Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 30

Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 30
28 H V Ö T SKÁKÞÁTTUR Skákdálkurinn birtir að þessu sinni skák eftir hinn unga meistara, Ingvar Ásmundsson. Ingvar tefldi í fyrsta sinn opinber- lega á Haustmóti T. R. 1947, varð nr. 3 af 24 keppendum og hlaut þátttöku- réttindi í 1. flokki. Á skákþingi Reykjavíkur 1949 vann hann sig upp í meistaraflokk. Þar hef- ur hann keppt tvisvar sinnum og við sæmilegan orðstír í bæði skiptin. 1 skák þeirri, sem hér fer á eftir, hefur Ingvar hvítt á móti Rirni Jó- hannessyni, skólabróður sínum og nú- verandi skákmeistara Taflfélags Rvíkur. Skákin var tefld á Reykjavíkurþing- inu 1949. Sikileyjarleikur. 1. e2—e4 c7—c5 2. Rgi—f3 e7—e6 3. d2—d4 c5Xd4 4. Rf3Xd4 Rg8—f6 5. Rbl—c3 Bf8—b4 6. e4—e5! Dd8—c7 ? Bezt var: 6. Rd5; 7. Dg4, Kf8 Bd2, RXc3; 9. b2Xc3, Be7. 7. e5Xf6! Bb4Xc3+ 8. b2Xc3 DcXc3+ 9. Ddl—d2 Dc3X»l 10. c2—c3 Dal—bl Hvítur hótaði 11. Rb3 og síðan Bd3 og drottningin er töpuð. 11. Rd4—b5 StaJSan eftir 10. leik svarts. Fljótvirkara er: 11. Bd3; Db6; 12. fXg7, Hg8; 13. Dh6, f5; 14. Bg5 og vinnur. 11. Dbl—e4+ 12. Kel—dl De4—a4+ 13. Kdl—el Da4—e4 14. Bfl—e2 0—0 15. f6Xg7 Hf8—d8 16. Rb5—c7 De4Xg2 17. Hhl—fl b7—b6 18. Be2—d3 f7—f5 19. Dd2—g5 Dg2Xg5 20. 21. BclXgS Rc7Xa8 Rb8—c6 og svartur gefst upp nokkrum leikj- um síðar. í ritnefnd Hvatar eru: SIGURÐUR MARELSSON, Kennaraskólanum, SIGURÐUR NIKULÁSSON, Flensborgarskólanum, BJARNI GUÐBRANDSSON, Gagnfræðaskóla Vesturbœjar. PrentsmiSja Jóns Helgasonar

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.