Fréttablaðið - 17.09.2020, Page 28

Fréttablaðið - 17.09.2020, Page 28
Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Blár er sá litur í litrófinu sem tengist hvað mest trausti, áreiðanleika, heiðarleika og ábyrgð. Blár litur er sagður hjálpa fólki að takast á við stress, veita ró og auka næði. En það er einmitt þannig sem okkur líður þegar við liggjum og horfum upp í heiðbláan himinn. Blár minnir líka á hrein­ leika og tandurhreint vatn. Það kemur því fáum á óvart að það er einmitt tískulitur haustsins, en heimsbyggðin hefur sjaldan þurft jafnmikið á því að halda að bera traust til fagaðila varðandi reglur um samkomutakmarkanir, grímu­ notkun og fleira í kjölfar COVID­ 19 faraldursins. Því er heldur ekki að neita að blái liturinn tónar vel við fagurbláar sóttvarnagrímur sem eru víst komnar til að vera. Það er kominn tími til þess að gefa kolsvarta maskaranum smá frí og gera tilraunir með litaðan maskara. Þau sem vilja fara hægt í sakirnar og hryllir við tilhugsuninni um bleik augnhár geta gert til­ raunir með dökkbláan eða jafnvel djúpgrænan maskara, sem gefur augunum þá skerpu sem margir sækj­ ast eftir. Þrátt fyrir að falla nokkuð vel inn í hefðbundnar förðunar­ leiðir þá vekja þessir litir hæfilega athygli til þess að fá fólk til þess að líta á þig aftur. Kóngablátt haust vekur traust Blár hefur verið áberandi í ár á tískupöllunum, allt frá kóbaltbláum kjólum og kóngabláum káp- um til blárra augnhára. Þessi uppáhaldslitur flestra verður áfram allsráðandi í haust, úti og inni. Hér má líta töffaralegt blátt, svart og hvítt leðurpils úr haust- og vetrarlínu Louis Vuitton sem sýnt var á tísku- vikunni í París í mars. MYNDIR/ GETTY Blár maskari setur punktinn yfir i-ið í fallegri og litsterkri kvöld- förðun. Blái liturinn vekur athygli og gefur áhugavert yfirbragð. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Str. 40/42-52/54 Nýtt frá Geggjaður, rafblár leðurjakki, var ein af sterkustu flíkunum í haust- og vetrarlínu Junko Shi- mada sem var sýnd á tískuvikunni í París í mars. Ljósblár, brúnn og svartur anorakkur úr smiðju Lacoste. Þessi er úr haust- og vetrarlínunni sem sýnd var á tísku- vikunni í París í mars. Portúgalski fatahönn- uðurinn Luis Buchinho tók virkan þátt í bláa æðinu í tískuvikunni í Lissabon í mars og sýnir hér dökkbláan kjól sem hluta af haustlínunni. 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.