Hvöt - 01.02.1951, Síða 6

Hvöt - 01.02.1951, Síða 6
4 H V Ö T Önundur tréfótur: ■ l Þa3 vom réttir niðri í sveitinni, svo að ég var ekki í neinum vafa um það, hvemig verja skyldi síðasta degi sum- arleyfisins. Þegar ég var lítill, liafði ég alltaf beðið réttardagsins með óþreyju. Nú var ég orðinn borgarbúi og bafði ekki setið á réttarvegg í 15 ár. Fyrmm reið ég í réttirnar á blóðlatri bikkju og átti ekki skóbótarvirði í eigu minni. Núna ók ég í eiginn bíl, meira að segja spánnýjum bíl frá Ameríku, sem var skjótari en vindurinn. Það þarf eng- inn að ganga þess dulinn, að mér hló hugur í brjósti, þegar ég ók ofan dalinn með þriggja pela brennivíns- flösku í barminum og vonina um að sjá fallegt fé og sætar stúlkur í rétt- unum. Veðrið var ákjósanlegt, logn og sól- skin. Framundan lá spegilsléttur fjörð- urinn, svo sléttur, að fjöllin laumuð- ust til að spegla sig hátt og lágt, rétt eins og 18 ára lieimasætur gera í hvert sinn, sem þær sjá gljáskyggðan flöt. Á lágum grasbala niður við strönd- ina stóð réttin. Þar heyrðist varla mannsins mál fyrir þúsundrödduðu jarmi, hjali og hlátri, gelti og gargi. Allt rann þetta saman í eina allsherjar symfoníu með tilhlýðilegum dúrum og mollum. Almenningurinn var fullur af mjall- bvítu og bragðlegu fé, sem notið hafði frelsis og grómagns heiðalandanna í heilt sumar. Ærnar rásuðu fram og aftur, hnus- uðu af hverju lambi og jörmuðu í sífellu: Me-me. Hvar ertu? Hvar ertu? Og lömbin hlupu um í villtri leit að mæðrum sínum jarmandi: me-me —, mamma — mamma. Rólegri voru lirútarnir. Þeir voru líka rosknir og ráðsettir og höfðu ekki fyrir neinum að sjá nema sjálfum sér. Þó héldu þeir saman 3 eða 4 í hóp og voru svo feitir, að þeir fleyttu varla kviðar- ullinni. Á víð og dreif í réttinni stóðu leitarmennirnir, struku svitann af enn- inu og köstuðu mæðinni. Sumir höll- uðu sér upp að milligerðinu, drógu upp pontumar og fengu sér í nefið. En uppi á réttarveggnum sat næst- um óslitin röð af broshýrum börnum og glaðlegum stúlkum. Sumar stúlk- umar stukku niður í réttina og bjálp- uðu til við að draga í sundur. Fengu þá piltarnir oft mörg og góð tæki- færi, til að grípa þær í fangið og forða þeim frá byltu, því að lömbin vom býsna spræk og létu ekki taka sig mótspyrnulaust. — — — Nú beindist athygli mín að gömlum manni, sem stóð einn síns liðs fyrir utan réttina og horfði á sauðféð eins og í dvala. Ég færði mig í áttina til lians. Mér fannst hann eitthvað svo einstæðings-

x

Hvöt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.