Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 4

Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 4
2 H V Ö T Bragi Fri'öriksson, form. í. F. R. N. Stofnun Í.F.R.N. 1 nóv. s.l. komu saman þrír menn, Jón Böðvarsson og Snorri Ólafsson úr Menntaskólanum og Bragi Friðriksson úr Háskólanum. Skyldu þeir ræða um stofnun væntanlegs íþróttabandalags í framhaldsskólum. Tilefni til þessara umræðna voru framkomnar raddir ýmissa aðilja í skólum bæjarins, er töldu nauðsyn bera til þess að stofn- að yrði til samtaka meðal íþróttaæsk- unnar í skólum. Áðurnefndir þrír að- iljar urðu að mestu sammála um stofn- un bandalagsins, en Jón kvaðst þó því aðeins leggja því máli jáyrði sitt, að S. B. S. tæki eigi afstöðu gegn slíku bandalagi. Næsta skrefið var það, að þessir þrír menn sendu stjórn S. B. S. bréf, og óskuðu eftir umræðufundi um málið. Sá fundur var síðan haldinn að viðstöddum tveim fulltrúum úr stjóm S. B. S. og þeim félögum þrem. Fundur þessi var mjög árangursrík- ur. Báðir aðilar ræddu málin af sann- gimi og rökvísi. Var reynt að draga fram raunsæar myndir af afstöðu beggja aðilja, hvort til annars. Stjórnarmeðlimir S. B. S. hörmuðu það mjög, að öll skólaæskan gæti eigi safnazt undir merki S. B. S., en viður- kenndu hins vegar það, að S. B. S. næði eigi til allra skóla, sökum þeirra skilyrða, er það setti um þátttöku í mótum sínum. Niðurstaða fundarins var sú, að S. B. S. tók hlutlausa af- stöðu til stofnun þessa nýja banda- lags. Að fengnu þessu áliti, var kallaður saman fundur fulltrúa úr flest- um skólum í Reykjavík og Hafnar- firði og málin rædd þar nánar. Eftir að fulltrúar höfðu fengið álit skóla sinna, var enn kallaður sam- an fulltrúafundur og þar samþykkt að ganga til frekari framkvæmda í mál- inu. Var kosin undirbúningsnefnd og kvaddi hún fulltrúa skólanna til stofn- þings snemma í des. s.l. Á stofnþingið vom boðnir þeir Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi og Benedikt Jakobsson, landsþjálfari. íþróttafulltrúi hélt þar langa og merkilega ræðu um álit sitt á stofn- im 1 F. R. N. og íþróttamál skóla- æskunnar yfirleitt. Harm fagnaði stofn- un þessa bandalags, þó að hann hins vegar harmaði þá staðreynd, að bind- indismál og íþróttamál æskunnar gætu eigi til fulls farið saman. Hann kvað málið vera viðkvæmt fyrir marga og bað menn starfa með gætni og fullri sanngirni í garð allra, sem fjölluðu um uppeldisstörf og félagsstörf í skól- um yfirleitt. Hann kvað það vel farið fyrir kennara, að nemendur hefðu sjálfir stofnað til samtaka sín á milli. íþróttafulltrúi kvaðst vona, að góð samvinna tækizt milli kennara og nemenda, enda bæri nauðsyn til þess, ef vel ætti að fara um félagsmál skóla- nemenda. Iþróttafulltrúi lýsti síðan líkum samtökum erlendis og sagði m. a. frá

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.