Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 10

Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 10
8 H V Ö T Óli Kr. Jónsson, form. S. B. S. Eigum við að vera eða ekki vera? Áfengis- og tóbaksnotkun eru slæm- ir gallar, sem lengi hafa fylgt íslenzku þjóðinni. Þessir óvinir heil- brigði og þroska hafa stöðugt nagað rætur þjóðfélagsins og valdið mörgum vandamálum, sorgum og erfiðleikum. Enn í dag ráða þessir vágestir yfir alltof mörgum og fleiri eru í stöð- ugri hættu vegna þeirra. Alltof marga menn hefur vínið eyðilagt, sett líf þeirra í rústir, útilokað framtíðarmöguleika, lamað starfsþrek og spillt heilsu þeirra, gjört þá að brjóstumkennanlegum aum- ingjum, sjálfum þeim til leiðinda og öðram til byrði. Er ekki orðið tímabært, að allir sam- einist um að losa þjóðfélagið við þetta illgresi? Æska landsins er í mestri hættu stödd vegna þess, að hún er á mótunar- og þroskaskeiði og áhrifa- gjöm. Hana þarf sérstaklega að vernda, en það er ekki aðeins verk þeirra full- orðnu, heldur verður æskan sjálf að venja sig á að velja og hafna, gera sér Ijóst hvers er af henni krafizt og að liverju henni ber að stefna. Æsk- unni bera að minnast þess að hún hefur skyldum að gegna nú, en þó meir seinna, fvrir land sitt og þjóð- félag. Hennar býður framtíðin, hún á að taka við af þeim, sem nú eru að eldast og eru orðnir þreyttir á langri og erilsamri æfi. sem stimpill Bakkusar, innsigli böl- valdsins mikla. Þennan stimpil hafði gamli maðurinn reynt að fela fyrir forvitnum augum, bak við svarta hár- lubbann, því að þetta minnismerki falskrar gleði varð ekki strokið burt. Ég stöðvaði bílinn við næstu á og gekk spölkom upp eftir bakkanum. Eftir nokkra stund fann ég heppi- legan stein. Það heyrðist dálítið brot- hljóð og skvamp, og gulur vökvi bland- aðist tæra vatni árinnar. Svo varð allt hljótt. Ég stóð enn nokkra stund og horfði ofan í strauminn. 1 árniðnum heyrði ég hæðnishlátur félaga mixma, en ég fann til þess með stolti, að ég gat látið hann sem vind um eyra þjóta — ekki aðeins nú og næstu daga, heldur og alla daga, sem ég átti ólif- aða.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.