Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2020, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 17.09.2020, Qupperneq 32
Leiðsögustarfið stýrir list minni í þá átt að nota lands- lagið til að túlka tilveru okkar og smæð gagnvart stórum öflum náttúrunnar. Það er mikið að gera hjá mér núna og margt í kortunum en ég er alltaf á leiðinni að fara að slappa af. Það verður bara aðeins að bíða,“ segir myndlistarkonan Arngunn- ur Ýr Gylfadóttir glaðlega. Hún opnaði fyrir skemmstu sýningu í galleríinu Veðri og vindi á Hverfis- götu 37 í Reykjavík – eða opnaði ekki – sýningarrýmið þar er þrír gluggar, þannig að listarinnar er notið utan frá. Sýningin nefnist Hljóðaklettar og verður uppi út þennan mánuð. Arngunnur segir jarðlögin í land- inu vera grunn hennar. „Ég elska grjót og að meðhöndla það og með leyfi Gljúfrastofu fékk ég að taka nokkra steina við Hljóðakletta sem eru einn magnaðasti staður á landinu, þar fer maður inn í miðja gíga sem Jökulsá hefur sorfið. En við úrvinnsluna ákvað ég að fara í hinn fjöruga stíl Cobramálaranna sem markar ákveðið tímabil í lista- sögunni.“ Listsköpun aðalstarf Arngunnur Ýr kveðst hafa teiknað og málað frá því hún var eins árs og eiga sjö ára listnám að baki. Einn- ig hafi hún kennt listmálun bæði á Íslandi og á San Francisco-svæð- inu, enda búi hún á báðum stöðum. „Listsköpun hefur verið mitt aðal- starf, svo hef ég haft leiðsögn sem hliðargrein á sumrin í 30 ár. Starfið var auðfengið í byrjun því sá sem átti fyrirtækið sem ég sótti um hjá hafði verið fyrsti kærasti mömmu. Leiðsögustarfið stýrir list minni í þá átt að nota lands- lagið til að túlka tilveru okkar og smæð gagnvart stórum öf lum nátt- úrunnar. Jarðfræðin og olíumál- verkið eiga ýmislegt sameiginlegt. Ég tek að mér hópa frá náttúru- gripasafninu Smithsonian og hef unnið með frábærum íslenskum jarðfræðingum svo ég er alltaf að læra eitthvað sem smitast yfir í verkin mín.“ Vinnustofur hér og þar Nú er Arngunnur Ýr að koma sér upp tveimur vinnustofum. „Við hjónin keyptum sumarbústað í náttúruparadís við Hafnarfjörð og byggðum okkur síðan hús við hliðina, nú er ég að breyta gamla bústaðnum í glæsilega vinnustofu, þar hef ég Helgafellið fyrir aug- unum. Svo var ég að setja niður lítið hús við Heklurætur. Hallgrímur, gluggasmiður í Þykkvabæ, hannaði í það glugga og þaðan blasir Hekla við.“ Hún kveðst vera með vinnustofu líka úti í San Francisco. „Eiginmað- urinn, Larry Andrews, er banda- rískur prófessor og kennir kvik- myndun við Kaliforníuháskóla. Við erum sitt á hvað og það hefur hentað mér að dvelja þar úti á vet- urna og hér heima á sumrin. Hann hyggst kenna í fjögur ár í viðbót við skólann en við erum búin að kaupa talsvert af landi á Havaí og ætlum að byggja þar. Í framtíðinni munum við búa þar og á Íslandi. Erum búin að reisa lítið hús við hafið og setja niður bananatré og alls kyns ávaxtatré.“ Málar hverfandi jökla Ekki er allt upp talið sem þessi kraftmikla kona fæst við því hún er líka þátttakandi í sam- sýningu listafólks frá Finnlandi, Íslandi og Svíþjóð sem nefnist Norðrið og verður opnuð í Lista- safni Árnesinga næsta laugardag, 19. september. Þar er sjónum beint að loftslagsbreytingunum. „Þarna er blanda af innsetningum, skúlp- túrum, málverkum og ljósmynd- um,“ segir Arngunnur Ýr sem hefur málað jökla Íslands, þekkir þá úr leiðsögumannsstarfi sínu og hefur fylgst með rýrnun þeirra. „Þar sem ég kom að jökli sem ung manneskja eru nú víða stór lón. Myndirnar eru óður til náttúru sem er að hverfa.“ gun@frettabladid.is Jarðfræðin smitast yfir í verkin mín Arngunnur Ýr Gylfadóttir, listakona og leiðsögu- maður, sýnir verk í Veðri og vindi galleríi á Hverfis- götu og á hinni væntanlegu sýningu Norðrinu í Listasafni Árnesinga. Svo byggir hún vinnustofur í Hafnarfirði og við Heklu og hús á Havaí. „Jarðfræðin og olíumálverkið eiga ýmislegt sameiginlegt en þar leggst lag ofan á lag,“ segir Arngunnur Ýr um sýninguna Hljóðaklettar í Veðri og vindi galleríi sem staðsett er á Hverfisgötu 37. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Svínafellsjökull - mynd á sýningunni Norðrið sem opnuð verður í Lista- safni Árnesinga á laugardaginn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Kristjánsson Strikinu 10, Garðabæ, lést 5. september á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur þakka starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og líknarþjónustunni HERU fyrir einstaka umönnun. Erna Ólafsdóttir Ólafur Sigurðsson Kristján Sigurðsson Elísabet Kristjánsdóttir Reynir Sigurðsson Þórunn Vigfúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Valgerður Guðmundsdóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. september 2020. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 23. september, kl. 11. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Blindrafélagið. Sendum starfsfólki á Engey á Hrafnistu sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Harpa Ólafsdóttir Vörður Ólafsson Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður og ömmu, sr. Elínar Salóme Guðmundsdóttur Þrastarhöfða 2, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og heimaþjónustu Heru fyrir hlýhug og góða umönnun. Soffía Kristín Þórðardóttir Þórdís Ögn Þórðardóttir Þorvaldur Finnbogason Sölvi Þórðarson Sara Þórunn Óladóttir Houe og barnabörn. 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.