Fréttablaðið - 03.09.2020, Page 36

Fréttablaðið - 03.09.2020, Page 36
Í NÚTÍMASAMFÉLAGI ER INNRI RÓ MARK­ AÐS SETT SVO ÓTRÚLEGA MIKIÐ, KANNSKI EKKI ÓLÍKT ÞVÍ ÞEGAR FÓLK KEYPTI SYNDA­ AFLAUSNABRÉF Á MIÐÖLDUM, VIÐ KAUPUM ÖPP Í SÍMANN OG SJÁLFSHJÁLPARBÆKUR. SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@ frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Tónskáldið Friðrik Mar-grétar-Guðmundsson frumsýnir nú á sunnu-daginn verkið Ekkert er sorglegra en mann-eskjan, sem hann vann í samstarfi við Adolf Smára Unnars- son. Friðrik hefur fengist við ýmsar tónsmíðar fyrir leikhús, dansverk, gjörninga og myndlist auk þess að semja hljóðfæratónlist, kórtónlist og hljóðverk. Verk hans hafa ver- ið f lutt víðs vegar um Evrópu og Ísland, meðal annars af Ensemble Recherche í Freiburg og Dómkórn- um í Reykjavík. Ekkert er sorglegra en mann- eskjan er fyrsta ópera Friðriks í fullri lengd en í febrúar gaf hann út verkið Skipholt, sem var út skrift- ar verk hans úr Listaháskólan um. Á síðustu árum hefur Friðrik átt í samstarfi við hljómsveitina Hatara og hefur komið fram með henni á tónleikum og á plötunni Neyslu- trans. „Ekkert er sorglegra en manneskj- an er samtímaópera um leitina að hamingjunni. Adolf samdi textann og leikstýrir verkinu. Við fengum hugmyndina eftir að við unnum saman að lokaverkinu hans Adolfs úr LHÍ, þar sem ég samdi tónlistina. Það var leikverk, en í nokkrum atrið- um sungu leikararnir saman sálma og það fannst okkur mest spennandi partur sýningarinnar,“ segir Friðrik. Spennandi miðill Í kjölfarið ákváðu þeir að næsta verk skyldi vera ópera með klass- ískum söngvurum í stað leikara. „Við töluðum við söngvarana mjög snemma. Þetta eru allt krakk- ar á okkar aldri sem ég hef unnið með í ýmsum verkefnum. Þau eru öll með reynslu í klassískum óperu- söng, en voru mjög til í að gera eitt- hvað nýtt og spennandi við þennan miðil,“ segir hann. Óperan er gamalt og rótgróið form sem vekur strax upp mjög skýrar, fyrirframgefnar hugmynd- ir um hvað sé að fara að gerast, að sögn Friðriks. „Þess vegna er gaman að snúa upp á væntingar fólks. Óperan er af mörgum talin hátindur fegurðar innan vestrænnar menningar og á sama tíma ekki mjög pólitískt form. Það er spennandi að nýta formið til að varpa fram okkar sýn á þessar stærstu og elstu spurningar mannsins „Hvað er hamingjan?“ og „Hvernig verð ég hamingjusamur?“ án þess að koma með áfellisdóm á spurninguna eða lausn á vandamál- inu,“ segir Friðrik. Innri ró er markaðssett Ferlið er búið að spanna um það bil ár, en fyrstu hugmyndir kviknuðu í september í fyrra. „Adolf Smári byrjaði á að semja einhverja texta en fókuspunktur- inn til að byrja með voru myndirn- ar sem settar eru upp á sviðinu. Þar sem verkið er póst-dramatískt, það er að segja fylgir ekki söguþræði, erum við mest að vinna með tákn- myndir og ólínulega framvindu. Við sjáum fjórar fígúrur ráfa um marmaragólf með ferðatöskur, hjá þeim á sviðinu er bekkur og stór kassi sem er sveipaður dúk sem á stendur „opnar bráðum“. Svo brjótast þau stöku sinnum út í söng, annaðhvort saman eða í sitt hvoru lagi.“ Textarnir eru bæði frumsamdir en líka teknir úr sjálfshjálparbók- um, jógaæfingum og miðaldabók- menntum. „Í nútímasamfélagi er innri ró markaðssett svo ótrúlega mikið, kannski ekki ólíkt því þegar fólk keypti syndaaf lausnabréf á mið- öldum, við kaupum öpp í símann og sjálfshjálparbækur. Nema leitinni að hamingjunni er í dag beint inn á við,“ segir Friðrik. Gott samstarf Tónlistin segir hann að vísi á sama tíma í tónbókmenntirnar en aðal- uppspretta innblástursins sé í kirkjutónlist. „Svo reyni ég að skjóta henni saman við það sem ég túlka sem hliðrænu kirkjutónlistar í samtím- anum, nýaldar- og ambíent-tónlist. Mér fannst líka áhugavert að reyna að taka svolítið epíkina úr óper- unni, það eru mjög fá augnablik í sýningunni þar sem söngvarar fá að tjá tilfinningar sínar og tónlistin er lágstemmd og hægfljótandi, það er smá leikur í því að snúa upp á vænt- ingar hlustandans,“ segir hann. Friðrik segir þá Adolf hafa kastað sín á milli hugmyndum í byrjun. „Hann sýndi mér einhverjar pælingar og texta sem hann var að vinna með og ég samdi við það tón- list og sýndi honum og hann vann svo meiri texta út frá því og þann- ig mótaðist þetta hægt og hægt. Ég þurfti að semja tónlist sem auðvelt væri að endurtaka eða taka út frek- ar frjálslega, það endaði auðvitað með því að þetta var eiginlega mest samið í rosa stressi á lokametrun- um. En þetta kom allt saman á end- anum, enda erum við að vinna með frábærum söngvurum og hljóð- færaleikurum.“ Ekkert er sorglegra en mann- eskjan er frumsýnt í Tjarnarbíói á sunnudaginn. Miða á verkið er hægt að nálgast á tix.is. steingerdur@frettabladid.is Það er gaman að snúa upp á væntingar fólks Friðrik Margrétar-Guðmundsson frumsýnir verkið Ekkert er sorglegra en manneskjan í Tjarnarbíói nú á sunnudaginn. Verkið samdi Friðrik í samstarfi við félaga sinn Adolf Smára Unnarsson. Ekkert er sorglegra en manneskjan, er fyrsta ópera Friðriks í fullri lengd. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut og hringbraut.is Fylgstu með! Dagskráin á Hringbraut Þátturinn Fasteignir og heimili á Hringbraut alla mánudaga kl. 20.30. Fjölbreyttur þáttur um fasteignir, heimili, húsbúnað, matargerð, húsráð, lífstíl – allt sem við kemur heimilum og fasteignum og umhverfi þeirra. Sjöfn Þórðar fær til sín fagfólk og áhugaverða viðmælendur til að fræða áhorfendur um fjölbreytt viðfangsefni fasteigna og heimila. Fasteignir og heimili Þátturinn er í boði Íslandsbanka 3 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.