Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 25

Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 25
h y ö t 23 menn % Pilsner .................... 96 12,4 Pilsner og tréspíritus ... 98 12,6 Pilsner og brennivín .... 485 62,5 Brennivín .................. 42 5,4 Tréspíritus.................. 9 1,2 Vín eða vín og brennivín 5 0,6 Tölur vantar um ............ 41 5,3 hneigingar manna til þess að vera eins og hinir. Smám saman skapar þessi venja svo þorstann í sterkari drykki. Auk þess er það rangt að líta á ölið sem skaðlausan drykk. Slíkt mætti sennilega segja um það öl, sem hér var notað á hernámsárunum og var 1% að styrkleika, en það á ekki við um hinar venjulegu öltegundir, og sízt í Noregi, sem notar sterkari öl- tegundir en nágrannalöndin, eins og sjá má á eftirfarandi samanburði: 1. fl. 2. fl. 3. fl. Danmörk 2,80 4,05 6,25 Finnland 2,80 4,00 5,60 Svíþjóð 2,25 4,00 ekki til Noregur 2,50 4,75 7,00 Tafla þessi sýnir áfengisstyrkleika öl- tegundanna í þessum fjórum löndum. Sézt þar, að ölið er sterkara, sérstak- lega sterkari tegundimar, í Noregi en í hinum löndunum. Svo segir enn- fremur í hinni miklu og markverðu ritgerð, sem hér er vitnað í: „Þrátt fyrir það, að áfengismagnið er lægst í fyrstu og annari öltegund Svíanna, hafa viðurkenndar rannsóknir sannað, að þar hafa átt sér stað mjög alvarlegar afleiðingar af öldrykkju“. Rannsóknir þessar, segir greinarhöf- undur, hafa verið framkvæmdar af sérfróðum mönnum á vegum hins op- inbera og aðallega á þremur drykkju- mannahælum, þar sem vora helzt mikl- ir drykkjumenn — langt leiddir áfeng- issjúklingar. Rannsakaðir voru 776 menn, og sýnir eftirfarandi tafla á hvaða drykkjarföngum þeir urðu áfeng- issjúklingar: Skýringar greinarhöfundar eru svo þessar: „Tölumar sýna, að áttundi hver sjúklingur á þessum hælum langt leiddra áfengissjúklinga, er aðeins 61- drykkjumaöur, sem þarf að síðustu að annast sem áfengissjúkling á drykkju- mannahæli. Af þessum 776 mönnum, er 1943 höfðu lent á þessum hælum, voru næstum því eitt himdrað sér- kennilegir áfengissjúklingar, eingöngu öldrykkjumenn, og það í landi sem sterkar öltegundir eru bannaðar og ekki framleiddar, og svo hefur verið um 25 ára skeið. Ennfremur er áfeng- ismagnið í pilsnerölinu töluvert minna en í þeirri tegund hjá okkur (Norð- mönnum). Þessar niðurstöður rannsókna í Sví- þjóð sýna óumdeilanlega, að ölið er áfengur drykkur, sem verður að skoð- ast sem hver önnur áfengistegund, þótt öl og brennivín saman svífi fljótar á menn en ölið eingöngu. Opinberar skýrslur um áfengisneyzl- una hér í landi (Noregi), 10 síðustu árin fyrri styrjöldina, sýna, að ekki minna en 36%, meira en þriðji hlut- inn er öldrykkja. Og þetta er á venju- legum tímum“. Fleira verður nú ekki talið fram úr þessari ýtarlegu ritgerð þjóðkunns manns í Noregi. En hér er áreiðan-

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.