leiði að Arnfríði bresti
hæfi til að taka sæti í framangreind-
um málum enda eigi stefnendur
málsins, skjólstæðingar Vilhjálms,
„skýlausan og ótvíræðan rétt á því
að málin fái réttláta málsmeðferð
fyrir sjálfstæðum og óhlutdrægum
dómstól“.
Málf lutningur um kröfu Vil-
hjálms fer fram í Landsrétti 28.
september. Dómararnir þrír munu
svo taka kröfuna til meðferðar og
úrskurða um hana. – aá
Telur Arnfríði
vanhæfa til að
dæma sín mál
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður telur Arn-
fríði Einarsdóttur dómara bresta hæfi til að leggja
dóm á mál skjólstæðinga hans í Landsrétti, vegna
persónulegrar afstöðu hennar í hans garð. Hann
krefst þess að hún víki sæti í tveimur málum.
Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson,
lögmaður
A-landslið karla hefur hafið undirbúning sinn fyrir leikinn við England í A-deild Þjóðadeildar Knattspyrnu-
sambands Evrópu. Leikurinn verður á Laugardalsvelli á laugardaginn kemur. Æfingar hafa farið fram undan-
farna daga og fylgir sögunni að völlurinn sé í góðu standi til knattspyrnuiðkunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
FÉLAGSMÁL Ungu fólki sem þarf
fjárhagsaðstoð fjölgar mikið. Sam-
staða er innan borgarstjórnar um
að koma í veg fyrir heimilisleysi
þessa hóps. Forvarnir felist í að
sleppa ekki af þeim hendinni við
átján ára aldur.
„Við sjáum að ungu fólki sem þarf
fjárhagsaðstoð til framfærslu er að
fjölga mikið. Atvinnuleysi hefur
einnig verið að aukast. Það getur
haft slæm áhrif á heilsu ungs fólks
ef það er ekki í virkni eða einangrast
félagslega og það þarf sérstaklega
að huga þar að börnum sem hafa
Veiti stuðning í forvarnaskyni
Heiða Björg
Hilmisdóttir
fengið mikla þjónustu eða verið á
forræði barnaverndar,“ segir Heiða
Björg Hilmisdóttir, formaður vel-
ferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Lögð verður áhersla á það í haust
að útfæra úrræði fyrir ungt fólk í
vanda. – ab / sjá síðu 6