Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 18

Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 18
Í6 H V Ö T lítið eitt á sumar hugmyndir fyrri kynslóða um stjömumar. Þá er næst fyrir höndum að lýsa alheiminum, eins og hann kemur vísindamönnum nútím- ans fyrir sjónir. En sú lýsing verður mjög ófullkomin, því að ekki er á færi annara en sérfróðra manna að gera það svo vel sé. Heimsmynd vísindanna er í stómm dráttum þessi: Alheimurinn er ekki óendanlegur, en er alltaf að þenjast út. Himinhnett- imir skiptast í kerfi, sem nefnast vetr- arbrautir eða stjörnuþokur, og fjar- lægjast þær hver aðra með ofsahraða. 1 hverri vetrarbraut em ótal sólkerfi og milljónir sólna, sumar eldi heitari, en aðrar útkulnaðar, og munu þær vera miklu fleiri. Stjömuþokur þær, sem nú er kunnar, munu vera um tvær milljónir talsins, en lítið er um þær vitað. Sennilega em sumar stjömuþok- ur engu minni en þessi vetrarbraut, t. d. hin fræga Andromerlarþoka, sem sýnileg er með bemm augum. Talið er, að í þeirri vetrarbraut, sem við lifum í, séu a. m. k. 100 þús- und sólir. Ekki vita menn, hvort þær hafi allar fylgihnetti, en þar sem þeir era, snúast þeir umhverfis sólirnar eft- ir ofmörkuðum brautum, en vetrar- brautin í heild snýst um sjálfa sig og talið er, að hver snúningur taki um 300 milljónir ára. Vetrarbrautimar hafa verið nefndar alheimseyjar. Vel má vera, að sá mikli eyjaklasi snú- ist einnig um sjálfan sig og sé að- eins lítill hluti af heiminum öllum. Vetrarbrautinni er skipt í nokkur kerfi, og em ótal sólir í hverju þeirra. Sagitturius nefnist bjartasta og þétt- asta krefið og bendir margt til þess, að Sagitturius sé miðdepill vetrarbraut- arinnar. En sólin okkar mun vera í útjaðri vetrarbrautarinnar. VI. Þótt þessi fáu orð, sem ég hef nú sagt, séu aðeins lausleg og ónákvæm lýsing á því, sem vitað er um skipu- lag himingeymsins, vona ég, að þau nægi til þess að gera mönnum ljóst, að jörðin er aðeins örlítill liluti lieims- ins, og frá stjömufræðilegu sjónarmiði, aðeins ómerkilegur hluti af heimin- um eða þeim hluta hans, sem við þekkjum. Mennimir standa agndofa og mátt- lausir gagnvart þessum heim. Að vísu er sennilegt, að þeir, sem lengst em komnir í morðtækni, geti útrýmt öllu lífi á þessum litla linetti, en slíkt hef- ur ekki í för með sér neina röskun á gangi himinhnattanna og getur ekki talizt til merkisviðburða í þessum heimi. Þrátt fyrir allar framfarir, sem orð- ið hafa í vísindum og tækni, em stjömurnar enn í dag undmnar- og að- dáunarefni manna. Þær em furðuverk í vorum augum, enda þótt við vitum meira um þær en forfeður vorir, sem héldu, að þær væm guðir. Það merk- asta, sem rannsóknir vísindamanna hafa leitt í ljós er, að stjömumar eru miklu merkilegri og furðulegri fyrirbæri, en menn halda að þær séu. Heimildarrit: Oxford Junior Encyclopaedia. Ágúst Bjarnason: Saga mannsandans. Sögukennslubækur Menntaskólans í Rvík. Níels Dungal: Blekking og þekking. Játningar.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.