Fréttablaðið - 03.09.2020, Side 16
Okkar upplifun er í
raun frekar að það
sé almenn ánægja með nýja
forgjafarkerfið.
Brynjar Eldon Geirsson,
framkvæmdarstjóri GSÍ
GOLF Framkvæmdarstjóri Golfsam
bandsins, Brynjar Eldon Geirsson,
sagðist ekkert kannast við óánægju
raddir íslenskra kylfinga þegar
kæmi að nýja forgjafarkerfinu og
mótahaldi á Íslandi. Umræða skap
aðist um málið í Facebookhópnum
Kylfingar á Íslandi þar sem kvartað
var undir nýju forgjafarkerfi sem
tekið var upp í vor þar sem margir
lýstu yfir óánægju sinni.
Einhver galli gerði það að verk
um að mót sem væru opin hinum
almenna kylfingi væru yfirleitt að
sigrast á slíkum punktafjölda að það
hlyti að vera einhver galli í kerfinu.
Fyrr á þessu ári innleiddi Golfsam
band Íslands forgjafarkerfið World
Handicap System (WHS) þegar sex
forgjafakerfi sem voru í notkun
á heimsvísu voru sameinuð í eitt.
Með því var forgjöf reiknuð út frá
átta lægstu skorum af síðustu 20
forgjafahringjum en forgjöf er gefin
út til að meta styrkleika kylfinga og
veita öllum jafnan grundvöll til að
leika, hvort sem um ræðir nýliða
eða þrautreynda kylfinga. Kylf
ingur heldur forgjöf og spilar á pari
eða eigin getu með 36 punkta en í
úrtaki sem Fréttablaðið tók saman
í gær mátti sjá mót sem unnust á 49
höggum og mót þar sem 42 punktar
dugðu ekki nema í tíunda sætið.
„Þetta hefur ekki ratað inn á
okkar borð og ég kannast því ekki
við þessa umræðu. Okkar upplifun
er í raun frekar að það sé almenn
ánægja með nýja kerfið, bæði hér
á landi og hjá nágrannaþjóðum
okkar,“ sagði Brynjar þegar Frétta
blaðið spurðist fyrir um hvort að
þetta erindi hefði ratað inn á borð
Golfsambandsins.
„Þetta gæti kannski tengst ein
hverjum vaxtarverkjum við nýja
kerfið sem er mun skilvirkara að
breyta forgjöfinni. Ég held að það sé
mun líklegra frekar en að kylfingar
séu að reyna að braska eitthvað með
forgjöfina sína. Í nýja kerfinu liggur
einnig meiri ábyrgð á forgjafanefnd
um klúbbanna, að einstaklingar á
þeirra vegum séu með forgjöf sem
endurspeglar getuna,“ sagði Brynjar
og hélt áfram: „Markmiðið með nýja
kerfinu var að setja á sameiginlegt
kerfi á heimsvísu til að einfalda for
gjafareglurnar.“ – kpt
GSÍ kannast ekki við óánægjuraddir vegna forgjafarkerfis
Kylfingar slá upphafshögg á Hvaleyrarvelli í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FÓTBOLTI Franska félagið PSG sendi
frá sér tilkynningu í gær þar sem
fram kom að Neymar væri einn
þriggja leikmanna félagsins sem
hefðu greinst með kórónaveiruna.
Óvíst er hvenær brasilíski töfra
maðurinn Neymar snýr aftur á
völlinn fyrir PSG en franska félag
ið er búið að óska eftir frestun á
leik liðsins gegn Lens eftir lands
leikjahléið eftir tíu daga. Leik PSG í
fyrstu umferð frönsku deildarinnar
var frestað vegna þátttöku liðsins í
úrslitum Meistaradeildar Evrópu á
dögunum.
Brassinn fór ásamt argentínsku
miðjumönnunum Angel di Maria
og Leandro Paredes að drekkja sorg
um sínum í stuttu fríi á spænsku
eyjunni Ibiza eftir að hafa tapað
úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu
gegn Bayern München á dögunum.
Við komuna til Parísar gengust
þeir undir skimun þar sem kom í
ljós að þeir voru allir smitaðir af
COVID19. Þeir eru því komnir í
sóttkví til að koma í veg fyrir að þeir
smiti liðsfélaga sína. – kpt
Neymar kom
smitaður heim
3 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Óska eftir aðstoð frá bænum
Körfuknattleiksdeild Vestra glímir við þá erfiðu stöðu að helstu tekjulindir félagsins hafa ekki skilað því
sem vonast var eftir. Félagið þurfti að aflýsa stærstu körfuboltabúðum landsins vegna kórónaveirunnar.
SPORT
HANDBOLTI Breiðhyltingurinn
Björg vin Hólmgeirsson hefur
söðlað um frá uppeldisfélagi sínu,
ÍR, og gengið til liðs við Stjörnuna.
Björgvin gerir tveggja ára samning
við Garðabæjarfélagið en hann
spilaði með Stjörnunni frá 2007
til 2009. Þess utan hefur Björgvin
leikið með Haukum frá 2009 til 2011
og í Þýskalandi árið 2012. Árið 2015
skellti Björgvin sér til Dúbaí í Sam
einuðu arabísku furstadæmunum
og spilaði þar í tvö ár með Al Wasl.
Þá hefur bróðir Björgvins, Einar
Hólmgeirsson, verið ráðinn aðstoð
arþjálfari Patreks Jóhannessonar
hjá Stjörnuliðinu og mun Einar
einnig sinna styrktarþjálfun leik
manna liðsins. Einar hefur líkt og
Björgvin leikið með Stjörnunni en
það gerði hann keppnistímabilið
2013 til 2014.
Stjarnan hefur leik í Olísdeild
inni föstudagskvöldið 11. septem
ber en þá fær Patrekur fyrrverandi
lærisveina sína, Selfoss, í heimsókn
í TMhöllina. Stjörnumenn mæta
með talsvert breytt lið til leiks í
vetur en Patrekur hefur hrist ræki
lega upp í leikmannahópi liðsins
eftir að hann tók við stjórnartaum
unum hjá liðinu fyrr á þessu ári. – hó
Bræður sömdu
við Stjörnuna
KÖRFUBOLTI Körfuknattleiksdeild
Vestra sendi Ísafjarðarbæ á dög
unum bréf þar sem óskað var eftir
auknu fjárframlagi til félagsins
vegna tekjumissis sem það hefur
orðið fyrir vegna COVID19 farald
ursins. Ingólfur Þorleifsson, for
maður stjórnar körfuknattleiks
deildar Vestra, segir þetta í fyrsta
sinn sem félagið hafi farið þessa
leið..
„Þetta er í fyrsta sinn sem við
höfum þurft að óska eftir auknu
fjárframlagi. Eins og önnur íþrótta
félög fáum við styrki og tíma í
íþróttahúsum en þetta er í fyrsta
sinn sem við förum þessa leið síðan
ég kom inn í félagið fyrir að verða
tuttugu árum. Fyrstu viðbrögð voru
jákvæð, bærinn virtist skilja þetta
og er að skoða málið en auðvitað
vitum við að það stefnir í mikið
tekjutap hjá bæjarfélaginu þessa
dagana eins og alls staðar annars
staðar og það eru allir að passa upp
á hvern aur. Þetta er snúin staða
fyrir þá rétt eins og okkur.“
Líkt og önnur lið varð Vestri af
tekjum sem hefðu fylgt úrslita
keppninni síðasta vor og þá féllu
helstu fjáraf lanir félagsins niður.
Um árabil hefur deildin unnið í
fjáröf lunum á vorin til að styrkja
f járhagsstöðuna fyrir komandi
tímabil. Stærsta áfallið varð hins
vegar þegar félagið þurfti að fella
niður hinar árlegu Körfuboltabúðir
Vestra sem áttu að fara fram tólfta
árið í röð í sumar.
Áður var búið að fresta búðunum
um tvo mánuði í von um að þær
gætu farið fram og var uppselt í búð
irnar og langur biðlisti. Á síðustu
stundu þurfti félagið að aflýsa þeim
eftir að seinni bylgjan af COVID19
tók sig upp á Íslandi. Tekjurnar af
búðunum hafa verið nýttar til að
halda æfingagjöldum yngri f lokka
niðri og til uppbyggingarverkefna
innan deildarinnar.
„Þetta eru stærstu körfuboltabúð
ir landsins, við vorum búin að fresta
þeim áður í von um að halda þær í
ágúst en það kom því miður ekkert
annað til greina en að aflýsa þeim
þegar seinni bylgjan af COVID19
kom upp. Það er stærsta höggið
fyrir f járhagshlið deildarinnar,
þetta er stærsta fjáröflun félagsins
á ári hverju.“
Aðspurður sagðist Ingólfur ekki
hafa heyrt í formönnum annarra
félaga í deildinni en bjóst við að
þau væru að glíma við sambærileg
vandamál og Vestri.
„Ég hef ekki heyrt frá neinum
öðrum félögum en það er líklegt að
það séu fleiri félög í sömu stöðu og
við þessa dagana. Það eru ekki að
koma inn tekjur frá áhorfendum og
mörg félög reiða sig á styrktaraðila
sem eru í ferðaþjónustunni. Ég get
ímyndað mér að það séu fleiri félög
í þessari stöðu þó að ég sé ekki með
það á hreinu.“
Vestri leikur í 1. deild í karla
og kvennaf lokki og því fylgja
gríðarlega löng ferðalög. Stysta
ferðalagið karlamegin er tæplega
400 kílómetrar í Stykkishólm en
kvennamegin er stysta ferðalagið á
Sauðárkrók sem telur þó 461 kíló
metra. Það bíða því mörg ferðalög
víðsvegar um landið fyrir Vestra á
komandi vetri.
„Við búum að því að þurfa að fara
í langt ferðalag í f lesta útileiki og
langstærsti útgjaldaliður deildar
innar okkar er ferða og gistikostn
aður.“
Aðspurður hversu alvarleg staðan
sé sagði Ingólfur að það hafi þrátt
fyrir allt hafi gengið vel að manna
hópinn til að tefla fram samkeppn
ishæfu liði í vetur.
„Við settum á laggirnar meistara
f lokk kvenna í vor eftir nokkurra
ára fjarveru. Við höfum eins og oft
áður þurft að treysta á aðkomu
menn og verðum að við teljum
með samkeppnishæft lið í karla
og kvennaflokki þó að það sé gert
á eins ódýran máta og hægt er.
Erlendu leikmennirnir okkar eru
allir í vinnu, sumir hjá félaginu en
aðrir að vinna með til að drýgja
tekjurnar.“
Það er ekkert nýtt á Ísafirði en
körfuknattleikslið þar á bæ hafa
yfirleitt þurft að treysta mikið
á erlenda leikmenn. Erfitt hefur
reynst að fá Íslendinga vestur og að
halda heimamönnum í liðinu.
„Það hefur alltaf þurft að passa
vel upp á hvern einasta aur. Ég er
búinn að vera í stjórn KFÍ og Vestra
í hátt tuttugu ár og það hefur alltaf
verið barátta að reka þetta. Það er
ákveðin klikkun að halda úti starfi
eins og þessu norður á hjara en við
erum orðin ýmsu vön,“ sagði hann
léttur að lokum.
kristinnpall@frettabladid.is
Heimastúlkur sem mynda kjarnann í liði Vestra í 1. deild kvenna næsta vetur. MYND/HEIMASÍÐA VESTRA
Við búum að því að
þurfa að fara í langt
ferðalag í flesta útileiki og
langstærsti útgjaldaliður
deildarinnar er ferða- og
gistikostnaður.
Ingólfur Þorleifsson, formaður kkd.
Vestra.