Hvöt - 01.02.1951, Side 9

Hvöt - 01.02.1951, Side 9
H V Ö T 7 minnsta kosti myndir }>ii aldrei reyna að stela fé mínu ófullur fyrir aug- unum á mér“, sagði Hrólfur og greip um leið í Iiitt liorn gimbrarinnar. „Slepptu“, öskraði Bæringur. Hrólfur svaraði með því að greiða Bæringi feikna kjaftshögg, svo að hann kútveltist aftur á bak ofan í svaðið. Þegar hann reis á fætur, ataður mold og saur, var Hyrna komin í dilk Hrólfs. Þegar Hrólfur skömmu síðar hleypti annarri kind í dilk sinn, sá hann hvar Bæringur lyfti Hvrnu yfir milligerðið. Þar með var hún komin meðal kinda Bærings, hví að dilkar þeirra lágu saman. „Sá hlær bezt, sem síðast hlær“, hugsaði Hrólfur, tók þegar á rás og stefndi beint á Bæring, sem beið ekki boðanna, þegar hann sá hvað Hrólfur hafði í huga. Á augabragði snaraði liann sér út fyrir réttarvegginn og hljóp í trvllingi vestur yfir móana. Hrólfur sveif vfir vegginn á eftir honum og þrevtti hlaupið í geysilegum skrefum. Bæringur hugsaði í fyrstu um það eitt að komast sem lengst frá Hólfi. En brátt sá hann, að hér hafði honum orð- ið skyssa á, því þegar hann leit við á hlaupunum, sá hann, að Hrólfur dró óðum á hann. Nær hefði honum verið að leita verndar hjá réttarmönnunum, í stað þess að gefa beinlínis færi á sér. Að vísu komu þarna 4 menn hlaupandi frá réttinni, en hvaða gagn var að þeim? Hrólfur gæti verið bvi- inn að drepa hann tíu sinnum, áður en þeir kæmust á vettvang honum til bjargar. Hann reyndi þó að sveigja í áttina til þeirra, en rak í sömu svif- um löppina í stein og steyptist til jarðar, Á næsta augnabliki fleygði Hrólfur sér yfir hann eins og tígris- dýr. „Vægð, vægð. Dreptu mig ekki“, veinaði Bæringur. „Djöfullinn má vægja sauðaþjófum, en ég geri það ekki“, hvæsti Hrólfur milli tannanna. „Vægð, Hrólfur. — Ég skal .. . Þú mátt eiga hana Hyrnu ef þú slepp- • ' U ir mer . „Ha! ha! lia! Þakka þér kærlega fyrir, kunningi. En ég þarf ekki að láta gefa mér það, sem ég á sjálfur, fjandinn hafi það“, svaraði Hrólfur hæðnislega. Hann liafði náð góðu taki á trefli Bærings og herti að hálsi hans, eins óg kraftarnir leyfðu“. „Hann hefur þó ekki . . .“ greip ég fram í. „Nei, sem betur fór tókst honum ekki að drepa liann. — Með eldsnöggu viðbragði tókst Bæringi að brjót- ast upp og bíta. Harður hnykkur aft- ur á bak og hann var laus. 1 sömu svifum komu mennirnir og gengu á milli þeirra. Hrólfur fann nístandi sársauka og tók til eyrans. En þar var ekkert eyra lengur — aðeins blóð- ’ugt sár. Þegar hér var komið frásögninni, þaut vindkylja ofan úr skarðinu og svifti til hárlubba gamla mannsins. Það fór hrollur um mig, því að í sama bili sá ég, að þar sem eyrað átti að vera, var aðeins ljótt ör. Ég fylltist svo miklum viðbjóði, að ég gat ekki dvalið þarna lengur. Án þess að kveðja, spratt ég á fætur, og hraðaði mér að bílnum. Ég reyndi árangurslauts að reka þetta andstvggi- lega ör úr huga mínum. En það þvæld- ist alltaf fyrir mér. Örið var táknrænt

x

Hvöt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.