Fréttablaðið - 17.09.2020, Síða 2
Tólf prósent svar-
enda segjast ekki
eiga neinn náinn vin og
þrjátíu prósent segjast eiga
engan eða einn náinn vin.
Veður
Suðvestan 8-13 og skúrir, en
léttir til austanlands. Hiti 6 til 12
stig. SJÁ SÍÐU 20
Binding í birkinu
COVID-19 Þrettán ný innanlands-
smit greindust við skimun á mánu-
daginn en þetta var tilkynnt í gær.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir segir það benda til þess að
veiran geti verið útbreiddari en
áður var talið að aðeins einn sem
reyndist smitaður var í sóttkví við
greiningu.
Þetta er í fyrsta sinn frá 8. ágúst
sem fleiri en tíu tilfelli innanlands-
smits greinast á einum degi. Tólf
greindust eftir að hafa farið í ein-
kennasýnatöku en einn greindist
við aðra skimun Íslenskrar erfða-
greiningar.
Á landamærunum greindust
tveir með virkt smit í seinni skimun
en enn er beðið mótefnamælingar
úr einu sýni sem greint var frá í gær.
Alls eru nú 75 manns í einangrun
með virkt smit hér á landi.
Frá upphafi hafa 2.189 greinst
með veiruna en 2.104 náð sér
eftir að hafa smitast. Einn er nú á
sjúkrahúsi með COVID-19. Nú eru
437 manns í sóttkví innanlands og
2.118 í skimunarsóttkví.
Allir starfs menn Ís lenskrar erfða-
greiningar voru sendir í skimun
eftir að upp kom smit í nemanda
við Há skólann í Reykja vík sem
heim sótt hafði hús næði ÍE. Þar
kom fram smit hjá tveimur starfs-
mönnum og tveimur nemendum
skólans. Stór hópur starfsmanna
í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í
Reykjavík þarf að fara í sóttkví eftir
að tveir starfsmenn greindust með
COVID-19. – hó
Allir nema einn
utan sóttkvíar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
á fundi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
MOSFELL SBÆR Fjölskyldunefnd
Mosfellsbæjar skilaði af sér stöðu-
skýrslu vegna COVID-19 og lagði
fram á fundi nefndarinnar í gær.
Þar kemur fram að útgjöld vegna
liðveislu drógust saman mánuðina
apríl og maí 2020 borið saman við
mánuðinn þar á undan og í fyrra.
Ástæðu lækkunar útgjaldanna má
rekja til þess að foreldrar fatlaðra
barna óskuðu ekki eftir þjónust-
unni í kjölfar tilmæla almanna-
varna og sóttvarnalæknis um
samkomubann og að standa átti
vörð um viðkvæma hópa.
Þá hækkuðu útgjöld til fjárhags-
aðstoðar á árinu borið saman við
árið 2019. Hækkunina má fyrst og
fremst rekja til fjölgunar styrkþega
en þegar kemur að kaf lanum um
atvinnulausa Mosfellinga kemur
í ljós að þeim fjölgaði umtalsvert
í mars og apríl en fækkaði aftur
mánuðina þar á eftir. – bb
Foreldrar barna
með fötlun
höfnuðu aðstoð
Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda
Association of Icelandic Film Producers
SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda
auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði félagsins. Rétt
til umsókna úr sjóðnum eiga allir sjálfstæðir
kvikmyndaframleiðendur sem framleitt hafa kvikmyndaverk sem
sýnd hafa verið í sjónvarpi á árinu 2019. Umsóknir berist fyrir 20.
október 2020 til:
SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda
c/o Samtök iðnaðarins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
eða með tölvupósti á sik@producers.is
Aðrar umsóknarleiðir teljast ekki gildar.
Nánari upplýsingar, úthlutnarreglur og eyðublað eru á vefsíðu
SÍK – www.producers.is
SÍK - IHM AUGL - 2 X 10 DSM BLACK
Greiðslur úr
IHM sjóði SÍK
SAMFÉLAG „Mér finnst ekkert fjar-
stæðukennt að draga þá ályktun
að íhaldssamar karlmennskuhug-
myndir komi í veg fyrir náin vina-
sambönd hjá körlum,“ segir Þor-
steinn V. Einarsson kynjafræðingur.
Þorsteinn heldur úti vefmiðlinum
Karlmennskan og fékk hann á dög-
unum senda einlæga frásögn manns
sem lýsir því að hafa upplifað sig
einmana og skorta nána vini.
Í frásögn sinni segir maðurinn,
sem ekki kemur fram undir nafni,
frá því að hann hafi í gegnum tíðina
misst samband við vini og kunn-
ingja og upplifi sig í kjölfarið ein-
mana. Þá segir hann það hafa tekið
sig mörg ár að þora að segja konunni
sinni frá því hvernig honum leið. Í
kjölfar frásagnarinnar setti Þor-
steinn af stað skoðanakönnun þar
sem hann spyr karla hvort þeir upp-
lifi sig einmana og hvort þeir vildu
eiga fleiri nána vini.
„Tólf prósent svarenda segjast
ekki eiga neinn náinn vin og þrjátíu
prósent segjast eiga engan eða einn
náinn vin,“ segir Þorsteinn. Þá segj-
ast 30 prósent eiga tvo til þrjá nána
vini og 40 prósent fjóra eða f leiri.
Þorsteinn segist telja ástæðuna vera
ráðandi karlmennskuhugmyndir í
samfélaginu.
„Við búum við karlmennsku-
hugmyndir og þær stjórna því að
miklu leyti hvernig við högum
okkur. Þessar hugmyndir tel ég að
geti komið í veg fyrir að strákar geti
verið auðmjúkir, einlægir og sannir
sjálfum sér,“ segir Þorsteinn. „Karl-
mennskan er alls konar en á yfir-
leitt ákveðnar rætur sem byggja
til dæmis á hómófóbíu og þá erum
við alltaf að sanna gagnkynhneigð
okkar.“
Um 200 karlmenn höfðu svarað
könnuninni í gær þegar Þorsteinn
ræddi við Fréttablaðið og tekur
hann fram að um sjálfvalið úrtak sé
að ræða og að ekki sé hægt að yfir-
færa niðurstöður könnunarinnar á
stærra þýði, þær geti þó gefið ein-
hvers konar vísbendingu um upp-
lifun karla á einmanaleika.
„Ég spurði líka um það hvort þátt-
takendur myndu vilja eiga f leiri
nána vini og þeirri spurningu svara
72 prósent játandi,“ segir Þorsteinn.
„Önnur spurning sneri að því hvort
karlmenn upplifðu það að geta ekki
talað um ákveðna hluti eða skömm-
uðust sín og það eru áberandi svör
um að karlar skammist sín og tali
ekki um einmanaleika, kvíða og
þunglyndi. Nokkrir nefndu líka
minnimáttarkennd, lítið sjálfs-
traust og útlit svo eitthvað sé nefnt,“
bætir hann við.
Aðspurður um það hvað sé til
ráða segist Þorsteinn sannfærður
um að lausnin felist meðal annars
í því að hreyfa við íhaldssömum
karlmennskuhugmyndum. „Með
því öðlast strákar og karlar aukið
frelsi til þess að vera eins og þeir
eru og við munum sjá meira jafn-
rétti í okkar samfélagi, þetta er mín
sannfæring. Það að við séum farin
að ræða þessi mál er bein afleiðing
af femínískri jafnréttis- og mann-
réttindabaráttu og það er einstakt
tækifæri.“ birnadrofn@frettabladid.is
Fjöldi karla eigi fáa
eða enga nána vini
Þorsteinn V. Einarsson gerði skoðanakönnun um einmanaleika karla eftir að
honum barst frásögn manns sem upplifir sig einmana og að skorta nána vini.
Könnunin bendir til þess að fjöldi karla eigi fáa eða jafnvel enga nána vini.
Þorsteinn V. Einarsson hefur rannsakað einmanaleika. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tíndu birkifræ í Skógarlundi við Bessastaði í gær þó að
veðrið væri ekki eins og best verður á kosið. Markaði þetta upphaf landsátaks til útbreiðslu birkiskóga sem Skógræktin og Landgræðslan standa
að. Birkið þakti fjórðung Íslands þegar landnámsmenn stigu hér fæti og útbreiðsla þess myndi binda mikið kolefni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð