Fréttablaðið - 17.09.2020, Page 8
Við græðum sárin
aðeins betur og
getum í kjölfarið horft til
fortíðar með meiri reisn.
Pedro Sanchez forsætisráðherra
Þýska ríkisstjórnin mun
í samstarfi við Frakka og
önnur aðildarlönd ESB
vinna að lausn á málinu.
SPÁNN Spænska ríkisstjórnin sam-
þykkti á þriðjudag að setja lög um
fjármögnun vegna leitar að fórnar-
lömbum einræðisherrans Francisco
Franco. Þingið á eftir að samþykkja
lögin en 750 þúsund evrum verður
varið í verkefnið. Það jafngildir rúm-
lega 120 milljónum króna.
„Minni, réttlæti og skaðabætur
verða að vera á höndum ríkisins,“
sagði forsætisráðherrann Pedro
Sanchez í yfirlýsingu á samfélags-
miðlum. „Með löggjöfinni tökum
við annað skref í að viðurkenna
fórnarlömb borgarastyrjaldarinnar
og það einræði sem ríkti. Við græð-
um sárin aðeins betur og getum í
kjölfarið horft til fortíðar með meiri
reisn.“
Lengi hefur verið barist fyrir því
að fórnarlömb borgarastyrjaldar-
innar, sem stóð yfir frá 1936 til
1939, verði fundin og grafin upp.
Áætlað er að um 100 þúsund manns
hafi verið komið fyrir í ómerktum
gröfum víða um Spán. Alls fórst um
hálf milljón manns í stríðinu, þar af
tæplega 200 þúsund hermenn sem
börðust gegn fasistaher Franco og
um 200 þúsund almennir borgarar.
Drápin hættu ekki við lok stríðs-
ins heldur hélt Franco ofsóknum
sínum áfram til ársins 1945, er það
tímabil kallað Hvíta ógnin. Hand-
tökur, fangelsanir, vinnuþrælkun,
pyndingar, nauðganir og aftökur
áttu sér stað gagnvart ýmsum
hópum sem Franco taldi ógna sér.
Þar á meðal sósíalistum, frjálslynd-
um umbótasinnum, katal ónskum
og baskneskum þjóðernissinnum,
samkynhneigðum og trúleysingj-
um. Þúsundir f lúðu heimili sín,
annaðhvort til fjalla eða úr landi.
Franco dó árið 1975 og með
hverju árinu sem líður verður minn-
ingin um hann myrkari og myrkari.
Kallað hefur verið eftir uppgjöri á
þessum tíma, líkt og Þjóðverjar hafa
gengið í gegnum með nasismann, en
gengið hægt.
Árið 2007 samþykkti þingið lög
um að aðstoða fjölskyldur fórnar-
lamba við að finna grafir þeirra en
með þeirri löggjöf hafði ríkið ekki
frumkvæði að því að finna fólk.
Þegar hægristjórn Mariano Rajoy
komst til valda árið 2011 voru lögin
afnumin og sagt ástæðulaust að
„opna gömul sár“.
Að finna fórnarlömbin og takast á
við minninguna um Franco var eitt
af kosningaloforðum Sanchez þegar
hann komst til valda árið 2018. Á
síðasta ári voru leifar einræðisherr-
ans fjarlægðar úr grafreitnum Dal
hinna föllnu og settar niður í fjöl-
skyldugrafreit nálægt Madríd.
Í hinni nýju löggjöf verður reitn-
um þar sem leifar Franco lágu í 44
ár breytt í minninga- og fræðslu-
stað um borgarastyrjöldina og ein-
ræðisstjórn hans. Þá verða einnig
þeir sakamáladómar sem dómarar
Franco felldu ógiltir og fórnarlömb-
unum gefnar upp sakir.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Munu leita að fórnarlömbum Franco
Spænska ríkið mun hefja átak í að leita að fórnarlömbum fasistaleiðtogans Francisco Franco. Talið er að um 100 þúsund manns,
sem myrtir voru af herjum hans, liggi í ómerktum gröfum víða um Spán. Franco ofsótti og myrti alla þá sem hann taldi ógna sér.
Fjölskyldur hinna föllnu úr borgarastyrjöldinni hafa lengi kallað eftir aðgerðum en lítið orðið ágengt. MYND/GETTY
LANDSÞING
VIÐREISNAR
25. SEPT. KL. 16 • SILFURBERGI, HÖRPU
Viltu hafa áhrif á landsþingi Viðreisnar?
Skráðu þig í flokkinn fyrir laugardaginn
19. september til að öðlast atkvæðisrétt.
Hvetjum flokksmenn til að bjóða sig fram til embætta
sem kosið verður um. Landsþingið fer einnig fram á netinu.
Nánari upplýsingar á vidreisn.is
Tökum stór skref strax!
SAMFÉLAG Þýskaland mun taka
á móti 1.553 f lóttamönnum sem
dveljast þessa stundina á grískum
eyjum. Stefen Seibert, talsmaður
Angelu Merkel, kanslara Þýska-
lands, tilkynnti þetta í gær.
Um er að ræða f lóttamenn sem
urðu fyrir barðinu á eldinum sem
braust út í f lóttamannabúðunum
á grísku eyjunni Lesbos í síðustu
viku. Eldurinn olli mikilli eyði-
leggingu í Moria sem eru stærstu
f lóttamannabúðir í Evrópu og eru
um það bil 13.000 heimilislaus eftir
eldsvoðann.
Þá mun þýska ríkisstjórnin sömu-
leiðis vinna að því í samvinnu við
Evrópusambandið á næstu vikum
að finna lausn á vanda flóttamanna
frá þeim þjóðum sem eru í góðu
samstarfi við Evrópuþjóðirnar.
Fram kemur í yfirlýsingu þýsku
ríkisstjórnarinnar að landið muni
taka við þeim fjölda f lóttamanna
sem samræmist fólksfjölda þar í
landi á næstu vikum. Þjóðverjar
muni vinna að því að setja upp
aðgerðaáætlun í þeim efnum í sam-
starfi við þjóðir innan Evrópusam-
bandsins.
Emmanuel Macron, forseti Frakk-
lands, hefur tekið í sama streng og
Merkel og segir að vinna verði hratt
og örugglega í að koma þeim sem
eru heimilislausir eftir þennan sorg-
lega atburð í öruggt skjól. – hó
Rúmlega 1.500 flóttamenn á leið
frá Grikklandi til Þýskalands
JAPAN Yoshihide Suga var í gær
kjörinn forsætisráðherra Japans.
Tekur hann við Shinzo Abe sem
sagði af sér af heilsufarsástæðum.
Hinn 71 árs gamli Suga var á mánu-
daginn kjörinn leiðtogi Frjálslyndra
demókrata, sem eru í meirihluta á
japanska þinginu.
Suga er einsdæmi í japönskum
stjórnmálum, er hann hvorki kom-
inn af efnafólki né hefur hann verið
hluti af f lokksklíkum. Stjórnmála-
skýrendur telja að Suga muni fylgja
efnahagsáherslum forvera síns en
leggja áherslu á umbætur í stjórn-
sýslunni og byggðamálum. – ab
Suga tekinn við í Japan
Hinn nýi forsætisráðherra er 71 árs gamall og umbótasinnaður. MYND/EPA
1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð