Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 11

Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 11
H V Ö T 9 En til þess að liin unga kynslóS geti orðið starfi sínu vaxin, orðið glæsilepur arftaki eldri kynslóðarinn- ar og þjóð sinni til sæmdar og vegs- auka, verður hún að nota tímann vel til að búa sig undir þetta starf. Mögu- leikar nútímaæsku til þroska og mennt- unar eru miklir. Enginn æskumaður, sem leitar sannrar menntunar og hroska getur verið þekktur fyrir að láta áfengi spilla heilsu sinni og starfs- kröftum. Þess vegna hlýtur öll skóla- æska að sameinast um að reka þennan óvin af höndum sér. Yerkefni fram- tíðarinnar eru mikil og mörg. Þjóðin er á framfaraskeiði og þess er full þörf. að allir vinni heilir og óskiptir að störfum sínum. Það munu verða gerðar meiri kröfur til æskufólksins nú en nokkru sinni fyrr, það verður í verkum sínum krafið endurgjalds á því, sem fyrir það hefur verið gert. Og það er ekki nema eðlilegt og sjálf- sagt. En íslenzk æska má einnig gera sínar kröfur. Hún hlýtur að krefjast þess að áfengi sé fjarlægt frá bæjar- dymm hennar, því að meðan sá brann- ur stendur opinn hljóta fleiri og fleiri að falla í hann, en málsháttur segir að það sé of seint að byrgja brunn- inn, þegar barnið er dottið ofan í. En það er ekki nóg að útiloka áfengið. Það verður einnig að bryeta þeim hugsunarhætti, sem hér hefur fest ræt- ur um of, að það sé eittlivað fínt eða mikilmannlegt að neyta áfengis. Það er enginn fínni eða meiri maður fyrir það. Sá, sem það gerir er lagður út á þá liálu braut, sem liggur niður á við til niðurlægingar og vesalmennsku, og liann veit ekkert um það í upphafi, hvort hann hefur nóg siðferðisþrek eða viljastyrk til að snúa við eftir að hann er kominn af stað. Margir eru í efa um það, hvort þeir eigi að vera bindindismenn eða ekki og halda jafnvel að það sé alveg gagnslaust að berjast fyrir bindindis- málum. Um hvað era þessir menn að efast? Sjá þeir ekki nærri því daglega ófögur dæmi um þá eymd og ómenn- ingu, sem vínneyzlu fylgir? Vilja þeir gerast samsekir með því að láta það afskiptalaust? Vilja þeir ekki hjálpa meðbræðram sínum til að losna und- an oki vínguðsins? Halda þeir að áfengi fari sjálfkrafa út úr landinu eða að dýrkehdur þess reki það frá sér eða öðrum? Nei, sannarlega ekki. Það þarf samtök, fjölmenn og öflug til þess að sigra þennan óvætt. Það má enginn liggja þar á liði sínu. Allir verða að láta sér skiljast, að vínntokun sæmir ekki menningarþjóð eins og Isjendingum og íslenzk æska verður að finna það, að það er henni alveg til vansæmdar að leggja út á braut áfengisneyzlunnar. Vinnum að því að útiloka áfengi og skapa heilbrigt almenningsálit í áfeng- ismálum. Hið árlega handknattleiksmót S. B. S. hefst 1. inarz í íþróttahúsinu við Hálogaland. Keppt verður í kvennaflokki og í I., II. og III. flokki karla. Ollum skólum innan S. B. S. er heirnil þátttaka. Ríkisútvarpið hefur nýlega tekið „Skóla- þátt“, sem fastan lið inn í dagskrána. I þess- um þætti eru rædd margvísleg mál, sem varða bæði skólana og heimilin. Þátturinn er á föstudögum kl. 22,20, og er Helgi Þorláks- son kennari forstöðumaður hans. c

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.