Fréttablaðið - 17.09.2020, Side 6

Fréttablaðið - 17.09.2020, Side 6
Ríkið getur al- mennt tekið lög- sögu yfir íslenskum ríkis- borgurum, eða þeim sem búsettir eru á Íslandi, vegna brota sem framin eru erlendis, ef brotið er jafn- framt refsivert þar. Dr. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR Sandra segir að sjúkraliðar séu best til þess fallnir að sinna störfum á hjúkrunarheimilum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR HEILBRIGÐISMÁL Skorin verður upp herör gegn því að heilbrigðis- stofnanir ráði ófaglært starfsfólk í störf sem sjúkraliðar ættu að gegna. Þetta var meðal þess sem samþykkt var á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands sem haldið var fyrir helgi. Sandra B. Franks, formaður félagsins, segir misbresti hvað varðar ráðningar í störf sjúkraliða. „Stjórnendur, til dæmis hjúkrunar- heimila, vita vel af því að bannað er að ráða aðra en sjúkraliða til sérhæfðra umönnunar- og hjúkr- unarstarfa, nema áður hafi verið auglýst eftir sjúkraliðum,“ segir Sandra. „Stofnanir eru mögulega að reyna að spara við sig með því að ráða ódýrara vinnuaf l, en þær mega það ekki nema búið sé að reyna til þrautar að fá sjúkraliða. Við þurfum að tryggja að þetta verði aldrei gert.“ Þá var samþykkt ályktun þar sem gerð er krafa um að hið opinbera marki sér stefnu um hversu margir sjúkraliðar eiga að vera við störf á hverjum tíma. Sandra segir sjúkra- liða óánægða með hvernig forgangs- rétturinn hefur verið sniðgenginn. „Þetta er líka hagsmunamál fyrir sjúklinga og aðstandendur, því það kemur mjög vel fram í úttektum bæði á Íslandi og erlendis að skýr tengsl eru á milli lélegra gæða og lágs hlutfalls fagmenntaðra við hjúkrun og umönnun. Við þurfum einfaldlega fleiri sjúkraliða.“ Áhyggjur eru meðal sjúkraliða af að mönnun á hjúkrunarheimilum sé ekki í samræmi við það sem þarf til að viðhalda gæðum þjónust- unnar. „Hjúkrunarheimilin þurfa mörg hver á f leiri sjúkraliðum að halda þar sem sjúkraliðar eru besta stéttin til að sinna fólkinu sem þar er.“ Sandra segir að í framtíðinni muni þörfin fyrir sjúkraliða stór auk ast. „Áhersla á að færa þjónust una heim mun þróast með sambæri legum hætti og á hinum Norður löndunum, en þar eru fjár veit ingar til heima- hjúkrunar og heima þjónustu átta til fimmtán sinn um hærri en á Íslandi, þegar mið að er við verga landsfram- leiðslu,“ segir Sandra. Þar, eins og hér á landi, heldur meðalævin áfram að lengjast og þörf fyrir hjúkr un og umönnun aldraðra vex að sama skapi. Sandra sér mörg tæki færi til að efla heimahjúkrun. „Það er í raun langódýrasta leiðin og öll viljum við vera heima sem lengst. Það felst í því mikil hagræðing fyrir samfélagið að ef la heimahjúkrun og heima- þjónustuna.“ Í kjarasamningum við ríkið gerði félagið kröfu um að sett yrði á fót nám fyrir sjúkraliða á háskóla- stigi, og næsta haust verður sett á fót diplómanám við Háskólann á Akureyri sem sjúkraliðar geta sinnt í fjarnámi. „Það hefur verið rík krafa hjá okkar félagsmönnum að svona nám verið sett á fót, við gáfum okkur ekki við samningaborðið,“ segir Sandra. Samkvæmt könnun meðal félagsmanna hefur minnst fjórðungur áhuga á náminu. „Með því teljum við að opnist tækifæri fyrir sjúkraliða til að sérhæfa sig og eiga þá kost á framgangi í starfi og betri launum. Sú barátta hefst fyrir alvöru þegar byrjað verður að útskrifa.“ Sandra segir að ein leið- anna til að ráða bót á mönnunar- vandanum sé að fela sjúkraliðum meiri ábyrgð og aukið stjórnunar- hlutverk á tilteknum sviðum. arib@frettabladid.is Skera upp herör gegn ráðningu ófaglærðra Sjúkraliðafélag Íslands hyggst á næstunni skera upp herör gegn því að heil- brigðisstofnanir ráði til sín ófaglært starfsfólk í störf sjúkraliða. Formaður félagsins segir þörf á fleiri sjúkraliðum og tækifærum til þróunar í starfi. Stofnanir eru mögulega að reyna að spara við sig með því að ráða ódýrara vinnuafl, en þær mega það ekki nema búið sé að reyna til þrautar að fá sjúkraliða. Sandra B. Franks, formaður Sjúkra- liðafélags Íslands markaður Bænda um helgina! ... hjá ok ku r í d a g H já b ó nd a í gær ... Afgreiðslutímar á www.kronan.is Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag SJÓNVARP Áformað er að taka upp sjónvarpsþættina Ófærð 3 að hluta til á Siglufirði í september og októ- ber. Þetta kemur fram á trolli.is. Þar segir að búist sé við því að 60 til 80 manns verði á Siglufirði við tökurnar, sem áætlað er að ljúki í kringum 9. október. Miklar ráð- stafanir verða varðandi COVID-19 en sóttvarnafulltrúi verður á setti alla daga. Starfsfólk sem starfar við smink og búninga verður alltaf með grímur og tökulið líka, þegar aðstæður eru þröngar. Allir verða hitamældir þegar komið er inn á sett. Áætlað er að taka upp senur í Sundlaug Siglufjarðar og verður laugin lokuð á meðan en líkams- rækt og íþróttahús verða opin. Tökur eru fyrirhugaðar frá 24. sept- ember en tímasetning gæti hnikast til um einhverja daga. Heimamenn og fyrirtækjaeigendur sem koma að þessu verkefni hafa tekið vel í það, segir í frétt trolli.is. – hó Þriðja þáttaröðin af Ófærð tekin upp á Siglufirði næstu vikurnar DÓMSMÁL Jón Baldvin Hannibals- son, fyrrverandi sendiherra og ráð- herra, krefst þess að ákæru gegn honum um kynferðislega áreitni verði vísað frá dómi á þeim grund- velli að íslenskir dómstólar hafi ekki lögsögu í málinu. Þetta kom fram við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Hér reynir á hina svonefndu þegnreglu sem varðar lögsögu ríkja. Megininntak hennar er að ríkið getur almennt tekið lögsögu yfir íslenskum ríkisborgurum, eða þeim sem búsettir eru á Íslandi, vegna brota sem framin eru erlendis, ef brotið er jafnframt refsivert þar,“ segir dr. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR. Hann vísar til dómafordæmis Hæstarétt- ar í máli Íslendings sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot í Svíþjóð. Dómurinn féllst ekki á ómerkingu héraðsdóms, þar sem óumdeilt var að brotið var einnig refsivert sam- kvæmt sænskum hegningarlögum. Bjarni tekur fram að um heimild, en ekki skyldu, ríkisins sé að ræða en reglan byggi á þeirri hugmynd að þar sem einstaklingar eigi rétt á vernd frá heimaríki sínu sé ein- staklingurinn jafnframt undir lög- sögu ríkisins hvert sem hann fer. Mál Jóns Baldvins varðar meinta kynferðislega áreitni sem á að hafa átt sér stað á Spáni árið 2018 og búast má við því að reifa þurfi spænska refsilöggjöf í málflutningi um frávísunarkröfuna sem fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. októ- ber næstkomandi. – aá Mál Jóns ræðst af spænskri löggjöf 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.