Fréttablaðið - 03.09.2020, Side 20
Fókusinn verður
líklega árshátíðar-
kjólar. Þetta eru oft
dýrustu flíkurnar sem
þú átt inni í fataskáp en
þú ferð kannski í þær
þrisvar.
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
NÝJAR HAUSTVÖRUR STREYMA INN
Patricia Anna Þormar er hugmyndasmiðurinn að Spjarasafninu en með henni
í liði voru Ásgerður Heimisdóttir,
Dagný Guðmundsdóttir, Kristín
Edda Óskarsdóttir og Sigríður
Guðjónsdóttir.
„Ég frétti af Spjaraþoninu í
gegnum samstarfskonu mína
og hugsaði með mér að það væri
frábært tækifæri til að koma fram
með þessa hugmynd sem hefur
blundað með mér lengi,“ segir
Patricia.
„Ég hugsaði að þarna væri líka
gott tækifæri til að koma hug
myndinni af stað, mynda tengsla
net og vita hvort einhver væri til
í að vinna að hugmyndinni með
mér. Ég er mjög glöð að hafa fengið
fjórar rosalega flottar konur í lið
með mér.“
Konurnar í liðinu voru líka þátt
Snýst um að fá meira út úr hverri flík
Um síðustu helgi fór fram Spjaraþon, tveggja daga hugmyndasmiðja þar sem þátttakendur þróa
og skapa lausnir gegn textílsóun. Sigurhugmyndin var Spjarasafnið, eins konar Airbnb fyrir föt.
Patricia Anna
Þormar og
Sigríður Guð-
jónsdóttir unnu
Spjaraþon um
helgina með
hugmynd að
Spjaraleigu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
takendur í Spjaraþoninu þar sem
Patricia kynnti hugmynd sína.
„Spjaraþonið byrjaði með hug
myndavinnu. Fólk gat kynnt sínar
hugmyndir og komið með nýjar
hugmyndir út frá því. Svo völdu
þátttakendur að hvaða hugmynd
þeir vildu vinna. Mér fannst það
skemmtilegt. Þannig veit ég að þær
sem ég vinn með völdu verkefnið
af því þeim leist vel á hugmyndina.
Teymið er ekki fyrst valið og hug
myndin svo,“ útskýrir Patricia.
Hugmyndin er að Spjarasafnið
verði stafræn miðlun þar sem
fólk getur leigt út eigin flíkur eða
fengið leigðar flíkur sem annars
myndu hanga ónotaðar inni í fata
skáp. Eins konar Airbnb fyrir föt
eins og Patricia lýsir henni.
Spjarasafnið byggir á deili
hagkerfi þar sem verið er að nýta
verðmæti, það er fatnað, sem
er nú þegar til staðar og er ekki
fullnýttur hjá eiganda. Flíkurnar
öðlast nýtt líf í hringrásinni og
margir nota þær yfir líftíma þeirra,
auk þess sem eigendur geta haft
tekjur af útleigunni.
„Þetta snýst um að fá meira út
úr hverri f lík og fá tekjur af f líkum
sem þú átt nú þegar. En fyrst og
fremst að auka úrval og framboð
af fötum. Sérstaklega svona dýrri
munaðarvöru eins og kjólum og
kápum,“ segir Patricia.
„Fókusinn verður líklega árshá
tíðarkjólar. Þetta eru oft dýrustu
flíkurnar sem þú átt inni í fataskáp
en þú ferð kannski í þær þrisvar.
Mörgum finnst ekki hægt að láta
sjá sig í sama kjólnum í brúðkaupi
í fjórða sinn. Ég hugsaði þetta svo
lítið frá þeim enda að auka úrval
og framboð. Ég hef áhuga á tísku
eins og kannski f lestar konur. Ég
hef gaman af að klæða mig upp
fyrir ákveðin tilefni, en mér finnst
kannski erfitt að láta sjá mig í
sömu flíkinni aftur og aftur. Við
erum nýjungagjörn, við viljum
fá eitthvað nýtt. En þá kemur inn
þetta sjálf bærnisjónarmið. Maður
getur ekki alltaf keypt nýja og nýja
flík í hvert sinn sem manni langar
í eitthvað nýtt. Ég fór þess vegna
að hugsa um hvernig hægt væri að
gera þetta á sjálf bæran og ódýran
hátt.“
Patricia segir að teymið ætli
að skrá hugmyndina í Gull
eggið, frumkvöðlakeppni, en
sem stendur eru þær að leita að
forritara sem hefur áhuga á snjall
lausnum og tækni inn í teymið.
Skráningu í Gulleggið lýkur í dag
en Patricia segist vona að þær nái
að finna forritara tímanlega.
„Við erum komin með netfang,
spjarasafnið@gmail.com svo ef
einhver forritari hefur áhuga á að
ganga til liðs við okkur má hafa
samband þar. Mér finnst skipta
svolitlu máli að forritarinn sé
kona af því þetta er þjónusta sem
er fyrst og fremst hugsuð fyrir
konur, mér finnst því skipta máli
að þjónusta fyrir konur sé hönnuð
af konum. Næst á dagskrá er svo að
stofna Instagramsíðu fyrir Spjara
safnið svo hægt sé að fylgjast með
okkur og þannig getum við líka
fylgst með hvaða meðbyr hug
myndin fær.“
Á Spjarasafninu verður hægt að leigja út eigin föt og leigja föt frá öðrum.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R